„Kvótasetning grásleppu snýst um að tryggja arðsemi“? Örn Pálsson skrifar 18. mars 2024 08:31 Í frétt RÚV 16. mars um málefni grásleppuveiðimanna er vitnað í Þórarinn Inga Pétursson formann atvinnuveganefndar sem segir að kvótsetning gæti tryggt arðsemi í greininni og bendir á að bátum hafi fækkað mikið síðan 2011. Það er skoðun mín að fækkun báta stafi ekki af því að grásleppan er utan kvóta. Fjöldi á veiðum ræðst af öðrum þáttum. Eftirspurn, leyfilegum heildarafla, væntanlegri veiði og verði sem í boði er. Jafnframt möguleikum til annarra veiða, atvinnuástandi og fleiri þáttum. Þá er ótalið að markaður fyrir afurðina hefur dregist saman um þriðjung á sl. tveimur áratugum og er nú aðeins helmingur sem hann var fyrir 30 árum. Auk þess sem Grænlendingar eru orðnir jafnokar okkar í veiðum. Árin 2020 og 2021 varð offramboð sem olli verðfalli eftir gríðarhátt verð 2019. Veiðar á sl. þrem vertíðum guldu þessa með minni eftirspurn, lágu verði og fækkun báta á grásleppu. Sambærileg dæmi hafa átt sér stað gegnum árin, t.d. 2010, 2011 og 2012, þegar heimsveiðin fór vel umfram eftirspurn. Myndin sýnir fjölda báta á veiðum sl. 20 vertíðir. Í frétt RÚV var mikil áhersla lögð á að koma til skila orðum formanns atvinnuveganefndar: „Að tryggja arðsemi í greininni“. Lykilinn að þeim dýrðarljóma sé að finna í frumvarpinu sem hann hefur mælt fyrir og felur í sér að setja grásleppuna í aflamark. Stjórna veiðunum með kvóta á hvern bát, þar sem aflahlutdeild færi eftir veiðireynslu hvers og eins. Rétt er að vekja athygli á að í fréttinni sagði formaðurinnekki enn vera víst að kvótasetning yrði ofan á. Í máli LS með atvinnuveganefnd 12. mars sl. var vakin athygli á nokkrum torfærum sem nefndin yrði að yfirstíga við ákvörðun um hvort frumvarpið yrði afgreitt til 2. umræðu. Ítrekuð var andstaða LS við frumvarpið sem fram kom í umsögn við það samhliða að bætt vvar við eftirfarandi þáttum. Fyrir Landsrétti er þjóðin í vörn gegn kröfu Vinnslustöðvarinnar hf. og Hugins ehf. um að fá greiddar bætur vegna kvótasetningar á makríl. Ef allt fer á versta veg kostar það þjóðina á annan milljarð. Auk þess sem niðurstaðan gæti orðið fordæmisgefandi fyrir aðrar stórútgerðir sem leitt gæti til tíföldunar upphæðarinnar. Nýlegur dómur í Landsrétti sagði seljanda eiga rétt til aflaheimilda í makríl en ekki kaupandi viðkomandi báts. Frumvarpið gæti leitt af sér ómæld vandræði fyrir aðila sem keypt hafa grásleppubáta með veiðireynslu. Fyrir tveimur áratugum ákvað þv. sjávarútvegsráðherra að kvótasetja smábáta þar sem ákveðinn fjöldi daga voru ígildi veiðiheimilda, eins og nú gildir um grásleppuna. Þá var ákveðið að skipta samkvæmt aflareynslu, en jafnframt að tryggja að allir fengju ákveðið lágmark – 15 tonn af óslægðum þorski. Í 75. grein stjórnarskrár hins íslenska lýðveldisins segir: „Öllum er frjálst að stunda þá atvinnu sem þeir kjósa. Þessu frelsi má þó setja skorður með lögum, enda krefjist almannahagsmunir þess.“ Alls 400 sjálfstæðar útgerðir hafa rétt til að stunda grásleppuveiðar að atvinnu. Með frumvarpinu er meirihluta þeirra gert ókleif að stunda veiðarnar. Að mati Hafrannsóknastofnunar er grásleppanekki ofveidd innan núverandi veiðistjórnunarkerfis. Stjórnunin tryggir öllum grásleppubátum jafnmarga daga til veiða. Fullyrða má að almannahagsmunir krefjist þess ekki að þeir séu sviptir þeim rétti. Í lok fundar atvinnuveganefndar með LS var vakin athygli á nokkrum kostum við núverandi veiðistjórn. Hverju leyfi fylgja jafnmargir dagar til veiða – tryggir jafnræði Veiðarnar bundnar við smábáta – báta minni en 15 brt. Engin veiðiskylda Fjöldi leyfa tryggir nýtingu veiðiheimilda við góð verðtilboð Gefur nýjum aðilum tækifæri á að hefja útgerð Viðheldur áratuga menningu sjávarbyggða Veiðarnar eru sjálfbærar – geta ekki ofveitt stofninn Viðheldur jafnvægi í veiðum smábáta Við þessi skrif fékk ég símtal frá grásleppusjómanni sem hlýtt hafði á frétt RÚV. Hann spurði: Arðsemi fyrir hvern? Höfundur er framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjávarútvegur Mest lesið Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Sjá meira
Í frétt RÚV 16. mars um málefni grásleppuveiðimanna er vitnað í Þórarinn Inga Pétursson formann atvinnuveganefndar sem segir að kvótsetning gæti tryggt arðsemi í greininni og bendir á að bátum hafi fækkað mikið síðan 2011. Það er skoðun mín að fækkun báta stafi ekki af því að grásleppan er utan kvóta. Fjöldi á veiðum ræðst af öðrum þáttum. Eftirspurn, leyfilegum heildarafla, væntanlegri veiði og verði sem í boði er. Jafnframt möguleikum til annarra veiða, atvinnuástandi og fleiri þáttum. Þá er ótalið að markaður fyrir afurðina hefur dregist saman um þriðjung á sl. tveimur áratugum og er nú aðeins helmingur sem hann var fyrir 30 árum. Auk þess sem Grænlendingar eru orðnir jafnokar okkar í veiðum. Árin 2020 og 2021 varð offramboð sem olli verðfalli eftir gríðarhátt verð 2019. Veiðar á sl. þrem vertíðum guldu þessa með minni eftirspurn, lágu verði og fækkun báta á grásleppu. Sambærileg dæmi hafa átt sér stað gegnum árin, t.d. 2010, 2011 og 2012, þegar heimsveiðin fór vel umfram eftirspurn. Myndin sýnir fjölda báta á veiðum sl. 20 vertíðir. Í frétt RÚV var mikil áhersla lögð á að koma til skila orðum formanns atvinnuveganefndar: „Að tryggja arðsemi í greininni“. Lykilinn að þeim dýrðarljóma sé að finna í frumvarpinu sem hann hefur mælt fyrir og felur í sér að setja grásleppuna í aflamark. Stjórna veiðunum með kvóta á hvern bát, þar sem aflahlutdeild færi eftir veiðireynslu hvers og eins. Rétt er að vekja athygli á að í fréttinni sagði formaðurinnekki enn vera víst að kvótasetning yrði ofan á. Í máli LS með atvinnuveganefnd 12. mars sl. var vakin athygli á nokkrum torfærum sem nefndin yrði að yfirstíga við ákvörðun um hvort frumvarpið yrði afgreitt til 2. umræðu. Ítrekuð var andstaða LS við frumvarpið sem fram kom í umsögn við það samhliða að bætt vvar við eftirfarandi þáttum. Fyrir Landsrétti er þjóðin í vörn gegn kröfu Vinnslustöðvarinnar hf. og Hugins ehf. um að fá greiddar bætur vegna kvótasetningar á makríl. Ef allt fer á versta veg kostar það þjóðina á annan milljarð. Auk þess sem niðurstaðan gæti orðið fordæmisgefandi fyrir aðrar stórútgerðir sem leitt gæti til tíföldunar upphæðarinnar. Nýlegur dómur í Landsrétti sagði seljanda eiga rétt til aflaheimilda í makríl en ekki kaupandi viðkomandi báts. Frumvarpið gæti leitt af sér ómæld vandræði fyrir aðila sem keypt hafa grásleppubáta með veiðireynslu. Fyrir tveimur áratugum ákvað þv. sjávarútvegsráðherra að kvótasetja smábáta þar sem ákveðinn fjöldi daga voru ígildi veiðiheimilda, eins og nú gildir um grásleppuna. Þá var ákveðið að skipta samkvæmt aflareynslu, en jafnframt að tryggja að allir fengju ákveðið lágmark – 15 tonn af óslægðum þorski. Í 75. grein stjórnarskrár hins íslenska lýðveldisins segir: „Öllum er frjálst að stunda þá atvinnu sem þeir kjósa. Þessu frelsi má þó setja skorður með lögum, enda krefjist almannahagsmunir þess.“ Alls 400 sjálfstæðar útgerðir hafa rétt til að stunda grásleppuveiðar að atvinnu. Með frumvarpinu er meirihluta þeirra gert ókleif að stunda veiðarnar. Að mati Hafrannsóknastofnunar er grásleppanekki ofveidd innan núverandi veiðistjórnunarkerfis. Stjórnunin tryggir öllum grásleppubátum jafnmarga daga til veiða. Fullyrða má að almannahagsmunir krefjist þess ekki að þeir séu sviptir þeim rétti. Í lok fundar atvinnuveganefndar með LS var vakin athygli á nokkrum kostum við núverandi veiðistjórn. Hverju leyfi fylgja jafnmargir dagar til veiða – tryggir jafnræði Veiðarnar bundnar við smábáta – báta minni en 15 brt. Engin veiðiskylda Fjöldi leyfa tryggir nýtingu veiðiheimilda við góð verðtilboð Gefur nýjum aðilum tækifæri á að hefja útgerð Viðheldur áratuga menningu sjávarbyggða Veiðarnar eru sjálfbærar – geta ekki ofveitt stofninn Viðheldur jafnvægi í veiðum smábáta Við þessi skrif fékk ég símtal frá grásleppusjómanni sem hlýtt hafði á frétt RÚV. Hann spurði: Arðsemi fyrir hvern? Höfundur er framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun