Ég vil ekki skipta við Rapyd Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar 8. mars 2024 09:16 Ég er ein þeirra sem var illa brugðið við að lesa ummæli forstjóra Rapyd um að fyrirtækið stæði með Ísrael í stríðinu á Gaza, sama hver fórnarkostnaðurinn yrði meðal óbreyttra borgara. Síðar kom í ljós að þessi maður er líka stjórnarformaður útibús Rapyd á Íslandi. Ég fór að reyna að forðast viðskipti við Rapyd þegar ég gat en það er sannarlega ekki auðvelt. Rapyd er langstærsta fyrirtæki í færsluhirðingu á Íslandi og eina fjármálafyrirtækið sem kemur bæði að virkni greiðslukorta, hraðbanka og posa í verslunum. Þetta er í raun og veru ekki fyrirtæki sem neytendur á Íslandi hafa mikið val um að skipta við. Þegar ég svo frétti að Rapyd tæki beinan þátt í stríðinu og ætti í samstarfi við ísraelska herinn ákvað ég að reyna samt sem áður allt til að eiga ekki nein viðskipti við þetta fyrirtæki. Rapyd hefur hins vegar litla þolinmæði fyrir löngun neytenda til að ráða því við hvern þeir eiga í viðskiptum við og hefur fjarlægt merki sitt af öllum posum til að fela sig fyrir neytendum. Ef þú sérð ómerktan posa, þá er hann að öllum líkindum Rapyd posi. Þegar þú kaupir í matinn hjá Bónus, Hagkaup, Nettó, Samkaup, Kjörbúðinni, Krambúðinni, Extra, 10/11 og Iceland , þá ertu að versla við Rapyd. En sem betur fer eru margar matvöruverslanir ekki með Rapyd. Til dæmis Krónan, Heimkaup, Fjarðarkaup og Melabúðin. En víða úti á landi getur verið ómögulegt fyrir fólk að sleppa við Rapyd þótt það vilji, sem er óþolandi. Ef við þurfum að kaupa okkur húsgögn og annað til heimilisins er staðan aðeins betri því IKEA, Jysk, Ilva og Casa eru til dæmis ekki með Rapyd. Ekki heldur Bauhaus og Garðaland. Hins vegar eru því miður bæði Byko og Húsasmiðjan með Rapyd og þar með líka Blómaval. Það er sumsé erfitt að sinna daglegum nauðsynjum á Íslandi án þess að neyðast til að eiga í viðskiptum við Rapyd. Erfitt, en þó mögulegt, þökk sé fyrirtækjum sem skipta um færsluhirði. Greiðslukort Arion banka og Landsbankans tengjast Rapyd en greiðslukort frá Indó, Íslandsbanka og Kviku gera það ekki. Þar er því auðvelt að skipta. Eina leiðin til að taka út reiðufé á Íslandi án þess að Rapyd taki þar skerf af virðist hins vegar vera sú að fara til gjaldkera eða taka út peninga af sparnaðarreikningum í hraðbanka með rafrænum skilríkjum. Já, þú last rétt, það er ekki einu sinni hægt að taka út peninga með korti hjá Íslandsbanka (sem tengist annars ekki Rapyd) í hraðbanka frá Íslandsbanka, án þess að Rapyd eigi hlut að máli. Líklega mega neytendur á Íslandi þakka fyrir að þessu fyrirtæki hafi ekki verið falið að prenta peninga fyrir íslenska ríkið. Einna verst er þó að Ríkiskaup gerði samning árið 2021 við Valitor sem í dag er Rapyd. Nýbúið er að framlengja samninginn fyrir hönd 160 ríkisstofnana, þar á meðal eru sjúkrahús, heilsugæslur, skólar og sýslumenn. (Allt saman auðvitað stofnanir sem forstjóra Rapyd þætti ásættanlegur fórnarkostnaður í stríði.) Þætti okkur það í lagi ef Ríkiskaup skipti við fyrirtæki í rússneskri eigu, með forstjóra sem hefði lýst yfir opinberum stuðningi við innrásina í Úkraínu? Hér gildir því að borga annað hvort með reiðufé eða biðja um reikning í heimabanka. Það er vel hægt að lágmarka viðskipti sín við Rapyd þótt enn sé erfitt að sleppa þeim alveg. Sem betur fer verður það auðveldara með hverri vikunni því fjöldi stjórnenda og eigenda fyrirtækja vilja ekki frekar en ég senda peningana sína til fyrirtækis sem tekur beinan þátt í stríði. Á vefsíðunni www.hirdir.is getur þú séð hvort verslunin sem þú ferð oftast í sé með Rapyd. Sniðganga á Rapyd er eitt af því fáa sem við, almenningur á Íslandi, getur gert til að þrýsta á að stríðinu á Gaza ljúki sem fyrst og að þeir sem taka beinan þátt í þjóðarmorði þurfi að svara fyrir gjörðir sínar. Höfundur hefur áhyggjur af því samfélagi sem hafnar ekki stríðsglæpum og þjóðarmorði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Átök í Ísrael og Palestínu Greiðslumiðlun Mest lesið Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Skoðun Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Er fótbolti að verða vélmennafótbolti? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðisþjónusta og fiskur – er einhver tenging? Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í hjúkrun Ólafur Guðbjörn Skúlason skrifar Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Dýrafræði hlutabréfamarkaðarins Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Alvöru mamma Anna Margrét Hrólfsdóttir skrifar Skoðun Í nafni skilvirkni – á kostnað menntunar Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Var þetta planið í geðheilbrigðisþjónustu? Berglind Sunna Bragadóttir skrifar Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann skrifar Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Atvinnuleysisbætur sem hluti af velferðarkerfinu Steinar Harðarson skrifar Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Örn Pálmason skrifar Skoðun Tölum aðeins um einhverfu Trausti Dagsson skrifar Skoðun Það sem sést, og það sem ekki sést Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Sjá meira
Ég er ein þeirra sem var illa brugðið við að lesa ummæli forstjóra Rapyd um að fyrirtækið stæði með Ísrael í stríðinu á Gaza, sama hver fórnarkostnaðurinn yrði meðal óbreyttra borgara. Síðar kom í ljós að þessi maður er líka stjórnarformaður útibús Rapyd á Íslandi. Ég fór að reyna að forðast viðskipti við Rapyd þegar ég gat en það er sannarlega ekki auðvelt. Rapyd er langstærsta fyrirtæki í færsluhirðingu á Íslandi og eina fjármálafyrirtækið sem kemur bæði að virkni greiðslukorta, hraðbanka og posa í verslunum. Þetta er í raun og veru ekki fyrirtæki sem neytendur á Íslandi hafa mikið val um að skipta við. Þegar ég svo frétti að Rapyd tæki beinan þátt í stríðinu og ætti í samstarfi við ísraelska herinn ákvað ég að reyna samt sem áður allt til að eiga ekki nein viðskipti við þetta fyrirtæki. Rapyd hefur hins vegar litla þolinmæði fyrir löngun neytenda til að ráða því við hvern þeir eiga í viðskiptum við og hefur fjarlægt merki sitt af öllum posum til að fela sig fyrir neytendum. Ef þú sérð ómerktan posa, þá er hann að öllum líkindum Rapyd posi. Þegar þú kaupir í matinn hjá Bónus, Hagkaup, Nettó, Samkaup, Kjörbúðinni, Krambúðinni, Extra, 10/11 og Iceland , þá ertu að versla við Rapyd. En sem betur fer eru margar matvöruverslanir ekki með Rapyd. Til dæmis Krónan, Heimkaup, Fjarðarkaup og Melabúðin. En víða úti á landi getur verið ómögulegt fyrir fólk að sleppa við Rapyd þótt það vilji, sem er óþolandi. Ef við þurfum að kaupa okkur húsgögn og annað til heimilisins er staðan aðeins betri því IKEA, Jysk, Ilva og Casa eru til dæmis ekki með Rapyd. Ekki heldur Bauhaus og Garðaland. Hins vegar eru því miður bæði Byko og Húsasmiðjan með Rapyd og þar með líka Blómaval. Það er sumsé erfitt að sinna daglegum nauðsynjum á Íslandi án þess að neyðast til að eiga í viðskiptum við Rapyd. Erfitt, en þó mögulegt, þökk sé fyrirtækjum sem skipta um færsluhirði. Greiðslukort Arion banka og Landsbankans tengjast Rapyd en greiðslukort frá Indó, Íslandsbanka og Kviku gera það ekki. Þar er því auðvelt að skipta. Eina leiðin til að taka út reiðufé á Íslandi án þess að Rapyd taki þar skerf af virðist hins vegar vera sú að fara til gjaldkera eða taka út peninga af sparnaðarreikningum í hraðbanka með rafrænum skilríkjum. Já, þú last rétt, það er ekki einu sinni hægt að taka út peninga með korti hjá Íslandsbanka (sem tengist annars ekki Rapyd) í hraðbanka frá Íslandsbanka, án þess að Rapyd eigi hlut að máli. Líklega mega neytendur á Íslandi þakka fyrir að þessu fyrirtæki hafi ekki verið falið að prenta peninga fyrir íslenska ríkið. Einna verst er þó að Ríkiskaup gerði samning árið 2021 við Valitor sem í dag er Rapyd. Nýbúið er að framlengja samninginn fyrir hönd 160 ríkisstofnana, þar á meðal eru sjúkrahús, heilsugæslur, skólar og sýslumenn. (Allt saman auðvitað stofnanir sem forstjóra Rapyd þætti ásættanlegur fórnarkostnaður í stríði.) Þætti okkur það í lagi ef Ríkiskaup skipti við fyrirtæki í rússneskri eigu, með forstjóra sem hefði lýst yfir opinberum stuðningi við innrásina í Úkraínu? Hér gildir því að borga annað hvort með reiðufé eða biðja um reikning í heimabanka. Það er vel hægt að lágmarka viðskipti sín við Rapyd þótt enn sé erfitt að sleppa þeim alveg. Sem betur fer verður það auðveldara með hverri vikunni því fjöldi stjórnenda og eigenda fyrirtækja vilja ekki frekar en ég senda peningana sína til fyrirtækis sem tekur beinan þátt í stríði. Á vefsíðunni www.hirdir.is getur þú séð hvort verslunin sem þú ferð oftast í sé með Rapyd. Sniðganga á Rapyd er eitt af því fáa sem við, almenningur á Íslandi, getur gert til að þrýsta á að stríðinu á Gaza ljúki sem fyrst og að þeir sem taka beinan þátt í þjóðarmorði þurfi að svara fyrir gjörðir sínar. Höfundur hefur áhyggjur af því samfélagi sem hafnar ekki stríðsglæpum og þjóðarmorði.
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar