Janelle del Rosario og María Cabardo komu til landsins á sunnudaginn og ætla sér að vera hér í nokkra daga í viðbót. Hvar þær gista næstu nætur vita þær ekki í ljósi atburða dagsins.
Hvert er förinni heitið núna?
„Við reyndum að senda Booking.com beiðni um að fá aðra gistingu. Nú bíðum við eftir svari frá þeim,“ segir Janelle del Rosario.
María segir þær ekki hafa hugmynd um hvar þær verða í nótt.
„Við ætlum að vera hérna í nokkra daga í viðbót vegna þess að við vorum búnar að skipuleggja ferð með leiðsögumanni. Svo komum við til baka úr ferðinni og fáum algjört sjokk þegar við komumst að því að við megum ekki fara inn. Eitthvað hefur komið fyrir,“ segir María.
Þannig að þið vitið ekkert hvar þið verðið í nótt?
„Ekki enn. Við erum að reyna að finna út úr því,“ segir Janelle.