Þetta kemur fram í hugleiðingum veðurfræðings á Veðurstofunni.
„Yfir Norðaustur-Grænlandi er hæð og frá henni hæðarhryggur yfir landinu. Fremur hægar norðaustanáttir og dálítil él á víð og dreif, en léttir til suðvestanlands síðdegis,“ segir í hugleiðingunum
Í dag er búist við austan og norðaustan 5-13 m/s og skýjað með köflum, en dálítil él á víð og dreif. Léttir til suðvestanlands eftir hádegi. Hæg norðaustlæg eða breytileg átt og dálítil él á víð og dreif á morgun, en léttskýjað suðvestantil. Frost víða 0 til 8 stig, en frostlaust sunnantil yfir daginn.
Á höfuðborgarsvæði verður austan 3-10 m/s og stöku él, en léttir til uppúr hádegi. Hæg austlæg átt og léttskýjað á morgun. Hiti 0 til 5 stig að deginum
Veðurhorfur næstu daga
Á mánudag:
Norðan 8-15 m/s austanlands framan af degi, en annars norðaustlæg átt, 3-10 m/s. Dálítil él um landið norðaustanvert, en lengst af þurrt og bjart annars staðar. Frost víða 0 til 12 stig, en frostlaust við suðurströndina.
Á þriðjudag:
Austan og norðaustan 5-13 m/s og dálítil él, en yfirleitt úrkomulaust á Vesturlandi. Talsvert frost um land allt.
Á miðvikudag, fimmtudag, föstudag og laugardag:
Norðaustankaldi eða -strekkingur og víða dálítil él, en bjartviðri suðvestantil og áfram svalt í veðri.