Fyrrverandi Englandsmeistari með námskeið í samstarfi við Fram Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 29. mars 2024 12:01 Asmir Begović var á mála hjá Chelsea frá 2015 til 2017. Rob Newell/Getty Images Asmir Begović, markvörður Q.P.R. í ensku B-deildinni og fyrrverandi markvörður Chelsea, AC Milan og fleiri liða verður með markmannsnámskeið á heimavelli Fram í Úlfarsárdalnum í sumar. Hann hefur ágætis tengingu við Ísland enda voru Hermann Hreiðarsson og Eiður Smári Guðjohnsen samherjar hans á sínum tíma. Ásamt því að spila sem atvinnumaður frá 2005 hefur markvörðurinn leikið 63 A-landsleiki fyrir Bosníu og Hersegóvínu. Hinn 36 ára gamli Begović gekk í raðir Queens Park Rangers á síðasta ári en virðist vera farinn að huga að því hvað gerist þegar hanskarnir fara á hilluna. Hann hefur því stofnað sérstaka akademíu fyrir markverði, Asmir Begović GK Academy. View this post on Instagram A post shared by Asmir Begovi GK Academy (@abgkacademy) Akademían kemur hingað til lands í sumar þar sem Gareth Owen, markmannsþjálfari Fram, kynntist Begović þegar þeir voru báðir á mála hjá Chelsea. Owen sem þjálfari en Begović sem leikmaður. Begović og teymi hans munu halda námskeiðið þann 8. til 9. júní en allar upplýsingar má finna á vefsíðu Fram. Hann svaraði stuttlega nokkrum spurningum Vísis um komu sína til Íslands. Markmið heimsóknarinnar er að koma og vera með sérstakt markmannsnámskeið í samstarfi við Fram þann 8. og 9. júní. Ásamt Begović sjálfum koma tveir aðrir þjálfarar sem starfa fyrir akademíuna en hún er staðsett í heimalandi hans sem og á nokkrum stöðum í Englandi. „Við viljum þjálfa, mennta og aðstoða unga markverði með skipulögðum æfingum og mikilli skemmtun. Okkur hlakkar gríðarlega til að sjá unga markverði Íslands og erum spenntir fyrir þessu einstaka tækifæri.“ Aðspurður hvort reynsla sín sem atvinnumaður á hæsta stigi gæti aðstoðað unga markverði og þá kannski sérstaklega með andlega þáttinn sem er gríðarlega mikilvægur fyrir unga markverði. Taldi Begović svo vera. „Við getum án efa hjálpað ungum markvörðum með andlegu hlið leiksins sem og svarað öðrum spurningum sem þau kunna að hafa. Eitt það besta við námskeiðið sem við bjóðum upp á eru samskipti mín og þjálfara akademíunnar við markverðina þar sem þeir geta spurt að vild. Við getum svo að sama skapi deilt með þeim okkar reynslu og lærdómi sem við höfum sankað að okkur í gegnum árin.“ Var markvörðurinn öflugi spurður hvort hann ætti sér einhvern uppáhalds leikmann frá Íslandi. „Ég spilaði með Eiði Smára hjá Stoke City og Hermanni Hreiðarssyni hjá Portsmouth svo það eru mínir tveir uppáhalds leikmenn frá Íslandi.“ Með Hermanni á góðri stundu.Joe Pepler/Getty Images Begović var ungur að árum þegar hann lék með Hermanni og var því að endingu spurður hvort Hermann hafi nokkuð hrætt úr honum líftóruna en Hermann var þekktur fyrir að bregða fyrir menn fæti á sínum tíma. „Hermann var frábær hjá Portsmouth og naut þess mikið að vera með honum í liði. Hann var atvinnumaður fram í fingurgómana og frábært fyrir ungan leikmann eins og mig að vera með honum daglega. Hann var mjög faglegur í öllu sem hann gerði, ég naut þess að læra af honum og var ekki hræddur við hann á neinn hátt,“ sagði Begović hlæjandi að endingu. Fótbolti Íslenski boltinn Fram Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn „Eigum skilið að finna til“ Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Handbolti Fleiri fréttir Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Nýi markvörðurinn hjá KA sleit hásin Valur samþykkti tilboð í Gylfa Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Vestri fær bakvörð frá Svíþjóð KR lánar Óðinn til ÍR Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Sjá meira
Hann hefur ágætis tengingu við Ísland enda voru Hermann Hreiðarsson og Eiður Smári Guðjohnsen samherjar hans á sínum tíma. Ásamt því að spila sem atvinnumaður frá 2005 hefur markvörðurinn leikið 63 A-landsleiki fyrir Bosníu og Hersegóvínu. Hinn 36 ára gamli Begović gekk í raðir Queens Park Rangers á síðasta ári en virðist vera farinn að huga að því hvað gerist þegar hanskarnir fara á hilluna. Hann hefur því stofnað sérstaka akademíu fyrir markverði, Asmir Begović GK Academy. View this post on Instagram A post shared by Asmir Begovi GK Academy (@abgkacademy) Akademían kemur hingað til lands í sumar þar sem Gareth Owen, markmannsþjálfari Fram, kynntist Begović þegar þeir voru báðir á mála hjá Chelsea. Owen sem þjálfari en Begović sem leikmaður. Begović og teymi hans munu halda námskeiðið þann 8. til 9. júní en allar upplýsingar má finna á vefsíðu Fram. Hann svaraði stuttlega nokkrum spurningum Vísis um komu sína til Íslands. Markmið heimsóknarinnar er að koma og vera með sérstakt markmannsnámskeið í samstarfi við Fram þann 8. og 9. júní. Ásamt Begović sjálfum koma tveir aðrir þjálfarar sem starfa fyrir akademíuna en hún er staðsett í heimalandi hans sem og á nokkrum stöðum í Englandi. „Við viljum þjálfa, mennta og aðstoða unga markverði með skipulögðum æfingum og mikilli skemmtun. Okkur hlakkar gríðarlega til að sjá unga markverði Íslands og erum spenntir fyrir þessu einstaka tækifæri.“ Aðspurður hvort reynsla sín sem atvinnumaður á hæsta stigi gæti aðstoðað unga markverði og þá kannski sérstaklega með andlega þáttinn sem er gríðarlega mikilvægur fyrir unga markverði. Taldi Begović svo vera. „Við getum án efa hjálpað ungum markvörðum með andlegu hlið leiksins sem og svarað öðrum spurningum sem þau kunna að hafa. Eitt það besta við námskeiðið sem við bjóðum upp á eru samskipti mín og þjálfara akademíunnar við markverðina þar sem þeir geta spurt að vild. Við getum svo að sama skapi deilt með þeim okkar reynslu og lærdómi sem við höfum sankað að okkur í gegnum árin.“ Var markvörðurinn öflugi spurður hvort hann ætti sér einhvern uppáhalds leikmann frá Íslandi. „Ég spilaði með Eiði Smára hjá Stoke City og Hermanni Hreiðarssyni hjá Portsmouth svo það eru mínir tveir uppáhalds leikmenn frá Íslandi.“ Með Hermanni á góðri stundu.Joe Pepler/Getty Images Begović var ungur að árum þegar hann lék með Hermanni og var því að endingu spurður hvort Hermann hafi nokkuð hrætt úr honum líftóruna en Hermann var þekktur fyrir að bregða fyrir menn fæti á sínum tíma. „Hermann var frábær hjá Portsmouth og naut þess mikið að vera með honum í liði. Hann var atvinnumaður fram í fingurgómana og frábært fyrir ungan leikmann eins og mig að vera með honum daglega. Hann var mjög faglegur í öllu sem hann gerði, ég naut þess að læra af honum og var ekki hræddur við hann á neinn hátt,“ sagði Begović hlæjandi að endingu.
Fótbolti Íslenski boltinn Fram Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn „Eigum skilið að finna til“ Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Handbolti Fleiri fréttir Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Nýi markvörðurinn hjá KA sleit hásin Valur samþykkti tilboð í Gylfa Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Vestri fær bakvörð frá Svíþjóð KR lánar Óðinn til ÍR Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Sjá meira