Alfreð Gíslason er þjálfari þýska landsliðsins og gæti komist á Ólympíuleikana í fyrsta sinn sem þjálfari. Hann var síðast á Ólympíuleikunum sem leikmaður í Seoul árið 1988.
Þessi byrjun lofar góðu fyrir okkar mann sem fór með ungt þýskt landslið í undanúrslitin á Evrópumótinu í janúar.
Sigur þýska liðsins var nokkuð öruggur en liðið var þremur mörkum yfir í hálfleik, 16-13. Þjóðverjarnir keyrðu síðan yfir Alsír á lokakafla leiksins enda vann liðið seinni hálfleikinn 25-16
Hinn ungi Renars Uscins átti stórleik en hann skoraði tíu mörk úr þrettán skotum, Johannes Golla var með sjö mörk inn á línunni, Julian Köster skoraði fimm mörk og Lukas Mertens bætti við fjórum mörkum.
Í riðlinum eru einnig Króatía og Austurríki sem mætast seinna í kvöld. Tvær efstu þjóðirnar komast á Ólympíuleikanna.