Mánudagsdrykkurinn
Innihald:
Handfylli af grænu salati. Má vera ferskt eða frosið
2 bollar vatn
1/2 epli
1/2 bolli frosinn ananas
Minntu blöð eftir smekk
2 kíví
Skeið af Kollagen dufti @feeliceland (valfrjálst)
1 msk hampfræ (valfrjálst)
Aðferð:
Blanda öllu saman vel í góðum blandara
Hellið í glös- skemmir ekki að setja nokkra klaka út í drykkinn.