Foreldrar ungra reykvískra barna geta nú spáð fyrir um stöðuna á biðlistum Atli Ísleifsson skrifar 5. mars 2024 14:29 Leikskólareiknirinn var til umræðu á fundi borgarstjórnar í dag. Myndin er úr safni. Vísir/Vilhelm Reykjavíkurborg hefur hleypt af stokkunum sérstökum Leikskólareikni sem ætlað er að sýna stöðu umsókna í leikskóla borgarinnar og geti foreldrar þannig fengið áætlaða spá um stöðu barna sinna á biðlista. Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir gott að fá fram reikninn sem sýni þó jafnframt fram á þá alvarlegu stöðu sem uppi sé í leikskólamálum. Leikskólareiknirinn var til umræðu á fundi borgarstjórnar í dag þar sem umræða um ávinning stafrænnar umbreytingar fyrir borgarbúa. Var þar meðal annars rætt um þá stöðu sem uppi sé á leikskólum borgarinnar. Í tilkynningu frá borginni segir að hingað til hafi fólk þurft að skrá sig inn í Völu og sækja um eða hringja í þjónustuver borgarinnar eða í leikskólana sjálfa, til að fá upplýsingar um stöðu barna sinna. Markmið með Leikskólareikninum sé að auka gagnsæi í upplýsingamiðlun og sýna stöðuna eins og hún sé hverju sinni svo foreldrar og forsjáraðilar geti sjálf skoðað upplýsingar án þess að þurfa að hringja mörg símtöl. Ekki þörf á Galileo Galilei Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segist í samtali við fréttastofu að sjálfsögðu fagna því að fá leikskólareikninn fram. Sjálfstæðismenn hafi ítrekað kallað eftir stafrænu mælaborði sem sýni stöðu biðlista eftir leikskólaplássi og sé leikskólareiknirinn ákveðið svar við því. „Hann gefur foreldrum tækifæri til að fylgjast með stöðu biðlista á leikskólum borgarinnar og það er vissulega mjög jákvætt skref. Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðismanna, segir reikninn sýna með skýrum hætti hvað biðlistavandi leikskólanna sé yfirgripsmikill. Vísir/Ívar Fannar Það sem reiknirinn sýnir okkur hins vegar líka með skýrum hætti, er hvað biðlistavandi leikskólanna er yfirgripsmikill. Hann sýnir okkur að í haust munu losna um 1.160 leikskólapláss í Reykjavík, þegar leikskólabörn færast yfir í grunnskóla. Það er engan veginn nægur fjöldi til að svara eftirspurninni. Eins og við þekkjum eru börn að meðaltali tuttugu mánaða þegar þau komast inn á leikskóla borgarinnar. Samkvæmt nýjustu tölum frá Hagstofunni er fjöldi barna í Reykjavík undir tveggja ára aldri nú 3.271. Það þarf engan Galileo Galilei til að reikna sig niður á það að 1.160 pláss munu ekki svara þeirri þörf sem blasir við. Biðlistar verða áfram stjarnfræðilegir og leikskólavandinn enn alvarlegur. Því miður hefur maður ekki séð nýjan meirihluta, né heldur nýjan borgarstjóra, grípa til neinna aðgerða sem leyst geta þennan vanda sem blasir við fjölskyldufólki í Reykjavík,“ segir Hildur. Fæðingardagur sleginn inn Bryndís Eir Kristinsdóttir, framleiðandi Leikskólareiknisins, segir hann vera lið í að bæta þjónustu við börn og forsjáraðila í borginni. „Hann er ákveðin bylting í upplýsingagjöf þegar kemur að biðlistatölum í leikskólum Reykjavíkurborgar, en varan er unnin í góðu samtali við notendur sem bíða eftir leikskólaplássi. Leikskólareikninum er ætlað að auka gagnsæi og gera forsjáraðilum kleift að taka upplýstari ákvörðun um val á leikskóla,” segir Bryndís Eir. Um Leikskólareikninn segir í tilkynningu að fæðingardagur barns sé einfaldlega sleginn inn í leitarvél ásamt hverfi og sé þá reiknuð út áætluð staða barnsins á biðlistum í leikskóla í viðkomandi hverfi. „Niðurstaðan er byggð á fæðingardegi barns, umsóknum sem þegar hafa borist, fjölda barna sem hætta til að byrja í grunnskóla og fleiri breytum. Hægt er að skoða staðsetningar á korti og bera þannig saman til dæmis leikskóla nálægt heimili fólks eða vinnu. Leikskólareiknirinn er byggður á lifandi gögnum og eru tölurnar uppfærðar daglega. Niðurstöður úr reikninum eru ekki umsókn og geta ekki gefið loforð um pláss,“ segir í tilkynningunni. Reykjavík Borgarstjórn Leikskólar Skóla - og menntamál Stafræn þróun Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Sjá meira
Leikskólareiknirinn var til umræðu á fundi borgarstjórnar í dag þar sem umræða um ávinning stafrænnar umbreytingar fyrir borgarbúa. Var þar meðal annars rætt um þá stöðu sem uppi sé á leikskólum borgarinnar. Í tilkynningu frá borginni segir að hingað til hafi fólk þurft að skrá sig inn í Völu og sækja um eða hringja í þjónustuver borgarinnar eða í leikskólana sjálfa, til að fá upplýsingar um stöðu barna sinna. Markmið með Leikskólareikninum sé að auka gagnsæi í upplýsingamiðlun og sýna stöðuna eins og hún sé hverju sinni svo foreldrar og forsjáraðilar geti sjálf skoðað upplýsingar án þess að þurfa að hringja mörg símtöl. Ekki þörf á Galileo Galilei Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segist í samtali við fréttastofu að sjálfsögðu fagna því að fá leikskólareikninn fram. Sjálfstæðismenn hafi ítrekað kallað eftir stafrænu mælaborði sem sýni stöðu biðlista eftir leikskólaplássi og sé leikskólareiknirinn ákveðið svar við því. „Hann gefur foreldrum tækifæri til að fylgjast með stöðu biðlista á leikskólum borgarinnar og það er vissulega mjög jákvætt skref. Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðismanna, segir reikninn sýna með skýrum hætti hvað biðlistavandi leikskólanna sé yfirgripsmikill. Vísir/Ívar Fannar Það sem reiknirinn sýnir okkur hins vegar líka með skýrum hætti, er hvað biðlistavandi leikskólanna er yfirgripsmikill. Hann sýnir okkur að í haust munu losna um 1.160 leikskólapláss í Reykjavík, þegar leikskólabörn færast yfir í grunnskóla. Það er engan veginn nægur fjöldi til að svara eftirspurninni. Eins og við þekkjum eru börn að meðaltali tuttugu mánaða þegar þau komast inn á leikskóla borgarinnar. Samkvæmt nýjustu tölum frá Hagstofunni er fjöldi barna í Reykjavík undir tveggja ára aldri nú 3.271. Það þarf engan Galileo Galilei til að reikna sig niður á það að 1.160 pláss munu ekki svara þeirri þörf sem blasir við. Biðlistar verða áfram stjarnfræðilegir og leikskólavandinn enn alvarlegur. Því miður hefur maður ekki séð nýjan meirihluta, né heldur nýjan borgarstjóra, grípa til neinna aðgerða sem leyst geta þennan vanda sem blasir við fjölskyldufólki í Reykjavík,“ segir Hildur. Fæðingardagur sleginn inn Bryndís Eir Kristinsdóttir, framleiðandi Leikskólareiknisins, segir hann vera lið í að bæta þjónustu við börn og forsjáraðila í borginni. „Hann er ákveðin bylting í upplýsingagjöf þegar kemur að biðlistatölum í leikskólum Reykjavíkurborgar, en varan er unnin í góðu samtali við notendur sem bíða eftir leikskólaplássi. Leikskólareikninum er ætlað að auka gagnsæi og gera forsjáraðilum kleift að taka upplýstari ákvörðun um val á leikskóla,” segir Bryndís Eir. Um Leikskólareikninn segir í tilkynningu að fæðingardagur barns sé einfaldlega sleginn inn í leitarvél ásamt hverfi og sé þá reiknuð út áætluð staða barnsins á biðlistum í leikskóla í viðkomandi hverfi. „Niðurstaðan er byggð á fæðingardegi barns, umsóknum sem þegar hafa borist, fjölda barna sem hætta til að byrja í grunnskóla og fleiri breytum. Hægt er að skoða staðsetningar á korti og bera þannig saman til dæmis leikskóla nálægt heimili fólks eða vinnu. Leikskólareiknirinn er byggður á lifandi gögnum og eru tölurnar uppfærðar daglega. Niðurstöður úr reikninum eru ekki umsókn og geta ekki gefið loforð um pláss,“ segir í tilkynningunni.
Reykjavík Borgarstjórn Leikskólar Skóla - og menntamál Stafræn þróun Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Sjá meira