Á forsíðunni er Björk klædd í kjól sem hannaður er af John Galliano. Hann framleiddi Galliano fyrir franska tískuframleiðandann Maison Margiela. Viðar Logi myndaði tónlistarkonuna fyrir Vogue.
„Það var svo mikill heiður að fá að klæðast þessum kjól,“ segir Björk meðal annars í viðtali við tímaritið. Kjóllinn er gegnsær, handmálaður og til að mynda gerður úr mannshári. Kjóllinn var frumsýndur fyrr á árinu og vakti gríðarlega athygli og raunar sá kjóll sem hefur vakið hve mesta athygli á þessu ári.