Jón hættir sem stjórnarformaður Sýnar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 21. mars 2024 14:47 Jón Skaftason er formaður stjórnar Sýnar. Sýn Jón Skaftason, stjórnarformaður Sýnar, hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér til áframhaldandi stjórnarsetu. Hann hefur setið í stjórninni síðan í ágúst 2022. Þetta kemur fram í tilkynningu Sýnar til Kauphallar í tilefni af fyrirhuguðum aðalfundi félagsins þann 11. apríl. Verði tillaga tilnefningarnefndar samþykkt má reikna með því að tvær breytingar verði á stjórninni. Nefndin leggur til að Hákon Stefánsson, Páll Gíslason og Rannveig Eir Einarsdóttir verði endurkjörin. Þá komi Petrea Ingileif Guðmundsdóttir og Ragnar Páll Dyer inn fyrir Jón Skaftason og Salóme Guðmundsdóttur. Hákon og Ragnar Páll eru tengdir félögunum InfoCapital ehf., Gavia Invest ehf. og H33 Invest ehf. sem eiga stóran hlut í Sýn. Þá á Rannveig hlut í Sýn í gegnum félagið Fasta ehf. Hún hefur verið varaformaður stjórnar. Páll og Petrea Ingileif eiga ekki hluti í félaginu og metur tilnefningarnefnd þau sem óháð félaginu, daglegum stjórnendum þess og stórum hluthöfum. Þá eru Daði Kristjánsson og Ásdís Ingibjörg Ragnarsdóttir tilnefnd í varastjórn. Þau eru bæði óháð félaginu. Snýr aftur eftir afarkosti Orkuveitunnar Athygli vakti þegar Petrea Ingileif, þá stjórnarformaður Sýnar, gaf ekki kost á sér til áframhaldandi stjórnarsetu á hluthafafundi haustið 2022 vegna afarkosta Orkuveitu Reykjavíkur. Ástæðan voru afarkostir sem Orkuveita Reykjavíkur setti eiginmanni hennar sem starfaði þá sem framkvæmdastjóri fjármála hjá Orkuveitu Reykjavíkur. Hann hefur síðan látið af störfum og því engir afarkostir lengur sem koma í veg fyrir framboð Petreu sem sat í stjórn Sýnar í tvö ár. Jón Skaftason var kjörinn stjórnarformaður haustið 2022 en hann fór fyrir hópnum Gavia Invest sem hafði þá eignast tæplega ellefu prósent í fyrirtækinu sem áður voru í eigu Heiðars Guðjónssonar fjárfesti. Heiðar hafði gegnt forstjórahlutverki hjá Sýn en seldi hlut sinn og lét af störfum. Gavia Invest er að langstærstum hluta í eigu Reynis Grétarssonar, stofnanda og fyrrverandi eiganda Credit Info. Gavia Invest á í dag tæplega 17 prósent hlut í Sýn en næst kemur Gildi lífeyrissjóður með tæplega 16 prósenta hlut. Fram kom í tilkynningu Sýnar til Kauphallar á dögunum í tilefni af útgefnum ársreikningi fyrir árið 2023 að tíðinda af framtíðareignarhaldi rekstrareiningarinnar Vefmiðla og útvarps, sem Vísir og Bylgjan heyra meðal annars undir, væri að venta á vormánuðum. Vísir er í eigu Sýnar. Sýn Vistaskipti Kauphöllin Tengdar fréttir Sýn fær fjármálastjóra frá Kviku Eðvald Gíslason hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri fjármálasviðs hjá Sýn hf. Eðvald tekur við starfinu af Kristínu Friðgeirsdóttur sem lét af störfum fyrr í mánuðinum. Þetta kemur fram í tilkynningu Sýnar til Kauphallar. 19. mars 2024 09:48 Herdís Dröfn nýr forstjóri Sýnar Herdís Dröfn Fjeldsted hefur verið ráðin forstjóri Sýnar að loknu ráðningarferli. Hún mun hefja störf þann 11. janúar næstkomandi. Þetta kemur fram í tilkynningu til Kauphallar. Páll Ásgrímsson sem gegnt hefur starfinu undanfarna mánuði eftir brotthvarf Yngva Halldórssonar hverfur aftur til starfa sem framkvæmdastjóri lögfræðisviðs félagsins. 5. janúar 2024 09:20 Mest lesið Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Viðskipti innlent Danska ríkið kaupir Kastrup Viðskipti erlent Gunnars loksins selt Viðskipti innlent 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Fjárfestingararmur Samherja bætir við sig í Högum Viðskipti innlent Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Fleiri fréttir Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Fjárfestingararmur Samherja bætir við sig í Högum Gunnars loksins selt Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Kristjana nýr framkvæmdastjóri hjá Sýn Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu Sýnar til Kauphallar í tilefni af fyrirhuguðum aðalfundi félagsins þann 11. apríl. Verði tillaga tilnefningarnefndar samþykkt má reikna með því að tvær breytingar verði á stjórninni. Nefndin leggur til að Hákon Stefánsson, Páll Gíslason og Rannveig Eir Einarsdóttir verði endurkjörin. Þá komi Petrea Ingileif Guðmundsdóttir og Ragnar Páll Dyer inn fyrir Jón Skaftason og Salóme Guðmundsdóttur. Hákon og Ragnar Páll eru tengdir félögunum InfoCapital ehf., Gavia Invest ehf. og H33 Invest ehf. sem eiga stóran hlut í Sýn. Þá á Rannveig hlut í Sýn í gegnum félagið Fasta ehf. Hún hefur verið varaformaður stjórnar. Páll og Petrea Ingileif eiga ekki hluti í félaginu og metur tilnefningarnefnd þau sem óháð félaginu, daglegum stjórnendum þess og stórum hluthöfum. Þá eru Daði Kristjánsson og Ásdís Ingibjörg Ragnarsdóttir tilnefnd í varastjórn. Þau eru bæði óháð félaginu. Snýr aftur eftir afarkosti Orkuveitunnar Athygli vakti þegar Petrea Ingileif, þá stjórnarformaður Sýnar, gaf ekki kost á sér til áframhaldandi stjórnarsetu á hluthafafundi haustið 2022 vegna afarkosta Orkuveitu Reykjavíkur. Ástæðan voru afarkostir sem Orkuveita Reykjavíkur setti eiginmanni hennar sem starfaði þá sem framkvæmdastjóri fjármála hjá Orkuveitu Reykjavíkur. Hann hefur síðan látið af störfum og því engir afarkostir lengur sem koma í veg fyrir framboð Petreu sem sat í stjórn Sýnar í tvö ár. Jón Skaftason var kjörinn stjórnarformaður haustið 2022 en hann fór fyrir hópnum Gavia Invest sem hafði þá eignast tæplega ellefu prósent í fyrirtækinu sem áður voru í eigu Heiðars Guðjónssonar fjárfesti. Heiðar hafði gegnt forstjórahlutverki hjá Sýn en seldi hlut sinn og lét af störfum. Gavia Invest er að langstærstum hluta í eigu Reynis Grétarssonar, stofnanda og fyrrverandi eiganda Credit Info. Gavia Invest á í dag tæplega 17 prósent hlut í Sýn en næst kemur Gildi lífeyrissjóður með tæplega 16 prósenta hlut. Fram kom í tilkynningu Sýnar til Kauphallar á dögunum í tilefni af útgefnum ársreikningi fyrir árið 2023 að tíðinda af framtíðareignarhaldi rekstrareiningarinnar Vefmiðla og útvarps, sem Vísir og Bylgjan heyra meðal annars undir, væri að venta á vormánuðum. Vísir er í eigu Sýnar.
Sýn Vistaskipti Kauphöllin Tengdar fréttir Sýn fær fjármálastjóra frá Kviku Eðvald Gíslason hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri fjármálasviðs hjá Sýn hf. Eðvald tekur við starfinu af Kristínu Friðgeirsdóttur sem lét af störfum fyrr í mánuðinum. Þetta kemur fram í tilkynningu Sýnar til Kauphallar. 19. mars 2024 09:48 Herdís Dröfn nýr forstjóri Sýnar Herdís Dröfn Fjeldsted hefur verið ráðin forstjóri Sýnar að loknu ráðningarferli. Hún mun hefja störf þann 11. janúar næstkomandi. Þetta kemur fram í tilkynningu til Kauphallar. Páll Ásgrímsson sem gegnt hefur starfinu undanfarna mánuði eftir brotthvarf Yngva Halldórssonar hverfur aftur til starfa sem framkvæmdastjóri lögfræðisviðs félagsins. 5. janúar 2024 09:20 Mest lesið Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Viðskipti innlent Danska ríkið kaupir Kastrup Viðskipti erlent Gunnars loksins selt Viðskipti innlent 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Fjárfestingararmur Samherja bætir við sig í Högum Viðskipti innlent Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Fleiri fréttir Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Fjárfestingararmur Samherja bætir við sig í Högum Gunnars loksins selt Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Kristjana nýr framkvæmdastjóri hjá Sýn Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Sjá meira
Sýn fær fjármálastjóra frá Kviku Eðvald Gíslason hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri fjármálasviðs hjá Sýn hf. Eðvald tekur við starfinu af Kristínu Friðgeirsdóttur sem lét af störfum fyrr í mánuðinum. Þetta kemur fram í tilkynningu Sýnar til Kauphallar. 19. mars 2024 09:48
Herdís Dröfn nýr forstjóri Sýnar Herdís Dröfn Fjeldsted hefur verið ráðin forstjóri Sýnar að loknu ráðningarferli. Hún mun hefja störf þann 11. janúar næstkomandi. Þetta kemur fram í tilkynningu til Kauphallar. Páll Ásgrímsson sem gegnt hefur starfinu undanfarna mánuði eftir brotthvarf Yngva Halldórssonar hverfur aftur til starfa sem framkvæmdastjóri lögfræðisviðs félagsins. 5. janúar 2024 09:20