Íslenskur matur Bjarni Jónsson skrifar 17. mars 2024 11:30 Bændur verða að tryggja að íslensk matvæli verði betur merkt því flestir neytendur vilja velja íslenskt vegna gæða og hreinleika. Við upprunamerkingar og innihaldslýsingar innfluttra matvæla eigum við ekki að hrökkva sem fullvalda þjóð, heldur setja okkur betri löggjöf í eigin landi. Það er sameiginlegt hagsmunamál framleiðenda matvæla, neytenda, stjórnvalda og ekki síður verslunarinnar og innflutningsaðila, að bæta merkingar á matvælum og tryggja þannig betur rétt neytenda til upplýsinga um uppruna þeirra, framleiðsluhætti, lyfjanotkun og umhverfisáhrif. Að láta plata sig í búðinni Öll þekkjum við að hafa verið blekkt, svikin eða afvegaleidd með röngum eða villandi merkingum matvæla. Þar hefur ýmsum brellum verið beitt. Íslenski fáninn, merkingar sem benda til íslensks uppruna, íslensk vörumerki sem við þekkjum og höfum treyst í gegnum árin. Jafnvel afurðastöðvar í eigu bænda sem eru orðnar stórtækar í innflutningi matvæla, oftar en ekki í samkeppni við umbjóðendur sína og eigendur. Þar bregður gjarnan við þeim ljóta sið að gefa í skyn að mætvæli séu af íslenskum uppruna af því þeim sé pakkað á Íslandi. Slælegar eða rangar merkingar matvæla eru á stundum ekki af beittum ásetningi, heldur hreinu virðingarleysi fyrir neytendum og matvælaöryggi. Ef maður hefur ekki gleraugun með sér í búðina og rannsakar umbúðir vörunnar á allar hliðar, hvort þar leynist vísbendingar um erlendan uppruna hennar, jafnvel smágerður texti um upprunaland, á maður á hættu að vera plataður í góðri trú. Ástandið er síst betra á mörgum veitingastöðum þar sem starfsfólk getur gjarnan ekki svarað til um uppruna matvæla í réttum sem þeir bera fram. Hvers vegna eru íslensk matvæli ekki betur merkt? Bændasamtökin og neytendasamtökin hafa verið leiðandi í umræðu um bættar merkingar matvæla sem flutt eru til landsins og kallað eftir bæði uppfærðri og hertri löggjöf til að tryggja matvælaöryggi. Fullnægjandi innihaldslýsingar og upprunamerkingar. Reglum sem fylgt er eftir. En betur má ef duga skal. Hvers vegna hafa samtök bænda ekki fylgt því betur eftir að afurðastöðvar í þeirra eigu og margvíslegir milliliðir standi sig betur í að merkja íslensk matvæli? Til að „auðvelda neytendum að taka upplýstar ákvarðanir“ eins og Forsætisráðherra og starfandi landbúnaðarráðherra sagði við setningu Búnaðarþings, sem sagði ennfremur „að íslenskir neytendur vilji standa með innlendum landbúnaði.“ … „Og ef við treystum því að almenningur á Íslandi vilji standa með íslenskri framleiðslu þá þurfum við líka að hjálpa þeim sama almenningi að velja innlenda framleiðslu“ Þá kallaði hún eftir að merki að norrænni fyrirmynd sem Bændasamtökin útbjuggu með aðstoð stjórnvalda, einföld upprunamerking, „Ísland staðfest“ væri meira notað og að lítt sannfærandi væri að slíkt kostaði of mikið. Von er að spurt sé. Mega neytendur ekki vita um uppruna og innihald innfluttra matvæla? Til umræðu hefur verið hvort íslenskir neytendur búi við sömu vernd og aðrir neytendur á EES svæðinu og hefur sú spurning ekki síst leitað á þingmenn þeirra flokka sem leynt eða ljóst vinna áfram að inngöngu Íslands í ESB. Rataði sú umræða inn í þingsal Alþingis fyrir skemmstu. Í því sambandi er vert að nefna að EES samningurinn hefur einmitt verið nefndur til sögunnar sem helsta hindrun þess að við getum komið við nauðsynlegum lagabreytingum til verndar neytendum, til að styrkja matvælaöryggi. Fyrirstaða embættismanna tekur jú á sig ýmsar myndir. Að með bættum upprunamerkingum sé verið að mismuna framleiðendum matvæla í öðrum löndum þar sem matvælaeftirlit er oft á tíðum bágbornara og gæði matvæla lakari. Þetta er alsendis mikil firra sem aldrei fengist staðist ef á það reyndi fyrir dómstólum sem við höfum undirgengist um þessi efni, að okkur beri að halda upplýsingum um innihald og uppruna matvæla leyndum fyrir neytendum til að þóknast þeim sem telja sér hag í slíku, í stað þess að standa vörð um heilsu fólks, að það geti tekið upplýsta ákvörðun um val á mætvælum út frá hreinleika þeirra og uppruna. Höfundur er þingmaður Vinstri grænna í NV kjördæmi og formaður umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bjarni Jónsson Matvælaframleiðsla Vinstri græn Alþingi Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason skrifar Skoðun Augljós og sýnilegur ávinningur í styttingu biðlista Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Staðreyndir í útlendingamálum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um ferðaþjónustuna Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson skrifar Skoðun Þetta kostar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þrífætta svínið og auðlindarentan Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Er nóg að bara brjóta land? Þorvaldur Rúnarsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta til framtíðar: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Að kjósa taktískt Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Að standa vörð um þjóðina Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri í boði Sjálfstæðisflokksins Snorri Ingimarsson skrifar Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Náttúran er stærsta kosningamálið Skúli Skúlason skrifar Skoðun Ásýnd spillingar Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Pólitík í pípunum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hugsi eftir íbúafund gærdagsins Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðin er í húfi Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Drodzy Polacy Jóhann Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Fáránleg fjármálastjórn Sigurður Oddsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Sjá meira
Bændur verða að tryggja að íslensk matvæli verði betur merkt því flestir neytendur vilja velja íslenskt vegna gæða og hreinleika. Við upprunamerkingar og innihaldslýsingar innfluttra matvæla eigum við ekki að hrökkva sem fullvalda þjóð, heldur setja okkur betri löggjöf í eigin landi. Það er sameiginlegt hagsmunamál framleiðenda matvæla, neytenda, stjórnvalda og ekki síður verslunarinnar og innflutningsaðila, að bæta merkingar á matvælum og tryggja þannig betur rétt neytenda til upplýsinga um uppruna þeirra, framleiðsluhætti, lyfjanotkun og umhverfisáhrif. Að láta plata sig í búðinni Öll þekkjum við að hafa verið blekkt, svikin eða afvegaleidd með röngum eða villandi merkingum matvæla. Þar hefur ýmsum brellum verið beitt. Íslenski fáninn, merkingar sem benda til íslensks uppruna, íslensk vörumerki sem við þekkjum og höfum treyst í gegnum árin. Jafnvel afurðastöðvar í eigu bænda sem eru orðnar stórtækar í innflutningi matvæla, oftar en ekki í samkeppni við umbjóðendur sína og eigendur. Þar bregður gjarnan við þeim ljóta sið að gefa í skyn að mætvæli séu af íslenskum uppruna af því þeim sé pakkað á Íslandi. Slælegar eða rangar merkingar matvæla eru á stundum ekki af beittum ásetningi, heldur hreinu virðingarleysi fyrir neytendum og matvælaöryggi. Ef maður hefur ekki gleraugun með sér í búðina og rannsakar umbúðir vörunnar á allar hliðar, hvort þar leynist vísbendingar um erlendan uppruna hennar, jafnvel smágerður texti um upprunaland, á maður á hættu að vera plataður í góðri trú. Ástandið er síst betra á mörgum veitingastöðum þar sem starfsfólk getur gjarnan ekki svarað til um uppruna matvæla í réttum sem þeir bera fram. Hvers vegna eru íslensk matvæli ekki betur merkt? Bændasamtökin og neytendasamtökin hafa verið leiðandi í umræðu um bættar merkingar matvæla sem flutt eru til landsins og kallað eftir bæði uppfærðri og hertri löggjöf til að tryggja matvælaöryggi. Fullnægjandi innihaldslýsingar og upprunamerkingar. Reglum sem fylgt er eftir. En betur má ef duga skal. Hvers vegna hafa samtök bænda ekki fylgt því betur eftir að afurðastöðvar í þeirra eigu og margvíslegir milliliðir standi sig betur í að merkja íslensk matvæli? Til að „auðvelda neytendum að taka upplýstar ákvarðanir“ eins og Forsætisráðherra og starfandi landbúnaðarráðherra sagði við setningu Búnaðarþings, sem sagði ennfremur „að íslenskir neytendur vilji standa með innlendum landbúnaði.“ … „Og ef við treystum því að almenningur á Íslandi vilji standa með íslenskri framleiðslu þá þurfum við líka að hjálpa þeim sama almenningi að velja innlenda framleiðslu“ Þá kallaði hún eftir að merki að norrænni fyrirmynd sem Bændasamtökin útbjuggu með aðstoð stjórnvalda, einföld upprunamerking, „Ísland staðfest“ væri meira notað og að lítt sannfærandi væri að slíkt kostaði of mikið. Von er að spurt sé. Mega neytendur ekki vita um uppruna og innihald innfluttra matvæla? Til umræðu hefur verið hvort íslenskir neytendur búi við sömu vernd og aðrir neytendur á EES svæðinu og hefur sú spurning ekki síst leitað á þingmenn þeirra flokka sem leynt eða ljóst vinna áfram að inngöngu Íslands í ESB. Rataði sú umræða inn í þingsal Alþingis fyrir skemmstu. Í því sambandi er vert að nefna að EES samningurinn hefur einmitt verið nefndur til sögunnar sem helsta hindrun þess að við getum komið við nauðsynlegum lagabreytingum til verndar neytendum, til að styrkja matvælaöryggi. Fyrirstaða embættismanna tekur jú á sig ýmsar myndir. Að með bættum upprunamerkingum sé verið að mismuna framleiðendum matvæla í öðrum löndum þar sem matvælaeftirlit er oft á tíðum bágbornara og gæði matvæla lakari. Þetta er alsendis mikil firra sem aldrei fengist staðist ef á það reyndi fyrir dómstólum sem við höfum undirgengist um þessi efni, að okkur beri að halda upplýsingum um innihald og uppruna matvæla leyndum fyrir neytendum til að þóknast þeim sem telja sér hag í slíku, í stað þess að standa vörð um heilsu fólks, að það geti tekið upplýsta ákvörðun um val á mætvælum út frá hreinleika þeirra og uppruna. Höfundur er þingmaður Vinstri grænna í NV kjördæmi og formaður umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis.
Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar