Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.
Tilkynning um slysið barst klukkan tuttugu mínútur yfir sex í gær og maðurinn var fluttur á Landspítalann. Hann var úrskurðaður látinn skömmu eftir komuna þangað.
Í tilkynningu frá lögreglunni segir að ekki sé hægt að greina frá nafni mansins að svo stöddu en málið er nú til rannsóknar hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu og Rannsóknarnefnd samgönguslysa.
Um er að ræða áttunda banaslysið í umferðinni það sem af er ári.