Segir von á mikilvægum tilboðum í Albert Aron Guðmundsson skrifar 28. mars 2024 11:51 Albert Guðmundsson hefur farið á kostum inn á knattspyrnuvellinum á yfirstandandi tímabili David Balogh - UEFA/UEFA via Getty Images Félagsskiptasérfræðingurinn Fabrizio Romano segir frá því í morgun í færslu á samfélagsmiðlinum X að forráðamenn Genoa búist við nokkrum tilboðum frá öðrum félögum í íslenska landsliðsmanninn Albert Guðmundsson, sem farið hefur á kostum bæði með liði Genoa og nú síðustu daga með íslenska landsliðinu. Albert hefur verið einn besti, ef ekki besti leikmaður Genoa á yfirstandandi tímabili þar sem að hann hefur komið að sextán mörkum fyrir félagið í tuttugu og níu leikjum. Skorað tólf mörk, lagt upp fjögur. Slík frammistaða vekji skiljanlega áhuga annarra liða á kröftum Íslendingsins. Undanfarnar vikur hefur verið greint frá því að stórlið á borð við Inter Milan, Juventus og Tottenham renni hýru auga til Alberts. Frammistaða hans undanfarna daga með íslenska landsliðinu geta síðan ekki annað en að hafa kynnt undir áhuga á þessara liða. Albert fór á kostum með íslenska landsliðinu í umspili um laust sæti á EM. Hann skoraði þrennu í 4-1 sigri liðsins gegn Ísrael í undanúrslitum og svo eina mark Íslands í 2-1 tapi gegn Úkraínu í sjálfum úrslitaleiknum. „Genoa býst við mikilvægum tilboðum í Albert Guðmundsson í sumar eftir frábært tímabil hans. Formlegar viðræður við önnur lið hafa þó ekki átt sér stað enn,“ skrifar Romano, sem setur ekki færslu fram á samfélagsmiðlum nema að vera alveg klár á því að upplýsingarnar sem þar koma fram séu réttar. Genoa anticipate important bids for Albert Gudmundsson this summer after excellent season but haven t started concrete talks with any club yet.Price tag expected to be around 25/30m and Genoa could also be open to include players in the deal. pic.twitter.com/0pjOJkDD2t— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) March 28, 2024 Enn fremur skrifar Romano að verðmiðinn á Alberti sé talinn vera um tuttugu og fimm til þrjátíu milljónir evra. Það jafngildir um og yfir fjórum og hálfum milljarði íslenskra króna. Þá sé Genoa einnig opið fyrir skiptidílum við félög þess efnis að fá inn annan leikmann í stað Alberts auk kaupverðs. Ítalski boltinn Landslið karla í fótbolta Mest lesið Jafngildi 20 Þjóðarhalla við Hringbraut svo ein á að geta risið í Laugardal Sport Nauðgunardómurinn ógildur og Dani Alves er frjáls ferða sinna Sport Depay stóð á boltanum og slóst áður en hann lyfti titlinum Fótbolti Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Fótbolti Dagskráin í dag: Átta liða úrslit FA bikarsins og margt fleira Sport Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda Sport Sabonis ekki með Litháen á EM Körfubolti Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Formúla 1 Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Formúla 1 Markasúpa í Mjólkurbikarnum Fótbolti Fleiri fréttir Depay stóð á boltanum og slóst áður en hann lyfti titlinum Markasúpa í Mjólkurbikarnum Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Breiðablik Lengjubikarmeistari eftir öruggan sigur á Þór/KA Segja Barcelona hafa svindlað og kærðu Arnór fyrsta nafn á eftirsóknarverðum lista Frumraun Gylfa í beinni í kvöld Spyrja sig hvort Freyr geti heillað eins og Slot í Liverpool „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Harry Redknapp kallaði Tuchel þýskan njósnara Slegin út með tíu mörkum í tveimur leikjum Fögnuðu grimmt og gætu fengið bann Helgi Kolviðs aftur í þjálfun Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Brassar vilja fá Ancelotti til bjargar Eiginkonan varð að færa Marquinhos miklar sorgarfréttir Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt Gömul ummæli Bartons dregin fram: „Menn sem berja konur eru skíthælar“ „Þetta er veikara lið“ Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari Til skoðunar að tilkynna málið til lögreglu Chelsea og Man City gætu þénað sextán milljarða á HM félagsliða Glæsimark Russo fullkomnaði endurkomu Arsenal Lyon örugglega áfram á kostnað Bayern Glódís Perla aftur á bekknum Umboðsmaður Davies gagnrýnir landsliðsþjálfarann Reiði í Danmörku: Sagður skvapaður og eins og barn með lömunarveiki Sjá meira
Albert hefur verið einn besti, ef ekki besti leikmaður Genoa á yfirstandandi tímabili þar sem að hann hefur komið að sextán mörkum fyrir félagið í tuttugu og níu leikjum. Skorað tólf mörk, lagt upp fjögur. Slík frammistaða vekji skiljanlega áhuga annarra liða á kröftum Íslendingsins. Undanfarnar vikur hefur verið greint frá því að stórlið á borð við Inter Milan, Juventus og Tottenham renni hýru auga til Alberts. Frammistaða hans undanfarna daga með íslenska landsliðinu geta síðan ekki annað en að hafa kynnt undir áhuga á þessara liða. Albert fór á kostum með íslenska landsliðinu í umspili um laust sæti á EM. Hann skoraði þrennu í 4-1 sigri liðsins gegn Ísrael í undanúrslitum og svo eina mark Íslands í 2-1 tapi gegn Úkraínu í sjálfum úrslitaleiknum. „Genoa býst við mikilvægum tilboðum í Albert Guðmundsson í sumar eftir frábært tímabil hans. Formlegar viðræður við önnur lið hafa þó ekki átt sér stað enn,“ skrifar Romano, sem setur ekki færslu fram á samfélagsmiðlum nema að vera alveg klár á því að upplýsingarnar sem þar koma fram séu réttar. Genoa anticipate important bids for Albert Gudmundsson this summer after excellent season but haven t started concrete talks with any club yet.Price tag expected to be around 25/30m and Genoa could also be open to include players in the deal. pic.twitter.com/0pjOJkDD2t— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) March 28, 2024 Enn fremur skrifar Romano að verðmiðinn á Alberti sé talinn vera um tuttugu og fimm til þrjátíu milljónir evra. Það jafngildir um og yfir fjórum og hálfum milljarði íslenskra króna. Þá sé Genoa einnig opið fyrir skiptidílum við félög þess efnis að fá inn annan leikmann í stað Alberts auk kaupverðs.
Ítalski boltinn Landslið karla í fótbolta Mest lesið Jafngildi 20 Þjóðarhalla við Hringbraut svo ein á að geta risið í Laugardal Sport Nauðgunardómurinn ógildur og Dani Alves er frjáls ferða sinna Sport Depay stóð á boltanum og slóst áður en hann lyfti titlinum Fótbolti Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Fótbolti Dagskráin í dag: Átta liða úrslit FA bikarsins og margt fleira Sport Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda Sport Sabonis ekki með Litháen á EM Körfubolti Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Formúla 1 Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Formúla 1 Markasúpa í Mjólkurbikarnum Fótbolti Fleiri fréttir Depay stóð á boltanum og slóst áður en hann lyfti titlinum Markasúpa í Mjólkurbikarnum Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Breiðablik Lengjubikarmeistari eftir öruggan sigur á Þór/KA Segja Barcelona hafa svindlað og kærðu Arnór fyrsta nafn á eftirsóknarverðum lista Frumraun Gylfa í beinni í kvöld Spyrja sig hvort Freyr geti heillað eins og Slot í Liverpool „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Harry Redknapp kallaði Tuchel þýskan njósnara Slegin út með tíu mörkum í tveimur leikjum Fögnuðu grimmt og gætu fengið bann Helgi Kolviðs aftur í þjálfun Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Brassar vilja fá Ancelotti til bjargar Eiginkonan varð að færa Marquinhos miklar sorgarfréttir Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt Gömul ummæli Bartons dregin fram: „Menn sem berja konur eru skíthælar“ „Þetta er veikara lið“ Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari Til skoðunar að tilkynna málið til lögreglu Chelsea og Man City gætu þénað sextán milljarða á HM félagsliða Glæsimark Russo fullkomnaði endurkomu Arsenal Lyon örugglega áfram á kostnað Bayern Glódís Perla aftur á bekknum Umboðsmaður Davies gagnrýnir landsliðsþjálfarann Reiði í Danmörku: Sagður skvapaður og eins og barn með lömunarveiki Sjá meira