„Vorum flatir, andlausir og þetta var gjörsamlega til háborinnar skammar“ Andri Már Eggertsson skrifar 11. mars 2024 21:26 Viðar Örn Hafsteinsson, þjálfari Hattar, var virkilega ósáttur eftir 39 stiga tap gegn Keflavík VÍSIR/BÁRA Höttur steinlá gegn Keflavík á útivelli 110-71. Viðar Örn Hafsteinsson, þjálfari Hattar, var langt frá því að vera sáttur út í sitt lið eftir 39 stiga tap. Höttur steinlá gegn Keflavík á útivelli 110-71. Viðar Örn Hafsteinsson, þjálfari Hattar, var hálf orðlaus eftir 39 stiga tap. „Við vorum hörmulegir. Þetta var léleg frammistaða gegn góðu liði Keflavíkur,“ sagði Viðar aðspurður hvað útskýrði þessa niðurlægingu. Viðar sagði að varnaráherslur Hattar hafi ekki verið ástæðan fyrir þessu stóra tapi gegn Keflavík í kvöld. „Við mættum ekki til leiks þannig það skipti engu máli hvað við ætluðum að spila. Við lögðumst niður strax í byrjun.“ Pétur Ingvarsson, þjálfari Keflavíkur, sagðist í viðtali að hann hafa fundið fyrir andleysi Hattar strax í upphitun en Viðar sagði að það hafi gerst í flugvélinni á leiðinni frá Egilsstöðum. „Við vorum ekki með í dag. Við vorum flatir, andlausir og þetta var gjörsamlega til háborinnar skammar. Ætli þetta hafi ekki bara farið frá okkur í flugvélinni.“ Höttur var 23 stigum undir í hálfleik og gestunum tókst ekki að saxa niður forskot Keflavíkur í síðari hálfleik heldur náðu heimamenn að bæta í. Viðar sagði að stundum einfaldlega koma svona leikir. „Við ætluðum að reyna að kveikja á okkur en stundum koma svona dagar. Við þurftum að eiga algjöran toppleik gegn Keflavík en vorum langt frá því í dag. Ég er vonsvikinn og orðlaus yfir þessari frammistöðu.“ Þetta var þriðja tap Hattar í röð en þrátt fyrir það taldi Viðar möguleikana góða að ná sæti í úrslitakeppninni. „Ég met þá góða þar sem við eigum þrjá leiki eftir gegn liðunum sem eru í kringum okkur í deildinni. Við eigum Hauka, Tindastól og Álftanes eftir. Við eigum Hauka á fimmtudaginn og þurfum að fara að einbeita okkur að því.“ Aðspurður hvernig ferðalagið heim væri eftir 39 stiga tap sagði hann að það væri bara alveg eins og alltaf. „Það er bara eins og alltaf. Við fljúgum í fyrramálið á Egilsstaði. Svo mæta menn í vinnuna og við undirbúum okkur fyrir næsta leik. Þetta var bara einn leikur hvort sem hann tapaði með 1 stigi, 39 stigi eða 50 stigum. Það er ekki vandamálið en andleysið og hugarfarið er eitthvað sem við þurfum að nálgast öðruvísi og virkilega vakna. Höttur Subway-deild karla Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Fótbolti Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Íslenski boltinn Hvorki zombie-bit né tattú Fótbolti Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Glódís ekki með í landsleikjunum Fótbolti Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Körfubolti Fleiri fréttir Haaland væntanlega úr leik í deildinni Brast ítrekað í grát og neitar öllum ásökunum um ofbeldi Í beinni: Haukar - Grindavík | Erfitt verkefni fyrir Grindvíkinga Í beinni: Keflavík - Tindastóll | Úrslitakeppnin hefst Saka klár í slaginn á ný McIlroy annar til að þéna hundrað milljónir á PGA-mótaröðinni Vildu sjá Kjartan Atla og Rúnar lenda í slag eins og í NBA Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Eldmóður í nýjum þjálfara: „Meira en spenntur“ Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Valgerður ekki af baki dottin: „Ég ætla í stóru beltin“ Hvorki zombie-bit né tattú Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Ekki þess virði að taka áhættu með Glódísi „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Glódís ekki með í landsleikjunum Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni Vill hópfjármögnun fyrir Antony Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Dagskráin í dag: Úrslitakeppnin af stað Búinn að skora gegn öllum en bíður enn eftir titli Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Sjá meira
Höttur steinlá gegn Keflavík á útivelli 110-71. Viðar Örn Hafsteinsson, þjálfari Hattar, var hálf orðlaus eftir 39 stiga tap. „Við vorum hörmulegir. Þetta var léleg frammistaða gegn góðu liði Keflavíkur,“ sagði Viðar aðspurður hvað útskýrði þessa niðurlægingu. Viðar sagði að varnaráherslur Hattar hafi ekki verið ástæðan fyrir þessu stóra tapi gegn Keflavík í kvöld. „Við mættum ekki til leiks þannig það skipti engu máli hvað við ætluðum að spila. Við lögðumst niður strax í byrjun.“ Pétur Ingvarsson, þjálfari Keflavíkur, sagðist í viðtali að hann hafa fundið fyrir andleysi Hattar strax í upphitun en Viðar sagði að það hafi gerst í flugvélinni á leiðinni frá Egilsstöðum. „Við vorum ekki með í dag. Við vorum flatir, andlausir og þetta var gjörsamlega til háborinnar skammar. Ætli þetta hafi ekki bara farið frá okkur í flugvélinni.“ Höttur var 23 stigum undir í hálfleik og gestunum tókst ekki að saxa niður forskot Keflavíkur í síðari hálfleik heldur náðu heimamenn að bæta í. Viðar sagði að stundum einfaldlega koma svona leikir. „Við ætluðum að reyna að kveikja á okkur en stundum koma svona dagar. Við þurftum að eiga algjöran toppleik gegn Keflavík en vorum langt frá því í dag. Ég er vonsvikinn og orðlaus yfir þessari frammistöðu.“ Þetta var þriðja tap Hattar í röð en þrátt fyrir það taldi Viðar möguleikana góða að ná sæti í úrslitakeppninni. „Ég met þá góða þar sem við eigum þrjá leiki eftir gegn liðunum sem eru í kringum okkur í deildinni. Við eigum Hauka, Tindastól og Álftanes eftir. Við eigum Hauka á fimmtudaginn og þurfum að fara að einbeita okkur að því.“ Aðspurður hvernig ferðalagið heim væri eftir 39 stiga tap sagði hann að það væri bara alveg eins og alltaf. „Það er bara eins og alltaf. Við fljúgum í fyrramálið á Egilsstaði. Svo mæta menn í vinnuna og við undirbúum okkur fyrir næsta leik. Þetta var bara einn leikur hvort sem hann tapaði með 1 stigi, 39 stigi eða 50 stigum. Það er ekki vandamálið en andleysið og hugarfarið er eitthvað sem við þurfum að nálgast öðruvísi og virkilega vakna.
Höttur Subway-deild karla Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Fótbolti Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Íslenski boltinn Hvorki zombie-bit né tattú Fótbolti Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Glódís ekki með í landsleikjunum Fótbolti Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Körfubolti Fleiri fréttir Haaland væntanlega úr leik í deildinni Brast ítrekað í grát og neitar öllum ásökunum um ofbeldi Í beinni: Haukar - Grindavík | Erfitt verkefni fyrir Grindvíkinga Í beinni: Keflavík - Tindastóll | Úrslitakeppnin hefst Saka klár í slaginn á ný McIlroy annar til að þéna hundrað milljónir á PGA-mótaröðinni Vildu sjá Kjartan Atla og Rúnar lenda í slag eins og í NBA Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Eldmóður í nýjum þjálfara: „Meira en spenntur“ Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Valgerður ekki af baki dottin: „Ég ætla í stóru beltin“ Hvorki zombie-bit né tattú Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Ekki þess virði að taka áhættu með Glódísi „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Glódís ekki með í landsleikjunum Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni Vill hópfjármögnun fyrir Antony Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Dagskráin í dag: Úrslitakeppnin af stað Búinn að skora gegn öllum en bíður enn eftir titli Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Sjá meira