Marinn eftir gest á árshátíð Hafnarfjarðar Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 12. mars 2024 15:08 Emmsjé Gauti kom fram á árshátíð Hafnarfjarðarbæjar liðna helgi. Vilhelm Gunnarsson Tónlistarmaðurinn Gauti Þeyr Másson, eða Emmsjé Gauti, lenti í því leiðinlega atviki síðastliðið laugardagskvöld að gestur á árshátíð Hafnarfjarðarbæjar henti nikótíndollu í hausinn á honum. Gauti fékk kúlu og mar eftir höggið. Gauti var á meðal skemmtikrafta á árshátíðinni sem fram fór á Ásvöllum. Atvikið setti svartan blett á fögnuð Hafnfirðinga. Gauti var að syngja á sviðinu þegar atvikið varð. Hann segir manninn hafa reynt að kasta fleiri hlutum í sig áður en hann hafi hitt í höfðuðið á honum. Hann hafi í kjölfarið ákveðið að stoppa lagið og ræða við hann. „Ég sturlast og stoppa lagið. Ég finn þennan gaur, gríp í hann og spyr hvað hann hafi verið að gera. Það endar með því að ég tók míkrafóninn og bankaði lauslega í hausinn á honum svo það heyrðist í salnum. Það var samt aldrei þannig að ég ætlaði að meiða hann. Það fauk bara í mig,“ segir Gauti í samtali við Vísi. Hann segist hafa farið aftur upp á svið og klárað lagið. Að loknu giggi hafi Gauti frétt af því að manninum hafi verið vísað út. Þá segir hann erfitt að vita hvernig eigi að bregðast við í slíkum aðstæðum. „Þar sem maður er með fullt af fólki fyrir framan mann sem maður vill ekki bregðast. Ef þér finnst ég leiðinlegur farðu á klósettið eða út í sígó, ekki reyna að rota mig,“ segir Gauti á léttum nótum. Gauti grínaðist með það við gesti að það hafi komið upp smá Breiðholt í honum en hann ólst upp í Breiðholti. „Ég var aðeins að reyna að létta moodið,“ segir Gauti. Hafnarfjörður Tónlist Tengdar fréttir Öllu tjaldað til á árshátíð Hafnarfjarðarbæjar Árshátíð Hafnarfjarðarbæjar var haldin með pompi og prakt á laugardagskvöld á Ásvöllum. Um 1500 manns mættu í gleðskapinn og komust færri að en vildu. Þema kvöldsins var konunglegt eða Royal og klæddust gestir sínu fínasta pússi. 11. mars 2024 18:00 Mest lesið „Ég persónulega fílaði þetta ekkert í botn“ Lífið VÆB mögulega með sumarhittara ársins? Lífið Segir frumburðinn með nefið hans pabba Lífið Jón Steinar selur sumarparadís með útsýni að Heklu Lífið Rúrik á batavegi eftir aðgerð Lífið Taylor sögð hóta Kanye lögsókn Lífið Fréttatía vikunnar: Esjan, Icelandair og enski boltinn Lífið „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Lífið Joey Christ og Alma selja íbúðina Lífið „Það hefur verið reynt að hafa áhrif á ráðningu mína“ Lífið Fleiri fréttir Var kölluð „kúkur“ og „súkkulaði“ Fréttatía vikunnar: Esjan, Icelandair og enski boltinn „Ég persónulega fílaði þetta ekkert í botn“ Taylor sögð hóta Kanye lögsókn Joey Christ og Alma selja íbúðina Stjörnum prýdd kynning enska boltans Jón Steinar selur sumarparadís með útsýni að Heklu „Það hefur verið reynt að hafa áhrif á ráðningu mína“ Segir frumburðinn með nefið hans pabba VÆB mögulega með sumarhittara ársins? Rúrik á batavegi eftir aðgerð Grey‘s Anatomy-stjarna greindist með MND Fólki þyki erfiðast að setja mæðrum og tengdamæðrum mörk Stóri bróðir skammar Rourke: „Ef ég verð lengur en fjóra daga þá verðurðu ekki hinsegin lengur“ Huggulegustu leikarar landsins undir einu þaki Ofurskvísur eins klæddar á ofurskvísuæfingu Mundi ekki hver stýrði Newcastle United um aldamótin Einstök geymslutiltekt á Birkimel: „Hlutirnir hjálpa mér að muna“ Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Stórglæsilegir vinningar í Páskabingói Blökastsins „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Draumur breska þríeykisins rætist á Húsavík Pitsurnar til styrktar minningarsjóðnum rjúka út Eyddu undir hundrað þúsund krónum í matarinnkaup í desember Heillandi sumarhús úr smiðju Leifs Welding: Jensen rúm fylgir með kaupunum Sjá meira
Gauti var á meðal skemmtikrafta á árshátíðinni sem fram fór á Ásvöllum. Atvikið setti svartan blett á fögnuð Hafnfirðinga. Gauti var að syngja á sviðinu þegar atvikið varð. Hann segir manninn hafa reynt að kasta fleiri hlutum í sig áður en hann hafi hitt í höfðuðið á honum. Hann hafi í kjölfarið ákveðið að stoppa lagið og ræða við hann. „Ég sturlast og stoppa lagið. Ég finn þennan gaur, gríp í hann og spyr hvað hann hafi verið að gera. Það endar með því að ég tók míkrafóninn og bankaði lauslega í hausinn á honum svo það heyrðist í salnum. Það var samt aldrei þannig að ég ætlaði að meiða hann. Það fauk bara í mig,“ segir Gauti í samtali við Vísi. Hann segist hafa farið aftur upp á svið og klárað lagið. Að loknu giggi hafi Gauti frétt af því að manninum hafi verið vísað út. Þá segir hann erfitt að vita hvernig eigi að bregðast við í slíkum aðstæðum. „Þar sem maður er með fullt af fólki fyrir framan mann sem maður vill ekki bregðast. Ef þér finnst ég leiðinlegur farðu á klósettið eða út í sígó, ekki reyna að rota mig,“ segir Gauti á léttum nótum. Gauti grínaðist með það við gesti að það hafi komið upp smá Breiðholt í honum en hann ólst upp í Breiðholti. „Ég var aðeins að reyna að létta moodið,“ segir Gauti.
Hafnarfjörður Tónlist Tengdar fréttir Öllu tjaldað til á árshátíð Hafnarfjarðarbæjar Árshátíð Hafnarfjarðarbæjar var haldin með pompi og prakt á laugardagskvöld á Ásvöllum. Um 1500 manns mættu í gleðskapinn og komust færri að en vildu. Þema kvöldsins var konunglegt eða Royal og klæddust gestir sínu fínasta pússi. 11. mars 2024 18:00 Mest lesið „Ég persónulega fílaði þetta ekkert í botn“ Lífið VÆB mögulega með sumarhittara ársins? Lífið Segir frumburðinn með nefið hans pabba Lífið Jón Steinar selur sumarparadís með útsýni að Heklu Lífið Rúrik á batavegi eftir aðgerð Lífið Taylor sögð hóta Kanye lögsókn Lífið Fréttatía vikunnar: Esjan, Icelandair og enski boltinn Lífið „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Lífið Joey Christ og Alma selja íbúðina Lífið „Það hefur verið reynt að hafa áhrif á ráðningu mína“ Lífið Fleiri fréttir Var kölluð „kúkur“ og „súkkulaði“ Fréttatía vikunnar: Esjan, Icelandair og enski boltinn „Ég persónulega fílaði þetta ekkert í botn“ Taylor sögð hóta Kanye lögsókn Joey Christ og Alma selja íbúðina Stjörnum prýdd kynning enska boltans Jón Steinar selur sumarparadís með útsýni að Heklu „Það hefur verið reynt að hafa áhrif á ráðningu mína“ Segir frumburðinn með nefið hans pabba VÆB mögulega með sumarhittara ársins? Rúrik á batavegi eftir aðgerð Grey‘s Anatomy-stjarna greindist með MND Fólki þyki erfiðast að setja mæðrum og tengdamæðrum mörk Stóri bróðir skammar Rourke: „Ef ég verð lengur en fjóra daga þá verðurðu ekki hinsegin lengur“ Huggulegustu leikarar landsins undir einu þaki Ofurskvísur eins klæddar á ofurskvísuæfingu Mundi ekki hver stýrði Newcastle United um aldamótin Einstök geymslutiltekt á Birkimel: „Hlutirnir hjálpa mér að muna“ Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Stórglæsilegir vinningar í Páskabingói Blökastsins „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Draumur breska þríeykisins rætist á Húsavík Pitsurnar til styrktar minningarsjóðnum rjúka út Eyddu undir hundrað þúsund krónum í matarinnkaup í desember Heillandi sumarhús úr smiðju Leifs Welding: Jensen rúm fylgir með kaupunum Sjá meira
Öllu tjaldað til á árshátíð Hafnarfjarðarbæjar Árshátíð Hafnarfjarðarbæjar var haldin með pompi og prakt á laugardagskvöld á Ásvöllum. Um 1500 manns mættu í gleðskapinn og komust færri að en vildu. Þema kvöldsins var konunglegt eða Royal og klæddust gestir sínu fínasta pússi. 11. mars 2024 18:00