Valdefling kvenna – öllum til góðs Jódís Skúladóttir skrifar 21. mars 2024 07:00 Mér hlotnaðist sá heiður að sækja Þing kvennanefndar Sameinuðu þjóðanna sem sett var í New York í síðustu viku. Megin þema fundarins að þessu sinni var að hraða árangri er varða kynjajafnrétti og valdeflingu allra kvenna og stúlkna með því að takast á við fátækt og styrkja stofnanir og fjármögnun með kynjaðri heildarsýn. Fjöldi viðburða var í boði á þinginu en auk þess að sótti ég fundi með þingmönnum Norðurlandanna og kynningar frá hinum ýmsu stofnunum Sameinuðu þjóðanna. Krafturinn er áþreifanlegur þegar raddir kvenna alls staðar að úr heiminum fá að heyrast. Allar vilja þær sjá réttlátara samfélag þar sem konur koma með beinum hætti að ákvörðunartöku um líf sitt og velferð. Ungmenni frá öllum heimshornum komu saman til að ræða framtíðarsýn sína um að binda enda á fátækt og efla jafnrétti kynjanna. Kraftmikill viðburður var á vegum BSRB og Stígamóta á þinginu um kröfur Kvennaverkfallsins og samspil vanmats á virði kvennastarfa og ofbeldis. Þær Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, Drífa Snædal, talskona Stígamóta og Freyja Steingrímsdóttir, samskiptastjóri BSRB, fjölluðu um ástæður Kvennaverkfallsins 2023 og fóru yfir aðdraganda þess í máli og myndum. Einnig fjölluðu þær um kynbundið og kynferðislegt ofbeldi á Íslandi og leiðir til að stemma stigu við því. Viðburðurinn var vel sóttur og vakti talsverða athygli. Bergrún Andradóttir, skrifstofustjóri Samtakanna 78, Tatjana Latinovic, formaður Kvenréttindafélags Íslands og Stella Samúelsdóttir, framkvæmdarstýra UN Women á Íslandi héldu einnig stuttar hugvekjur á viðburðinum. Kvennaþingið er haldið skugga ólýsanlegra þjáninga sem stríðsátök víða um heim valda. Það sem situr eftir er sú sára staðreynd að í auknu stríðsbrölti og hervæðingu heimsins eru það fyrst og fremst konur og börn sem líða. Stríð, fátækt, náttúruhamfarir og bakslag mannréttinda, allt bitnar þetta mest á konum. Á sama tíma er konum markvist haldið utan ákvörðunartöku og spurt var á fundinum: Hvar eru konurnar í friðarviðræðum? Það er staðreynd að karlar leika lykilhlutverk í hinu hörmulega valdatafli sem nærir og hvetur til átaka um allan heim en konur og börn eru þau sem fyrst og fremst líða. Rödd Íslands er dýrmæt í þessum aðstæðum, jafnrétti og friðarboðskapur eru þau gildi sem við getum lagt til málanna á ófriðartímum þegar mannréttindi eiga undir högg að sækja, ekki síst réttindi kvenna. Höfundur er þingmaður Vinstrihreyfingarinnar -græns framboðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vinstri græn Jafnréttismál Sameinuðu þjóðirnar Bandaríkin Jódís Skúladóttir Mest lesið Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson skrifar Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Kárhóll og Kína: Þegar vísindi verða pólitísk tól Davíð Michelsen skrifar Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn gegn fjölskyldusameiningum? Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið deyr í myrkrinu Heiðar Örn Sigurfinnsson skrifar Skoðun Færni til framtíðar Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lestu Gaza Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar Skoðun 10 ár og bull í lokin Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Opið bréf til atvinnuvegaráðherra: 48 daga, nei takk Gísli Gunnar Marteinsson skrifar Skoðun Á nú að opinbera það að ég veit í rauninni ekki neitt? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Höfuðborgarinnar, ekki Íslands Arent Orri Claessen,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Bætt skipulag fyrir stúdenta Aðalsteinn Haukur Sverrisson ,Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Frá sögulegum minjum til sviðsettrar upplifunar: Um sanngildi og Disneyvæðingu Sólheimasands Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði: Offramboð af röngu meðaltali Egill Lúðvíksson skrifar Sjá meira
Mér hlotnaðist sá heiður að sækja Þing kvennanefndar Sameinuðu þjóðanna sem sett var í New York í síðustu viku. Megin þema fundarins að þessu sinni var að hraða árangri er varða kynjajafnrétti og valdeflingu allra kvenna og stúlkna með því að takast á við fátækt og styrkja stofnanir og fjármögnun með kynjaðri heildarsýn. Fjöldi viðburða var í boði á þinginu en auk þess að sótti ég fundi með þingmönnum Norðurlandanna og kynningar frá hinum ýmsu stofnunum Sameinuðu þjóðanna. Krafturinn er áþreifanlegur þegar raddir kvenna alls staðar að úr heiminum fá að heyrast. Allar vilja þær sjá réttlátara samfélag þar sem konur koma með beinum hætti að ákvörðunartöku um líf sitt og velferð. Ungmenni frá öllum heimshornum komu saman til að ræða framtíðarsýn sína um að binda enda á fátækt og efla jafnrétti kynjanna. Kraftmikill viðburður var á vegum BSRB og Stígamóta á þinginu um kröfur Kvennaverkfallsins og samspil vanmats á virði kvennastarfa og ofbeldis. Þær Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, Drífa Snædal, talskona Stígamóta og Freyja Steingrímsdóttir, samskiptastjóri BSRB, fjölluðu um ástæður Kvennaverkfallsins 2023 og fóru yfir aðdraganda þess í máli og myndum. Einnig fjölluðu þær um kynbundið og kynferðislegt ofbeldi á Íslandi og leiðir til að stemma stigu við því. Viðburðurinn var vel sóttur og vakti talsverða athygli. Bergrún Andradóttir, skrifstofustjóri Samtakanna 78, Tatjana Latinovic, formaður Kvenréttindafélags Íslands og Stella Samúelsdóttir, framkvæmdarstýra UN Women á Íslandi héldu einnig stuttar hugvekjur á viðburðinum. Kvennaþingið er haldið skugga ólýsanlegra þjáninga sem stríðsátök víða um heim valda. Það sem situr eftir er sú sára staðreynd að í auknu stríðsbrölti og hervæðingu heimsins eru það fyrst og fremst konur og börn sem líða. Stríð, fátækt, náttúruhamfarir og bakslag mannréttinda, allt bitnar þetta mest á konum. Á sama tíma er konum markvist haldið utan ákvörðunartöku og spurt var á fundinum: Hvar eru konurnar í friðarviðræðum? Það er staðreynd að karlar leika lykilhlutverk í hinu hörmulega valdatafli sem nærir og hvetur til átaka um allan heim en konur og börn eru þau sem fyrst og fremst líða. Rödd Íslands er dýrmæt í þessum aðstæðum, jafnrétti og friðarboðskapur eru þau gildi sem við getum lagt til málanna á ófriðartímum þegar mannréttindi eiga undir högg að sækja, ekki síst réttindi kvenna. Höfundur er þingmaður Vinstrihreyfingarinnar -græns framboðs.
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar
Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar
Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar
Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Skoðun Frá sögulegum minjum til sviðsettrar upplifunar: Um sanngildi og Disneyvæðingu Sólheimasands Guðmundur Björnsson skrifar
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun