Boðaðir á fund með Sádunum á bakvið LIV-mótaröðina Smári Jökull Jónsson skrifar 16. mars 2024 20:45 Jordan Spieth og Tiger Woods verða kallaðir til fundar á næstunni. Vísir/Getty Samruni PGA og LIV-mótaraðanna í golfi hefur tekið lengri tíma en áætlað var. Nú þurfa kylfingarnir sjálfir að setjast niður við fundarborðið. Greint var frá fyrirhuguðum samruna mótaraðanna síðasta sumar en mikill ágreiningur hafði þá ríkt á milli kylfinga sem leikið höfðu á LIV-mótaröðinni og þeirra sem völdu að halda sig á hinni klassísku PGA-mótaröð. LIV-mótaröðin er styrkt af sádiarabískum yfirvöldum og margir kylfingar vildu ekki taka þátt í íþróttahvítþvottinum sem þeir vildu meina á mótaröðin væri. Það kom því nokkuð á óvart þegar tilkynnt var um samruna mótaraðanna í júní. Síðan þá hefur lítið gerst og á blaðamannafundi á þriðjudag sagði Jay Monahan, æðsti maður PGA-mótaraðarinnar, að lítið væri að frétta. „Viðræður standa yfir, meira en svo get ég ekki sagt. Ég skil að þið hafið vonast eftir frekari upplýsingum en ég get ekki farið í smáatriði akkúrat núna,“ sagði Monahan en þetta var í fyrsta skipti í sjö mánuði sem hann ræddi við fjölmiðla. Kylfingarnir til viðræðna Golfheimurinn er í raun klofinn þar sem stigin sem kylfingar á LIV-mótaröðinni vinna sér inn telja ekki á heimslistanum. Markmiðið er að finna lausn sem hentar báðum mótaröðum en enn er enginn samningur í höfn. Hingað til hafa kylfingarnir sjálfir ekki verið hluti af samningaviðræðum en það mun líklega breytast á næstunni. „Við höfum verið hvattir til að mögulega hitta þá,“ sagði Jordan Spieth sem er í stjórn nýrrar deildar PGA-mótaraðarinnar sem kallast PGA Tour Enterprises. Ásamt Spieth eru þeir Tiger Woods, Patrick Cantlay, Peter Malnati, Adam Scott og Webb Simpson í forsvari og búist er við að þeir verði kallaðir til fundar. „Ég veit ekki hvort ég get sagt mikið meira. Við teljum að við sem sitjum í stjórn ættum að vera upplýstir um gang mála,“ bætti Spieth við. Mest lesið Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Uppgjörið: Valur - Grindavík 94-89| Valsarar sluppu fyrir horn Körfubolti Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Sport Uppgjör: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Körfubolti Jota hetjan þegar Liverpool náði aftur tólf stiga forystu Sport Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 Íslenski boltinn Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla Íslenski boltinn Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Íslenski boltinn Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Íslenski boltinn Fleiri fréttir McIlroy meiddur í aðdraganda Masters McIlroy annar til að þéna hundrað milljónir á PGA-mótaröðinni Gunnlaugur Árni í hóp fjörutíu bestu í heimi Tiger og Trump staðfesta sambandið Gunnlaugur Árni fagnaði og fer í hóp fimmtíu bestu McIlroy vann einvígið en Spaun fór í vatnið Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Spaun með naumt forskot á Players en McIlroy á enn möguleika Justin Thomas jafnaði vallarmetið á öðrum degi Players Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar McIlroy tók síma af gjammandi áhorfanda Tiger Woods sleit hásin Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Sjá meira
Greint var frá fyrirhuguðum samruna mótaraðanna síðasta sumar en mikill ágreiningur hafði þá ríkt á milli kylfinga sem leikið höfðu á LIV-mótaröðinni og þeirra sem völdu að halda sig á hinni klassísku PGA-mótaröð. LIV-mótaröðin er styrkt af sádiarabískum yfirvöldum og margir kylfingar vildu ekki taka þátt í íþróttahvítþvottinum sem þeir vildu meina á mótaröðin væri. Það kom því nokkuð á óvart þegar tilkynnt var um samruna mótaraðanna í júní. Síðan þá hefur lítið gerst og á blaðamannafundi á þriðjudag sagði Jay Monahan, æðsti maður PGA-mótaraðarinnar, að lítið væri að frétta. „Viðræður standa yfir, meira en svo get ég ekki sagt. Ég skil að þið hafið vonast eftir frekari upplýsingum en ég get ekki farið í smáatriði akkúrat núna,“ sagði Monahan en þetta var í fyrsta skipti í sjö mánuði sem hann ræddi við fjölmiðla. Kylfingarnir til viðræðna Golfheimurinn er í raun klofinn þar sem stigin sem kylfingar á LIV-mótaröðinni vinna sér inn telja ekki á heimslistanum. Markmiðið er að finna lausn sem hentar báðum mótaröðum en enn er enginn samningur í höfn. Hingað til hafa kylfingarnir sjálfir ekki verið hluti af samningaviðræðum en það mun líklega breytast á næstunni. „Við höfum verið hvattir til að mögulega hitta þá,“ sagði Jordan Spieth sem er í stjórn nýrrar deildar PGA-mótaraðarinnar sem kallast PGA Tour Enterprises. Ásamt Spieth eru þeir Tiger Woods, Patrick Cantlay, Peter Malnati, Adam Scott og Webb Simpson í forsvari og búist er við að þeir verði kallaðir til fundar. „Ég veit ekki hvort ég get sagt mikið meira. Við teljum að við sem sitjum í stjórn ættum að vera upplýstir um gang mála,“ bætti Spieth við.
Mest lesið Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Uppgjörið: Valur - Grindavík 94-89| Valsarar sluppu fyrir horn Körfubolti Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Sport Uppgjör: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Körfubolti Jota hetjan þegar Liverpool náði aftur tólf stiga forystu Sport Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 Íslenski boltinn Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla Íslenski boltinn Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Íslenski boltinn Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Íslenski boltinn Fleiri fréttir McIlroy meiddur í aðdraganda Masters McIlroy annar til að þéna hundrað milljónir á PGA-mótaröðinni Gunnlaugur Árni í hóp fjörutíu bestu í heimi Tiger og Trump staðfesta sambandið Gunnlaugur Árni fagnaði og fer í hóp fimmtíu bestu McIlroy vann einvígið en Spaun fór í vatnið Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Spaun með naumt forskot á Players en McIlroy á enn möguleika Justin Thomas jafnaði vallarmetið á öðrum degi Players Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar McIlroy tók síma af gjammandi áhorfanda Tiger Woods sleit hásin Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Sjá meira