„Ég er auðvitað ekkert eðlilega stolt“ Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 25. mars 2025 07:03 Fransiska Björk Hinriksdóttir fylgir sínum heittelskaða Gunnari Nelson á alla bardaga. Aðsend „Ég segi alltaf við hann að muna að hafa gaman að þessu líka rétt fyrir bardaga,“ segir sálfræðingurinn Fransiska Björk sem er kona MMA kappans Gunnars Nelson. Fransiska er nýkomin heim frá London með sínum heittelskaða eftir vægast sagt viðburðaríka helgi þar sem Gunnar laut rétt svo í lægra haldi fyrir Kevin Holland eftir æsispennandi bardaga. Ógleymanlegur og átakanlegur fyrsti bardagi kærastans Fransiska Björk Hinriksdóttir og Gunnar Nelson, stundum þekkt sem eitt yfirvegaðasta par landsins, hafa verið saman í bráðum átta ár og búa saman með þremur börnum í Laugardalnum. Blaðamaður ræddi við Fransisku um ævintýri helgarinnar og upplifun hennar af atvinnu maka síns. „Ég er í raun búin að fylgja honum frá því við byrjuðum saman árið 2017. Ég gleymi aldrei fyrsta bardaganum sem ég horfði á eftir að við urðum par, þegar hann fékk rothöggið frá Ponzinibbio. Ekki besti fyrsti bardaginn til að horfa á af kærastanum sínum, “segir Fransiska kímin og bætir við: „Ég hafði alveg séð aðra bardaga en þarna vorum við komin á alvarlegri stað með sambandið og þá eru auðvitað sterkari tilfinningar til hans og fyrir hans velferð.“ Stund milli stríða hjá Fransisku og Gunna.Aðsend Fransiska var þá heima að horfa á bardagann. „Það var auðvitað ótrúlega mikið sjokk að horfa á þetta og mér fannst mjög óþægilegt að vera ekki á staðnum og geta ekki hlaupið til hans. Hann rotaðist og maður sá að hann datt út, í smá stund vissi maður ekki hvernig ástandið yrði á honum eftir þetta.“ Hún hefur allar götur síðan fylgt honum á flest alla bardaga, nema þegar hún var ólétt. „Ég vildi ekki keyra upp streituviðbragðið í líkamanum við það að horfa á bardagann þá þannig að þá fékk ég fjölskyldumeðlim eða góðan vin til þess að horfa fyrir mig og láta mig vita hvernig gekk,“ segir Fransiska og hlær. Kærkomið að geta verið hjá honum Núna líða örfáar mínútur frá því að bardaga lýkur og að þau hittist. „Ég er sótt af öryggisvörðum um leið og hann er búinn, þá fer ég strax til hans og get fylgt honum í gegnum allt sem koma skal, hvort sem það eru viðtöl eða læknisskoðun eða annað. Það er mikið betra að vera úti þó að það sé líka taugatrekkjandi.“ View this post on Instagram A post shared by Haraldur Dean Nelson (@hallinelson) Hún segir að andrúmsloftið á bardögunum sé engu líkt og hún fer undantekningarlaust í gegnum allan tilfinningaskalann. „Ég reyni að horfa allan tímann en þetta er rosa skrýtið, maður fer í gegnum svo mikið. Heldur fyrir augun, horfi, sit, stend upp, ég er smá taugahrúga allan tímann þar sem allar tilfinningarnar eru í gangi á nokkrum mínútum. Ég verð stressuð, hrædd og ofurpeppuð og keppnisskapið er auðvitað í botni. Inni í þessu öllu er maður líka að hafa gaman sem er virkilega sérstök tilfinning en ég er farin að þekkja þetta frekar vel eftir marga bardaga. Þetta er ekki mitt fyrsta „rodeo“ og þú veist að hverju þú ert að ganga.“ Krepptir hnefar og góðir straumar Sömuleiðis eru nokkrir hlutir sem hún gerir sem lætur henni líða betur. „Til dæmis smá öndunaræfingar. Stundum kreppi ég hnefann og mér finnst eins og ég sé að senda honum kraft úr stúkunni. Þó að ég viti að það hafi ekki áhrif þá leyfir maður sér samt að ímynda sér það.“ Kósí stund hjá hjúunum daginn fyrir bardagann um helgina.Aðsend Hún segir mikilvægt að tileinka sér ákveðið æðruleysi þegar komið er inn í höllina. „Ég reyni að minna mig á að ég hef enga stjórn og ég þarf að sætta mig við að vera í valdaleysi í mómentinu. Maður þarf auðvitað að treysta og leyfa honum að gera það sem hann er góður í og hefur margra ára reynslu af. Maður þarf líka að minna sig á það að maður hefur stutt við hann í gegnum æfingaferlið og gefið honum það svigrúm sem hann þarf, að vita að ég er búin að gera allt sem ég get til að styðja við hann. Það er það eina sem maður hefur og svo verður maður líka að hafa gaman að þessu. Ég segi líka alltaf við hann að muna að hafa gaman að þessu rétt fyrir bardaga. Öllum undirbúning er lokið og núna er það bara að hafa gaman.“ Dólgslæti fá ekki á Gunna Hún segir aðdáunarvert að fylgjast með sínum manni í gegnum allt ferlið og að leikurinn og gleðin sé gríðarlega mikilvægur hluti af þessu. „Það er líka lang skemmtilegast þegar maður sér og upplifir að andstæðingurinn getur líka haft gaman að þessu og það er virðing í loftinu. Eins og Holland bar greinilega virðingu fyrir Gunna en Holland er þekktur fyrir að ögra stundum með orðum og lét ekki neitt á því bera um helgina. Alveg frá því þeir hittust í vigtuninni sá maður að það var virðing. Það er miklu fallegra og þá sér maður að allir eru að njóta sín betur.“ Fransiska segir yfirvegað viðmót Gunna stöðugt heilla sig. Hann tæklar hlutina af ró og býr yfir mikilli seiglu. Það sama má segja um frúnna hans!Aðsend Hún segir þó að dólgslæti og stælar fari aldrei fyrir brjóstið á Gunna. „Hann er ekki neitt viðkvæmur fyrir því og lætur það aldrei á sig fá.“ Gunnar og Fransiska eiga það sameiginlegt að búa yfir einstaklega yfirveguðu viðmóti og segir Fransiska að það vinni án efa með þeim. „Ég hugsaði það einmitt um helgina. Ef ég væri ótrúlega mikið taugaóstyrk væri þetta miklu erfiðara. Ég hef alveg fengið að heyra það frá nokkrum að ég virki frekar róleg í viðmóti, bæði fyrir bardagann og á meðan honum stendur. Fólk verður smá hissa.“ Eftir stendur mikið þakklæti Það er sannarlega mikil breyting frá hversdagsleikanum á Íslandi að detta inn í stóran heim UFC erlendis yfir helgi þar sem Gunnar á sér gríðarstóran aðdáendahóp. „Maður er svo vanur því að vera með honum dags daglega í venjulega lífinu með börnin, vinnuna og rútínuna, skutla og sækja og annað. Svo allt í einu í kringum bardaga finnur maður fyrir því hvað þetta er stórt. Fólk úti á götu hér og þar í London er að stoppa Gunna til þess að biðja um mynd og maður tekur eftir því að margir þekkja hann. Það er alveg svolítið gaman að sjá það, maður verður smá hissa i hvert skipti þrátt fyrir að hafa verið með honum í þessu í átta ár. Þetta er mjög heillandi heimur og það er gaman að sjá hvað Gunni nær til margra.“ Fransiska ásamt gríðarlegum fjölda fólks á bardaga Gunna í Toronto 2018. Aðsend Þegar allt kemur til alls segir Fransiska að helgin úti hafi verið góð. „Við áttum mjög rólegan sunnudag og fórum í bröns með okkar fólki sem var ennþá úti. Þar náðum við svolítið að lenda og spjalla og það var auðvitað kærkomið fyrir Gunna að geta borðað venjulegan mat eftir allan undirbúninginn fyrir mótið. Þar gátum við líka í rólegheitum farið yfir það hver okkar næstu skref eru saman og planað eitthvað létt og skemmtilegt,“ segir Fransiska brosandi. „Það er huggulegt páskafrí á döfinni og svona, sem er ansi kósí eftir svona törn. Núna er loksins allt aðeins rólegra. Maður verður þó alveg ótrúlega þakklátur eftir þetta allt saman og það er magnað að sjá hversu mikil vinna fer í þetta.“ Viðhorfið heillar inn að hjartarótum Ótrúleg yfirvegun Gunna heldur sömuleiðis áfram að heilla Fransisku upp úr skónum. „Það er magnað að sjá hvernig hann tekur á móti bæði tapi og sigrum. Það er bara ótrúlegt að upplifa viðhorfið hans og seigluna, hvað hann er sterkur. Það eru ekkert allir sem hefðu taugar í þetta og hann er klárlega gerður fyrir þetta sport. Það er mjög aðdáunarvert að sjá hvað hann er kominn langt og hvernig hann er stöðugt að reyna að læra af öllum hlutum. Hann er aldrei að missa sig í neinum pirringi og er strax kominn með stragedíu. Það heillar mig alveg inn að hjartarótum, í hvert skipti,“ segir Fransiska og ljómar en hún hefur nú í það minnsta farið á sex bardaga með Gunna úti og hafa þau fengið að upplifa bæði sæta sigra og súr töp. Fransiska, til vinstri, var vel merkt sínum manni um helgina.Aðsend „Í hvert skipti sé ég hvað hann er rosalega góður í að tækla bæði. Hann nær alltaf að vera yfirvegaður og góður í að beina athyglinni á réttan stað. Teymið í kringum hann er líka stórkostlegt. Ég er með stjörnur í augunum yfir því hvað hann er heppinn með alla i kringum sig sem leggja sitt að mörkum fyrir hans velferð. Pabbi hans er náttúrulega búinn að standa með honum frá því hann var að byrja ferilinn. Það er svo magnað að geta verið faðir á hliðarlínunni og ná að halda það út líka. Hver vill betra fyrir hann en pabbi hans? Hann er með besta manninn sem umboðsmann og mamma hans er líka ómetanlegur stuðningur heima, hjálpar mikið til með krakkana í öllum þessum ferðalögum og öll fjölskyldan er svo stuðningsrík. Þjálfararnir leggja líka allt í þetta við að búa til góðar aðstæður, finna öfluga æfingafélaga og fleira til. Þetta er risastórt batterí og það er svo mikið sem fer í einn svona bardaga þar sem það er mikil pressa á stuttum tíma.“ Fyrsti sigurinn alltaf ef ekkert alvarlegt gerist Saman mynda þau öll sterka heild og segir Fransiska að teymið geri upplifun hennar að bardaganum klárlega auðveldari. „Ég get alveg skilið að fólk sjái þetta öðruvísi þegar það horfir bara á bardagann og veit ekki um allt sem býr að baki hans. Maður sér heildarmyndina sem svo miklu meira en bara sem árangur í bardaga og það er mjög fallegt.“ Aðspurð segist hún án efa verða öðruvísi skotinn í manninum sínum á svona vettvangi. „Alveg án efa og maður finnur svo sterkar tilfinningar, ég er auðvitað ekkert eðlilega stolt. Fyrsti sigurinn hjá mér er samt alltaf þegar það hefur ekkert ótrúlega alvarlegt gerst, eins og rothögg. Annar sigurinn er svo hvernig honum gengur og hvernig honum líður með bardagann. Þegar hann er búinn að gefa sig allan og er sáttur með sig, þá er ég sátt með honum. Ef hann ekki nógu sáttur þá setur maður sig inn í það, finnur hvernig honum líður og við hugsum í lausnum. Þetta er allt saman mjög áhugavert og þetta er bara svo einstök upplifun. Ég finn fyrir svo miklu þakklæti líka frá öllum stuðningsmönnum sem fylla höllina úti. Það er svo ótrúlega mikil orka og svo margir mættir þarna til að halda með honum.“ Algjört teymi Hún segir að Gunni sé á svolitlum heimavelli í Bretlandi þar sem hann hefur eytt miklum tíma bæði þar og á Írlandi. „Fólk er að taka víkingaklappið og alls konar og upplifunin er gríðarlega kraftmikil í þessari höll. Það er náttúrulega brjálæðislega mikið af fólki sem fylgist með. Svo eru öll skilaboðin líka ómetanleg, það gefst enginn upp á honum og það eru svo ótrúlega margir með honum í liði, alls konar fólk á öllum aldri. Það er svo gaman fyrir hann og líka fyrir mig, ég upplifi ótrúlega mikinn stuðning líka og við erum auðvitað alltaf saman í liði.“ Fransiska og Gunni eru öflugt teymi. Hér eru þau ásamt börnunum Stíg, Míru Björk og Róseyju Cesilie.Aðsend Hugsar sem minnst til næsta bardaga Nú er stefnan tekin á aðeins rólegri tíð hjá hjúunum en hvernig ætli Fransiska sé stemmd fyrir næsta bardaga? „Ég reyni að hugsa sem minnst um það núna,“ segir hún og hlær. „Fyrsta stressið byrjar alltaf um leið og það er staðfestur bardagi. Til að halda mínu stress level-i niðri reyni ég að hugsa ekki of mikið um það fyrr en ég þarf að gera það, það kemur að þessu. Þegar einhver kvíðahugsun kemur upp legg ég mig fram við að minna mig á að það gerir ekki mikið fyrir mig að hafa áhyggjur af þessu núna, það er smá tími í þetta og ég hef ekki stjórn á því. Þetta er rússíbani sem byrjar snemma, ég reyni að tefja kvíðann eins og ég get. Það er kannski ekki endilega gott sálfræðiráð,“ segir Fransiska hlæjandi en bætir við: „Mér finnst þetta þó koma að góðum notum þarna þar sem ég get hvorki breytt þessu né haft áhrif á þetta nema bara með því að styðja hann. Auðvitað er óumflýjanlegt að verða smá stressaður. En hann byrjaði þessa vegferð löngu áður en við kynntumst og vissi strax að þetta væri það sem hann vildi gera, enda er hann virkilega góður í þessu og maður þarf að treysta því. Þegar allt kemur til alls finnst mér ótrúlega gaman að horfa á þetta. Þó þetta sé stundum brútal og blóðugt þá er þetta gríðarlega spennandi og sniðugt listform og æsispennandi íþrótt,“ segir Fransiska að lokum glöð í bragði og örlítið þreytt eftir keyrslu helgarinnar. Ástin og lífið MMA Mest lesið „Ég er auðvitað ekkert eðlilega stolt“ Lífið Fagaðilar gefa óumbeðin ráð um útlitsbreytingar: „Frú, þú hefur þyngst“ Lífið „Verulegar fjárhæðir“ fyrir snemmbúinn helgan stein Lífið „Var fljót að henda kjólnum aftur niður og labba inn á sviðið“ Lífið Segist vera orðinn of gamall Lífið Morð og meiri missir: „Ég hélt henni í fanginu og sagði að allt yrði í lagi“ Áskorun Enginn dæmir neinn á vikulegum geislasverðaæfingum Lífið Saltaðar píkur og hátíðarúrgangur Lífið Gossip girl stjarna orðinn faðir Lífið Krotaði á átta milljón krónu tösku móður sinnar Tíska og hönnun Fleiri fréttir Fær nánast alltaf fullnægingu með rúnki en sjaldnar í kynlífi Gossip girl stjarna orðinn faðir „Verulegar fjárhæðir“ fyrir snemmbúinn helgan stein Tipsý bar valinn besti barinn í Reykjavík Fagaðilar gefa óumbeðin ráð um útlitsbreytingar: „Frú, þú hefur þyngst“ Saltaðar píkur og hátíðarúrgangur Segist vera orðinn of gamall Sveppi og Pétur skíthræddir við hýenur sem heimamaðurinn kallar djöfullinn Enginn dæmir neinn á vikulegum geislasverðaæfingum „Var fljót að henda kjólnum aftur niður og labba inn á sviðið“ „Ég er auðvitað ekkert eðlilega stolt“ Íslenska ullin grunnurinn í hönnuninni Heimsfrægir dansarar kenndu nemendum Brynju Péturs Tara Sif og Elfar Elí keyptu glæsihús í Kópavogi Hraðfréttaprins fæddur og nefndur Tvær stúlkur bera nú nafnið eftir mismæli Svíakonungs Níutíu prósent Íslendinga geti sest í helgan stein fyrir þrítugt Fréttir síðustu daga stoppa ekki bingó Flokks fólksins Stjörnulífið: Sólarsæla og sykurpabbar Dreymir um að verða rithöfundur Af hverju talar Áslaug Arna um „smjörklípumenn“? Kvennaathvarfið á allra vörum Fann ástina á Prikinu Átta Dalvíkingar grófu sig í snjóhús í hamfaraveðri Krakkatían: Bangsímon, borðspil og bílar Glanni glæpur og íþróttaálfurinn í Keflavík Elsta popphljómsveit heims að leggja upp laupana Býður í sósupartý í Smekkleysu á sunnudag Fréttatía vikunnar: Hlustendaverðlaunin, sjötugsafmæli og gjaldþrot Svona var stemningin á Nasa Sjá meira
Ógleymanlegur og átakanlegur fyrsti bardagi kærastans Fransiska Björk Hinriksdóttir og Gunnar Nelson, stundum þekkt sem eitt yfirvegaðasta par landsins, hafa verið saman í bráðum átta ár og búa saman með þremur börnum í Laugardalnum. Blaðamaður ræddi við Fransisku um ævintýri helgarinnar og upplifun hennar af atvinnu maka síns. „Ég er í raun búin að fylgja honum frá því við byrjuðum saman árið 2017. Ég gleymi aldrei fyrsta bardaganum sem ég horfði á eftir að við urðum par, þegar hann fékk rothöggið frá Ponzinibbio. Ekki besti fyrsti bardaginn til að horfa á af kærastanum sínum, “segir Fransiska kímin og bætir við: „Ég hafði alveg séð aðra bardaga en þarna vorum við komin á alvarlegri stað með sambandið og þá eru auðvitað sterkari tilfinningar til hans og fyrir hans velferð.“ Stund milli stríða hjá Fransisku og Gunna.Aðsend Fransiska var þá heima að horfa á bardagann. „Það var auðvitað ótrúlega mikið sjokk að horfa á þetta og mér fannst mjög óþægilegt að vera ekki á staðnum og geta ekki hlaupið til hans. Hann rotaðist og maður sá að hann datt út, í smá stund vissi maður ekki hvernig ástandið yrði á honum eftir þetta.“ Hún hefur allar götur síðan fylgt honum á flest alla bardaga, nema þegar hún var ólétt. „Ég vildi ekki keyra upp streituviðbragðið í líkamanum við það að horfa á bardagann þá þannig að þá fékk ég fjölskyldumeðlim eða góðan vin til þess að horfa fyrir mig og láta mig vita hvernig gekk,“ segir Fransiska og hlær. Kærkomið að geta verið hjá honum Núna líða örfáar mínútur frá því að bardaga lýkur og að þau hittist. „Ég er sótt af öryggisvörðum um leið og hann er búinn, þá fer ég strax til hans og get fylgt honum í gegnum allt sem koma skal, hvort sem það eru viðtöl eða læknisskoðun eða annað. Það er mikið betra að vera úti þó að það sé líka taugatrekkjandi.“ View this post on Instagram A post shared by Haraldur Dean Nelson (@hallinelson) Hún segir að andrúmsloftið á bardögunum sé engu líkt og hún fer undantekningarlaust í gegnum allan tilfinningaskalann. „Ég reyni að horfa allan tímann en þetta er rosa skrýtið, maður fer í gegnum svo mikið. Heldur fyrir augun, horfi, sit, stend upp, ég er smá taugahrúga allan tímann þar sem allar tilfinningarnar eru í gangi á nokkrum mínútum. Ég verð stressuð, hrædd og ofurpeppuð og keppnisskapið er auðvitað í botni. Inni í þessu öllu er maður líka að hafa gaman sem er virkilega sérstök tilfinning en ég er farin að þekkja þetta frekar vel eftir marga bardaga. Þetta er ekki mitt fyrsta „rodeo“ og þú veist að hverju þú ert að ganga.“ Krepptir hnefar og góðir straumar Sömuleiðis eru nokkrir hlutir sem hún gerir sem lætur henni líða betur. „Til dæmis smá öndunaræfingar. Stundum kreppi ég hnefann og mér finnst eins og ég sé að senda honum kraft úr stúkunni. Þó að ég viti að það hafi ekki áhrif þá leyfir maður sér samt að ímynda sér það.“ Kósí stund hjá hjúunum daginn fyrir bardagann um helgina.Aðsend Hún segir mikilvægt að tileinka sér ákveðið æðruleysi þegar komið er inn í höllina. „Ég reyni að minna mig á að ég hef enga stjórn og ég þarf að sætta mig við að vera í valdaleysi í mómentinu. Maður þarf auðvitað að treysta og leyfa honum að gera það sem hann er góður í og hefur margra ára reynslu af. Maður þarf líka að minna sig á það að maður hefur stutt við hann í gegnum æfingaferlið og gefið honum það svigrúm sem hann þarf, að vita að ég er búin að gera allt sem ég get til að styðja við hann. Það er það eina sem maður hefur og svo verður maður líka að hafa gaman að þessu. Ég segi líka alltaf við hann að muna að hafa gaman að þessu rétt fyrir bardaga. Öllum undirbúning er lokið og núna er það bara að hafa gaman.“ Dólgslæti fá ekki á Gunna Hún segir aðdáunarvert að fylgjast með sínum manni í gegnum allt ferlið og að leikurinn og gleðin sé gríðarlega mikilvægur hluti af þessu. „Það er líka lang skemmtilegast þegar maður sér og upplifir að andstæðingurinn getur líka haft gaman að þessu og það er virðing í loftinu. Eins og Holland bar greinilega virðingu fyrir Gunna en Holland er þekktur fyrir að ögra stundum með orðum og lét ekki neitt á því bera um helgina. Alveg frá því þeir hittust í vigtuninni sá maður að það var virðing. Það er miklu fallegra og þá sér maður að allir eru að njóta sín betur.“ Fransiska segir yfirvegað viðmót Gunna stöðugt heilla sig. Hann tæklar hlutina af ró og býr yfir mikilli seiglu. Það sama má segja um frúnna hans!Aðsend Hún segir þó að dólgslæti og stælar fari aldrei fyrir brjóstið á Gunna. „Hann er ekki neitt viðkvæmur fyrir því og lætur það aldrei á sig fá.“ Gunnar og Fransiska eiga það sameiginlegt að búa yfir einstaklega yfirveguðu viðmóti og segir Fransiska að það vinni án efa með þeim. „Ég hugsaði það einmitt um helgina. Ef ég væri ótrúlega mikið taugaóstyrk væri þetta miklu erfiðara. Ég hef alveg fengið að heyra það frá nokkrum að ég virki frekar róleg í viðmóti, bæði fyrir bardagann og á meðan honum stendur. Fólk verður smá hissa.“ Eftir stendur mikið þakklæti Það er sannarlega mikil breyting frá hversdagsleikanum á Íslandi að detta inn í stóran heim UFC erlendis yfir helgi þar sem Gunnar á sér gríðarstóran aðdáendahóp. „Maður er svo vanur því að vera með honum dags daglega í venjulega lífinu með börnin, vinnuna og rútínuna, skutla og sækja og annað. Svo allt í einu í kringum bardaga finnur maður fyrir því hvað þetta er stórt. Fólk úti á götu hér og þar í London er að stoppa Gunna til þess að biðja um mynd og maður tekur eftir því að margir þekkja hann. Það er alveg svolítið gaman að sjá það, maður verður smá hissa i hvert skipti þrátt fyrir að hafa verið með honum í þessu í átta ár. Þetta er mjög heillandi heimur og það er gaman að sjá hvað Gunni nær til margra.“ Fransiska ásamt gríðarlegum fjölda fólks á bardaga Gunna í Toronto 2018. Aðsend Þegar allt kemur til alls segir Fransiska að helgin úti hafi verið góð. „Við áttum mjög rólegan sunnudag og fórum í bröns með okkar fólki sem var ennþá úti. Þar náðum við svolítið að lenda og spjalla og það var auðvitað kærkomið fyrir Gunna að geta borðað venjulegan mat eftir allan undirbúninginn fyrir mótið. Þar gátum við líka í rólegheitum farið yfir það hver okkar næstu skref eru saman og planað eitthvað létt og skemmtilegt,“ segir Fransiska brosandi. „Það er huggulegt páskafrí á döfinni og svona, sem er ansi kósí eftir svona törn. Núna er loksins allt aðeins rólegra. Maður verður þó alveg ótrúlega þakklátur eftir þetta allt saman og það er magnað að sjá hversu mikil vinna fer í þetta.“ Viðhorfið heillar inn að hjartarótum Ótrúleg yfirvegun Gunna heldur sömuleiðis áfram að heilla Fransisku upp úr skónum. „Það er magnað að sjá hvernig hann tekur á móti bæði tapi og sigrum. Það er bara ótrúlegt að upplifa viðhorfið hans og seigluna, hvað hann er sterkur. Það eru ekkert allir sem hefðu taugar í þetta og hann er klárlega gerður fyrir þetta sport. Það er mjög aðdáunarvert að sjá hvað hann er kominn langt og hvernig hann er stöðugt að reyna að læra af öllum hlutum. Hann er aldrei að missa sig í neinum pirringi og er strax kominn með stragedíu. Það heillar mig alveg inn að hjartarótum, í hvert skipti,“ segir Fransiska og ljómar en hún hefur nú í það minnsta farið á sex bardaga með Gunna úti og hafa þau fengið að upplifa bæði sæta sigra og súr töp. Fransiska, til vinstri, var vel merkt sínum manni um helgina.Aðsend „Í hvert skipti sé ég hvað hann er rosalega góður í að tækla bæði. Hann nær alltaf að vera yfirvegaður og góður í að beina athyglinni á réttan stað. Teymið í kringum hann er líka stórkostlegt. Ég er með stjörnur í augunum yfir því hvað hann er heppinn með alla i kringum sig sem leggja sitt að mörkum fyrir hans velferð. Pabbi hans er náttúrulega búinn að standa með honum frá því hann var að byrja ferilinn. Það er svo magnað að geta verið faðir á hliðarlínunni og ná að halda það út líka. Hver vill betra fyrir hann en pabbi hans? Hann er með besta manninn sem umboðsmann og mamma hans er líka ómetanlegur stuðningur heima, hjálpar mikið til með krakkana í öllum þessum ferðalögum og öll fjölskyldan er svo stuðningsrík. Þjálfararnir leggja líka allt í þetta við að búa til góðar aðstæður, finna öfluga æfingafélaga og fleira til. Þetta er risastórt batterí og það er svo mikið sem fer í einn svona bardaga þar sem það er mikil pressa á stuttum tíma.“ Fyrsti sigurinn alltaf ef ekkert alvarlegt gerist Saman mynda þau öll sterka heild og segir Fransiska að teymið geri upplifun hennar að bardaganum klárlega auðveldari. „Ég get alveg skilið að fólk sjái þetta öðruvísi þegar það horfir bara á bardagann og veit ekki um allt sem býr að baki hans. Maður sér heildarmyndina sem svo miklu meira en bara sem árangur í bardaga og það er mjög fallegt.“ Aðspurð segist hún án efa verða öðruvísi skotinn í manninum sínum á svona vettvangi. „Alveg án efa og maður finnur svo sterkar tilfinningar, ég er auðvitað ekkert eðlilega stolt. Fyrsti sigurinn hjá mér er samt alltaf þegar það hefur ekkert ótrúlega alvarlegt gerst, eins og rothögg. Annar sigurinn er svo hvernig honum gengur og hvernig honum líður með bardagann. Þegar hann er búinn að gefa sig allan og er sáttur með sig, þá er ég sátt með honum. Ef hann ekki nógu sáttur þá setur maður sig inn í það, finnur hvernig honum líður og við hugsum í lausnum. Þetta er allt saman mjög áhugavert og þetta er bara svo einstök upplifun. Ég finn fyrir svo miklu þakklæti líka frá öllum stuðningsmönnum sem fylla höllina úti. Það er svo ótrúlega mikil orka og svo margir mættir þarna til að halda með honum.“ Algjört teymi Hún segir að Gunni sé á svolitlum heimavelli í Bretlandi þar sem hann hefur eytt miklum tíma bæði þar og á Írlandi. „Fólk er að taka víkingaklappið og alls konar og upplifunin er gríðarlega kraftmikil í þessari höll. Það er náttúrulega brjálæðislega mikið af fólki sem fylgist með. Svo eru öll skilaboðin líka ómetanleg, það gefst enginn upp á honum og það eru svo ótrúlega margir með honum í liði, alls konar fólk á öllum aldri. Það er svo gaman fyrir hann og líka fyrir mig, ég upplifi ótrúlega mikinn stuðning líka og við erum auðvitað alltaf saman í liði.“ Fransiska og Gunni eru öflugt teymi. Hér eru þau ásamt börnunum Stíg, Míru Björk og Róseyju Cesilie.Aðsend Hugsar sem minnst til næsta bardaga Nú er stefnan tekin á aðeins rólegri tíð hjá hjúunum en hvernig ætli Fransiska sé stemmd fyrir næsta bardaga? „Ég reyni að hugsa sem minnst um það núna,“ segir hún og hlær. „Fyrsta stressið byrjar alltaf um leið og það er staðfestur bardagi. Til að halda mínu stress level-i niðri reyni ég að hugsa ekki of mikið um það fyrr en ég þarf að gera það, það kemur að þessu. Þegar einhver kvíðahugsun kemur upp legg ég mig fram við að minna mig á að það gerir ekki mikið fyrir mig að hafa áhyggjur af þessu núna, það er smá tími í þetta og ég hef ekki stjórn á því. Þetta er rússíbani sem byrjar snemma, ég reyni að tefja kvíðann eins og ég get. Það er kannski ekki endilega gott sálfræðiráð,“ segir Fransiska hlæjandi en bætir við: „Mér finnst þetta þó koma að góðum notum þarna þar sem ég get hvorki breytt þessu né haft áhrif á þetta nema bara með því að styðja hann. Auðvitað er óumflýjanlegt að verða smá stressaður. En hann byrjaði þessa vegferð löngu áður en við kynntumst og vissi strax að þetta væri það sem hann vildi gera, enda er hann virkilega góður í þessu og maður þarf að treysta því. Þegar allt kemur til alls finnst mér ótrúlega gaman að horfa á þetta. Þó þetta sé stundum brútal og blóðugt þá er þetta gríðarlega spennandi og sniðugt listform og æsispennandi íþrótt,“ segir Fransiska að lokum glöð í bragði og örlítið þreytt eftir keyrslu helgarinnar.
Ástin og lífið MMA Mest lesið „Ég er auðvitað ekkert eðlilega stolt“ Lífið Fagaðilar gefa óumbeðin ráð um útlitsbreytingar: „Frú, þú hefur þyngst“ Lífið „Verulegar fjárhæðir“ fyrir snemmbúinn helgan stein Lífið „Var fljót að henda kjólnum aftur niður og labba inn á sviðið“ Lífið Segist vera orðinn of gamall Lífið Morð og meiri missir: „Ég hélt henni í fanginu og sagði að allt yrði í lagi“ Áskorun Enginn dæmir neinn á vikulegum geislasverðaæfingum Lífið Saltaðar píkur og hátíðarúrgangur Lífið Gossip girl stjarna orðinn faðir Lífið Krotaði á átta milljón krónu tösku móður sinnar Tíska og hönnun Fleiri fréttir Fær nánast alltaf fullnægingu með rúnki en sjaldnar í kynlífi Gossip girl stjarna orðinn faðir „Verulegar fjárhæðir“ fyrir snemmbúinn helgan stein Tipsý bar valinn besti barinn í Reykjavík Fagaðilar gefa óumbeðin ráð um útlitsbreytingar: „Frú, þú hefur þyngst“ Saltaðar píkur og hátíðarúrgangur Segist vera orðinn of gamall Sveppi og Pétur skíthræddir við hýenur sem heimamaðurinn kallar djöfullinn Enginn dæmir neinn á vikulegum geislasverðaæfingum „Var fljót að henda kjólnum aftur niður og labba inn á sviðið“ „Ég er auðvitað ekkert eðlilega stolt“ Íslenska ullin grunnurinn í hönnuninni Heimsfrægir dansarar kenndu nemendum Brynju Péturs Tara Sif og Elfar Elí keyptu glæsihús í Kópavogi Hraðfréttaprins fæddur og nefndur Tvær stúlkur bera nú nafnið eftir mismæli Svíakonungs Níutíu prósent Íslendinga geti sest í helgan stein fyrir þrítugt Fréttir síðustu daga stoppa ekki bingó Flokks fólksins Stjörnulífið: Sólarsæla og sykurpabbar Dreymir um að verða rithöfundur Af hverju talar Áslaug Arna um „smjörklípumenn“? Kvennaathvarfið á allra vörum Fann ástina á Prikinu Átta Dalvíkingar grófu sig í snjóhús í hamfaraveðri Krakkatían: Bangsímon, borðspil og bílar Glanni glæpur og íþróttaálfurinn í Keflavík Elsta popphljómsveit heims að leggja upp laupana Býður í sósupartý í Smekkleysu á sunnudag Fréttatía vikunnar: Hlustendaverðlaunin, sjötugsafmæli og gjaldþrot Svona var stemningin á Nasa Sjá meira