Hann flutti lag sem ber heitið Okkur líður samt vel og er það nýtt lag sem verður á komandi plötu sveitarinnar Á móti sól.
Lagið fjallar í raun um samtal sem Magni átti eitt sinn við tónlistarmanninn Vigni Snæ þar sem hann vældi mikið yfir því hvað hann væri orðinn gamall.
Hér að neðan má sjá þegar Magni og Eyþór flutti lagið Okkur líður samt vel. Næsti þáttur af Kvöldstund með Eyþóri Inga verður á föstudagskvöldið strax á eftir fréttum á Stöð 2.