Frumsýnir nýtt myndband: Auður orðinn Luthersson Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 19. mars 2024 08:00 Auður Lúthersson gengur undir listamannanafnu Luthersson í Bandaríkjunum. Gianni Gallant Tónlistarmaðurinn Auðunn Lúthersson, eða Auður, sendir frá sér stuttmyndband við lagið I Can Always Picture You sem kom út síðastliðinn föstudag og er frumsýnt hér að neðan. Lagið var gefið út samtísmis á ensku og íslensku og kemur út undir listamannsnafninu Luthersson. Auðunn hefur búið í Los Angeles frá því í ársbyrjun 2023 og vinnur þar við lagasmíðar og hljóðupptökustjórn. Hann er með tvöfalt ríkisfang og ólst upp af stórum hluta ævi sinnar í Pittsburgh í Pensylvaniu áður en fjölskyldan festi sig rótum í Hafnarfirði. „Ég elska bæði þessi lönd mín, Ísland og Bandaríkin, svo mér finnst fallegt að geta gefið út lagið á íslensku sem Auður og á ensku undir nafninu Luthersson,“ segir Auður: „Ég er mjög stoltur af hljóðheiminum og laginu í heild. Mig langaði að lagið hljómaði eins og rigning.“ Hér má sjá myndbandið: Elskar orkuna í gettóinu „Þetta er lag sem mér þykir mjög vænt um, ég tók upp sönginn heima í stofu í LA. Þar vinn ég nær alla daga. Mér finnst gaman að geta gefið þetta út bæði á ensku og á íslensku en upphaflega samdi ég textann á íslensku. Hér er maður náttúrulega farinn að hugsa oft á ensku sem sést vel á því að innkaupalistinn minn fyrir Whole foods er mjög fyndin samtvinningur af ensku og íslensku. Þetta hafa verið sannkölluð straumhvörf í lífi mínu,“ segir Auðunn sem nýtur sín í hringiðu listamannalífsins í LA sem hann segir inspírerandi fyrir tónlistina. Gianni Gallant „Ég elska að lifa í downtown LA og allt sem því fylgir. Þetta er náttúrulega gettóið hér en þar grasserast geggjuð menning, fullt af tónlistarfólki, fatahönnuðir, kvikmyndafólk. Það er alltaf einhver myndataka eða bíó í gangi. Það er mjög inspírerandi fyrir mig að vera i umkringdur þessari orku. List er alltaf samtal við alheiminn, innra samtal við sjálfið og endurspeglun á þeirri orku sem umkringir mann. Hún er leitin að einhverju sammannlegu,“ segir Auðunn. Lagið er pródúserað og flutt af Auðuni Lútherssyni. Styrmir Hauksson sá um hljóðblöndun. Tónlist Bandaríkin Menning Íslendingar erlendis Mest lesið „Þetta má ekki vera feimnismál“ Lífið „Ástarsorg er best í heimi“ Lífið Fréttatía vikunnar: Eddan, rektorskjör og mannanafnanefnd Lífið „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Menning Fimm tíma morgunrútínan sem allir eru að tala um Lífið Hefur miklar áhyggjur af auknum vopnaburði barna Lífið Áhrifavaldar og þingmenn ræddu kærleikann Lífið Eiginkona rafrettukóngs keypti eitt dýrasta einbýlishús Garðabæjar Lífið „Þetta var ekki alið upp í mér“ Lífið Fólk spyrji um veganisma af forvitni frekar en til að vera með leiðindi Lífið Fleiri fréttir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira
Auðunn hefur búið í Los Angeles frá því í ársbyrjun 2023 og vinnur þar við lagasmíðar og hljóðupptökustjórn. Hann er með tvöfalt ríkisfang og ólst upp af stórum hluta ævi sinnar í Pittsburgh í Pensylvaniu áður en fjölskyldan festi sig rótum í Hafnarfirði. „Ég elska bæði þessi lönd mín, Ísland og Bandaríkin, svo mér finnst fallegt að geta gefið út lagið á íslensku sem Auður og á ensku undir nafninu Luthersson,“ segir Auður: „Ég er mjög stoltur af hljóðheiminum og laginu í heild. Mig langaði að lagið hljómaði eins og rigning.“ Hér má sjá myndbandið: Elskar orkuna í gettóinu „Þetta er lag sem mér þykir mjög vænt um, ég tók upp sönginn heima í stofu í LA. Þar vinn ég nær alla daga. Mér finnst gaman að geta gefið þetta út bæði á ensku og á íslensku en upphaflega samdi ég textann á íslensku. Hér er maður náttúrulega farinn að hugsa oft á ensku sem sést vel á því að innkaupalistinn minn fyrir Whole foods er mjög fyndin samtvinningur af ensku og íslensku. Þetta hafa verið sannkölluð straumhvörf í lífi mínu,“ segir Auðunn sem nýtur sín í hringiðu listamannalífsins í LA sem hann segir inspírerandi fyrir tónlistina. Gianni Gallant „Ég elska að lifa í downtown LA og allt sem því fylgir. Þetta er náttúrulega gettóið hér en þar grasserast geggjuð menning, fullt af tónlistarfólki, fatahönnuðir, kvikmyndafólk. Það er alltaf einhver myndataka eða bíó í gangi. Það er mjög inspírerandi fyrir mig að vera i umkringdur þessari orku. List er alltaf samtal við alheiminn, innra samtal við sjálfið og endurspeglun á þeirri orku sem umkringir mann. Hún er leitin að einhverju sammannlegu,“ segir Auðunn. Lagið er pródúserað og flutt af Auðuni Lútherssyni. Styrmir Hauksson sá um hljóðblöndun.
Tónlist Bandaríkin Menning Íslendingar erlendis Mest lesið „Þetta má ekki vera feimnismál“ Lífið „Ástarsorg er best í heimi“ Lífið Fréttatía vikunnar: Eddan, rektorskjör og mannanafnanefnd Lífið „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Menning Fimm tíma morgunrútínan sem allir eru að tala um Lífið Hefur miklar áhyggjur af auknum vopnaburði barna Lífið Áhrifavaldar og þingmenn ræddu kærleikann Lífið Eiginkona rafrettukóngs keypti eitt dýrasta einbýlishús Garðabæjar Lífið „Þetta var ekki alið upp í mér“ Lífið Fólk spyrji um veganisma af forvitni frekar en til að vera með leiðindi Lífið Fleiri fréttir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira