„Ólafur Ragnar úr Næturvaktinni“ vann BKG og er efstur Íslendinga í 24.1 Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. mars 2024 08:31 Björgvin Karl Guðmundsson varð að sætta sig við annað sætið á eftir huldumanninum Lina Linasyni. Samsett/CrossFit/@bk_gudmundsson Keppendur í The Open hafa nú skilað inn árangri sínum í fyrsta hlutanum af þremur og það er óhætt að segja að þar séu óvæntir hlutir að gerast karlamegin. Björgvin Karl Guðmundsson er nefnilega ekki efstur íslenskra karla eftir fyrsta hlutann í undankeppni heimsleikanna í CrossFit. Sá Íslendingur sem er efstur keppir undir leyninafni og notar enn fremur mynd af þekktri sjónvarpsþáttapersónu. Björgvin Karl hefur haft mikla yfirburði meðal íslensku strákanna undanfarin áratug og er í hópi bestu CrossFit karla heims. Þetta var ekki alveg hans æfing því hann var ekki nálægt því að vera efstur Íslendinga. Sá sem er með bestan árangur af íslensku strákunum keppir undir mynd af Ólafi Ragnari úr Næturvaktinni og undir leyninafninu Lini Linason. Hann kláraði æfingu 24.1 á sex mínútum og fjórum sekúndum og endaði í 38. sæti í heiminum í æfingunni. Björgvin Karl, BKG, er í 139. sæti og því meira en hundrað sætum á eftir. Björgvin kláraði á sex mínútum og 23 sekúndum. Enginn annar íslenskur karl er meðal fimm hundruð efstu en þriðji af Íslendingum er Óskar Marinó Jónsson úr CrossFit Suðurnesja í 578. sæti. Óskar kláraði á sex mínútum og 46 sekúndum. Fjórði er Bergur Sverrisson (849. sæti) og fimmti er handbolta- og fótboltadómarinn Sigurður Hjörtur Þrastarson úr CrossFit Norður (1003. sæti). Vísir ætlar samt að svipta hulunni af Lini Linasyni sem er skráður undir því nafni í opinberri skráningu hjá CrossFit samtökunum. Samkvæmt upplýsingum okkar er þar á ferðinni hinn 27 ára gamli Ívar Sigurbjörnsson. Fyrir þá sem eru búnir að gleyma eða voru of ungir til að muna eftir þáttunum um Næturvaktina, Dagvaktina og Fangavaktina þá var Ólafur Ragnar Hannesson starfsmaður á næturvakt bensínstöðvar Skeljungs við Laugaveg. Hann átti lítinn bláan jeppa sem hann kallaði Læðuna og var oft fórnarlamb illkvittni Georgs Bjarnfreðarsonar. Þættirnir um Næturvaktina slógu í gegn á Stöð 2 árið 2007 og í framhaldinu voru gerðir bæði þættirnir um Dagvaktina og Fangavaktina sem fjalla um sömu persónurnar. CrossFit Mest lesið Hafa verið þrettán ár af lygum Enski boltinn Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? Íslenski boltinn Laus frá Man. United og vaknar brosandi á hverjum morgni Fótbolti Fékk heilablóðfall stuttu eftir að hún skrifaði undir hjá Barcelona Fótbolti Barðist við tárin þegar hann kvaddi Íslenski boltinn Messi með sigurmarkið í sautján stiga frosti: „Ekki mannlegar aðstæður“ Fótbolti Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig Íslenski boltinn Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Körfubolti „Þetta er einstakur strákur“ Íslenski boltinn Sjáðu þrennu Mbappé, markaveislu PSG og dramatíkina hjá Juve og PSV Fótbolti Fleiri fréttir Víkingar kæmust í 960 milljónir Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins „Þetta er einstakur strákur“ Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Barðist við tárin þegar hann kvaddi Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? Anníe Mist ekki sú eina sem fórnar sér til að kalla fram breytingar Sjáðu þrennu Mbappé, markaveislu PSG og dramatíkina hjá Juve og PSV Hafa verið þrettán ár af lygum Laus frá Man. United og vaknar brosandi á hverjum morgni Messi með sigurmarkið í sautján stiga frosti: „Ekki mannlegar aðstæður“ Fékk heilablóðfall stuttu eftir að hún skrifaði undir hjá Barcelona Dagskráin í dag: Tekst Víkingum hið ómögulega? Sjö kærðir vegna ítrekaðra innbrota hjá íþróttastjörnum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ PSV áfram á kostnað Juventus „Fullkomið kvöld“ „Það tala allir um toppliðin þrjú og við höfum ekki verið í þeirri umræðu“ Haukar halda sér í toppbaráttunni PSG slátraði Brest á leið sinni í 16-liða úrslit Janus Daði öflugur í súru tapi Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 94-80 | Sigurganga Njarðvíkur heldur áfram Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Mbappé magnaður og meistararnir áfram Sjá meira
Björgvin Karl Guðmundsson er nefnilega ekki efstur íslenskra karla eftir fyrsta hlutann í undankeppni heimsleikanna í CrossFit. Sá Íslendingur sem er efstur keppir undir leyninafni og notar enn fremur mynd af þekktri sjónvarpsþáttapersónu. Björgvin Karl hefur haft mikla yfirburði meðal íslensku strákanna undanfarin áratug og er í hópi bestu CrossFit karla heims. Þetta var ekki alveg hans æfing því hann var ekki nálægt því að vera efstur Íslendinga. Sá sem er með bestan árangur af íslensku strákunum keppir undir mynd af Ólafi Ragnari úr Næturvaktinni og undir leyninafninu Lini Linason. Hann kláraði æfingu 24.1 á sex mínútum og fjórum sekúndum og endaði í 38. sæti í heiminum í æfingunni. Björgvin Karl, BKG, er í 139. sæti og því meira en hundrað sætum á eftir. Björgvin kláraði á sex mínútum og 23 sekúndum. Enginn annar íslenskur karl er meðal fimm hundruð efstu en þriðji af Íslendingum er Óskar Marinó Jónsson úr CrossFit Suðurnesja í 578. sæti. Óskar kláraði á sex mínútum og 46 sekúndum. Fjórði er Bergur Sverrisson (849. sæti) og fimmti er handbolta- og fótboltadómarinn Sigurður Hjörtur Þrastarson úr CrossFit Norður (1003. sæti). Vísir ætlar samt að svipta hulunni af Lini Linasyni sem er skráður undir því nafni í opinberri skráningu hjá CrossFit samtökunum. Samkvæmt upplýsingum okkar er þar á ferðinni hinn 27 ára gamli Ívar Sigurbjörnsson. Fyrir þá sem eru búnir að gleyma eða voru of ungir til að muna eftir þáttunum um Næturvaktina, Dagvaktina og Fangavaktina þá var Ólafur Ragnar Hannesson starfsmaður á næturvakt bensínstöðvar Skeljungs við Laugaveg. Hann átti lítinn bláan jeppa sem hann kallaði Læðuna og var oft fórnarlamb illkvittni Georgs Bjarnfreðarsonar. Þættirnir um Næturvaktina slógu í gegn á Stöð 2 árið 2007 og í framhaldinu voru gerðir bæði þættirnir um Dagvaktina og Fangavaktina sem fjalla um sömu persónurnar.
CrossFit Mest lesið Hafa verið þrettán ár af lygum Enski boltinn Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? Íslenski boltinn Laus frá Man. United og vaknar brosandi á hverjum morgni Fótbolti Fékk heilablóðfall stuttu eftir að hún skrifaði undir hjá Barcelona Fótbolti Barðist við tárin þegar hann kvaddi Íslenski boltinn Messi með sigurmarkið í sautján stiga frosti: „Ekki mannlegar aðstæður“ Fótbolti Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig Íslenski boltinn Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Körfubolti „Þetta er einstakur strákur“ Íslenski boltinn Sjáðu þrennu Mbappé, markaveislu PSG og dramatíkina hjá Juve og PSV Fótbolti Fleiri fréttir Víkingar kæmust í 960 milljónir Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins „Þetta er einstakur strákur“ Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Barðist við tárin þegar hann kvaddi Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? Anníe Mist ekki sú eina sem fórnar sér til að kalla fram breytingar Sjáðu þrennu Mbappé, markaveislu PSG og dramatíkina hjá Juve og PSV Hafa verið þrettán ár af lygum Laus frá Man. United og vaknar brosandi á hverjum morgni Messi með sigurmarkið í sautján stiga frosti: „Ekki mannlegar aðstæður“ Fékk heilablóðfall stuttu eftir að hún skrifaði undir hjá Barcelona Dagskráin í dag: Tekst Víkingum hið ómögulega? Sjö kærðir vegna ítrekaðra innbrota hjá íþróttastjörnum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ PSV áfram á kostnað Juventus „Fullkomið kvöld“ „Það tala allir um toppliðin þrjú og við höfum ekki verið í þeirri umræðu“ Haukar halda sér í toppbaráttunni PSG slátraði Brest á leið sinni í 16-liða úrslit Janus Daði öflugur í súru tapi Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 94-80 | Sigurganga Njarðvíkur heldur áfram Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Mbappé magnaður og meistararnir áfram Sjá meira