Glöggir aðdáendur formúlunnar vöktu athygli á meintum líkindum þeirra Vilhjálms og Jos í Facebook hópi aðdáenda formúlunnar. Jos Verstappen hefur verið mikið í fréttum að undanförnu vegna innanhúserja innan Red Bull liðsins sem hefur farið með himinskautum í íþróttinni undanfarin ár.

Þar hefur Jos lýst því yfir opinberlega að hann vilji losna við Christian Horner liðsstjóra liðsins. Horner hefur sjálfur verið mikið í fréttum undanfarnar vikur en hann var til rannsóknar vegna óviðeigandi hegðunar í garð samstarfskonu.
Hann var hreinsaður af öllum ásökunum en daginn eftir var skilaboðum hans til konunnar lekið til fjölmiðla. Hann er giftur kryddpíunni Geri Halliwell sem mætti á formúluna í Bahrain síðustu helgi og var þar af flestum talin vera mætt til þess að stemma stigu við háværum skilnaðarorðrómum.
Jos var sjálfur ökumaður í formúlunni en þó aldrei eins sigursæll og sonur hans sem unnið hefur heimsmeistaratitilinn síðustu þrjú ár. Þá eiga þeir Jos og Vilhjálmur það sameiginlegt að segja alltaf sína meiningu. Hvorugur er hræddur við að taka slaginn þegar nauðsyn ber undir.
Fréttastofa bar það undir Vilhjálm hvort hann hefði áður fengið að heyra af því að hann ætti mögulegan tvífara í hinum hollenska Jos. „Nei veistu ég hef ekki fengið ábendingu um þessi samlíkingu og nei ég hef ekki fylgst mikið með formúlunni.“