Fyrir úrslitin var Ísland talið þriðja líklegasta landið til að vinna Eurovision en hefur hrapað nokkuð í veðbönkum eftir úrslitin. Velta má þó fyrir sér gildi veðbanka þegar ekki liggja einu sinni fyrir öll lögin sem taka munu þátt.

Stemmningin var mikil í Laugardalshöll og gekk ekki allt snurðulaust fyrir sig. Í lykilflutningi Heru Bjarkar í einvíginu gegn Bashar voru hljóð og mynd ekki samfasa í rúmar fjörutíu sekúndur. Heru stóð til boða að flytja lagið aftur en hafnaði því. Sagði yfirveguð frá því í viðtali að þjóðin vissi hvað hún gæti og afþakkaði endurflutning.

Mikil stemning var meðal áhorfenda sem virtust skemmta sér konunglega í höllinni sem var þétt setin.
Hulda Margrét ljósmyndari var með myndavélina á lofti og myndaði gleðina.













