Baldur og Ólafur að taka við Stjörnunni Sindri Sverrisson skrifar 4. apríl 2024 11:16 Baldur Þór Ragnarsson og Ólafur Jónas Sigurðsson taka til starfa í Garðabæ frá og með næstu leiktíð. Samsett/Bára Körfuknattleiksdeild Stjörnunnar hefur samkvæmt heimildum Vísis fundið nýja þjálfara fyrir karla- og kvennalið félagsins. Baldur Þór Ragnarsson mun taka við karlaliði Stjörnunnar og Ólafur Jónas Sigurðsson taka við kvennaliðinu, samvæmt heimildum. Hilmar Júlíusson, formaður körfuknattleiksdeildar Stjörnunnar, vildi hvorki játa þessu né neita en sagði stutt í að tilkynnt yrði um nýja þjálfara félagsins. Baldur og Ólafur taka við af Arnari Guðjónssyni sem hefur stýrt báðum liðum undanfarin misseri en hættir í vor og hefur þá störf hjá Körfuknattleikssambandi Íslands. Baldur snýr því heim til Íslands eftir að hafa síðustu tvö ár búið í Þýskalandi og þjálfað hjá Ratiopharm Ulm. Þar hefur hann stýrt yngri flokkum og einnig verið aðstoðarþjálfari aðalliðsins. Áður þjálfaði Baldur lið Tindastóls og Þórs Þorlákshafnar í efstu deild hér á landi. Hann hefur einnig verið aðstoðarlandsliðsþjálfari undanfarin ár. Ólafur Jónas tók sér hlé frá þjálfun eftir síðustu leiktíð, eftir að hafa stýrt kvennaliði Vals til Íslandsmeistaratitils í annað sinn á þremur árum. Kvennalið Stjörnunnar, sem þar til í desember lék undir stjórn Arnars og Auðar Írisar Ólafsdóttur, endaði í 5. sæti deildakeppni Subway-deildarinnar. Liðið hefur leik í úrslitakeppninni á þriðjudaginn, þegar það sækir Hauka heim í fyrsta leik liðanna í 8-liða úrslitunum. Karlalið Stjörnunnar er hins vegar í harðri baráttu um að komast í úrslitakeppnina og þarf á sigri að halda gegn Breiðabliki í kvöld, auk þess að treysta á að Tindastóll tapi gegn Hamri eða að Höttur vinni Álftanes. Subway-deild karla Subway-deild kvenna Stjarnan Tengdar fréttir „Ég eignaðist ekki börn til að vera ekkert með þeim“ Auður Íris Ólafsdóttir lét af störfum hjá Stjörnunni þar sem álagið sem fylgdi því að þjálfa tvö lið og ala upp tvö börn hafi reynst of mikið og hún sé úrvinda. 14. desember 2023 09:01 Arnar Guðjónsson: Aðrir sem sjá um að tilkynna það en ég Arnar Guðjónsson var eðlilega svekktur með 73-77 tap Stjörnunnar gegn Grindavík. Hann kvaðst fullur tilhlökkunar fyrir úrslitakeppnina en taldi liðið ekki eiga mikinn möguleika á titlinum. Eftir tímabilið lætur hann af störfum, en Arnar vildi ekki uppljóstra hver eftirmaður hans verður. 3. apríl 2024 22:00 Arnar hættir að þjálfa bæði lið Stjörnunnar Arnar Guðjónsson mun ekki þjálfa meistaraflokka Stjörnunnar í körfubolta á næsta tímabili. Þetta staðfestir Stjarnan í yfirlýsingu. 25. mars 2024 11:53 Mest lesið Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Handbolti Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Handbolti Olga tekur slaginn við Willum um stól forseta ÍSÍ Sport Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Enski boltinn Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Íslenski boltinn Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Íslenski boltinn „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Enski boltinn Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Njarðvík - Álftanes | Gestirnir með sóp á lofti? Í beinni: Stjarnan - ÍR | Síðasti séns fyrir Breiðhyltinga „Vissi að ég átti miklu, miklu meira inni“ Álftnesingar fengu frábærar fréttir fyrir kvöldið „Get huggað mig við það að ég var líka heppinn“ „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ „Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Uppgjörið: Valur-Grindavík 75-86 | Grindvíkingar í lykilstöðu Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 100-75 | Stólarnir sópuðu Keflvíkingum í sumarfrí Þrír aðstoða Pekka með landsliðið Jokic tjáir sig um óvæntan brottrekstur þjálfarans Barðist við tárin fyrir leik en skoraði svo 45 stig gegn gamla liðinu LeBron fær Barbie dúkku af sér „Þegar ég er í svona stuði þá fara þær á ferð með mér“ „Ekki séns að fara í sumarfrí“ Uppgjör: Njarðvík - Stjarnan 95-89 | Sópurinn á lofti í IceMar-höllinni Uppgjör: Þór Ak.-Valur 72-60 | Þórskonur ætluðu ekki í sumarfrí í kvöld Denver reka þjálfarann korter í úrslitakeppni „Meiri barátta í okkur í dag heldur en í hinum leikjunum“ „Erum á uppleið og ætlum að halda áfram“ Uppgjörið: Haukar - Grindavík 76-73 | Deildarmeistararnir fengu líflínu Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 88-58 | Mættu með sópinn Flórída háskólameistari í fyrsta sinn í átján ár „Erum að gera þetta fyrir samfélagið“ „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ „Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“ „Erfitt að vinna okkur þegar við spilum svona“ „Erfitt að spila við þessar aðstæður“ „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Hamar/Þór og KR í kjörstöðu Sjá meira
Baldur Þór Ragnarsson mun taka við karlaliði Stjörnunnar og Ólafur Jónas Sigurðsson taka við kvennaliðinu, samvæmt heimildum. Hilmar Júlíusson, formaður körfuknattleiksdeildar Stjörnunnar, vildi hvorki játa þessu né neita en sagði stutt í að tilkynnt yrði um nýja þjálfara félagsins. Baldur og Ólafur taka við af Arnari Guðjónssyni sem hefur stýrt báðum liðum undanfarin misseri en hættir í vor og hefur þá störf hjá Körfuknattleikssambandi Íslands. Baldur snýr því heim til Íslands eftir að hafa síðustu tvö ár búið í Þýskalandi og þjálfað hjá Ratiopharm Ulm. Þar hefur hann stýrt yngri flokkum og einnig verið aðstoðarþjálfari aðalliðsins. Áður þjálfaði Baldur lið Tindastóls og Þórs Þorlákshafnar í efstu deild hér á landi. Hann hefur einnig verið aðstoðarlandsliðsþjálfari undanfarin ár. Ólafur Jónas tók sér hlé frá þjálfun eftir síðustu leiktíð, eftir að hafa stýrt kvennaliði Vals til Íslandsmeistaratitils í annað sinn á þremur árum. Kvennalið Stjörnunnar, sem þar til í desember lék undir stjórn Arnars og Auðar Írisar Ólafsdóttur, endaði í 5. sæti deildakeppni Subway-deildarinnar. Liðið hefur leik í úrslitakeppninni á þriðjudaginn, þegar það sækir Hauka heim í fyrsta leik liðanna í 8-liða úrslitunum. Karlalið Stjörnunnar er hins vegar í harðri baráttu um að komast í úrslitakeppnina og þarf á sigri að halda gegn Breiðabliki í kvöld, auk þess að treysta á að Tindastóll tapi gegn Hamri eða að Höttur vinni Álftanes.
Subway-deild karla Subway-deild kvenna Stjarnan Tengdar fréttir „Ég eignaðist ekki börn til að vera ekkert með þeim“ Auður Íris Ólafsdóttir lét af störfum hjá Stjörnunni þar sem álagið sem fylgdi því að þjálfa tvö lið og ala upp tvö börn hafi reynst of mikið og hún sé úrvinda. 14. desember 2023 09:01 Arnar Guðjónsson: Aðrir sem sjá um að tilkynna það en ég Arnar Guðjónsson var eðlilega svekktur með 73-77 tap Stjörnunnar gegn Grindavík. Hann kvaðst fullur tilhlökkunar fyrir úrslitakeppnina en taldi liðið ekki eiga mikinn möguleika á titlinum. Eftir tímabilið lætur hann af störfum, en Arnar vildi ekki uppljóstra hver eftirmaður hans verður. 3. apríl 2024 22:00 Arnar hættir að þjálfa bæði lið Stjörnunnar Arnar Guðjónsson mun ekki þjálfa meistaraflokka Stjörnunnar í körfubolta á næsta tímabili. Þetta staðfestir Stjarnan í yfirlýsingu. 25. mars 2024 11:53 Mest lesið Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Handbolti Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Handbolti Olga tekur slaginn við Willum um stól forseta ÍSÍ Sport Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Enski boltinn Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Íslenski boltinn Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Íslenski boltinn „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Enski boltinn Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Njarðvík - Álftanes | Gestirnir með sóp á lofti? Í beinni: Stjarnan - ÍR | Síðasti séns fyrir Breiðhyltinga „Vissi að ég átti miklu, miklu meira inni“ Álftnesingar fengu frábærar fréttir fyrir kvöldið „Get huggað mig við það að ég var líka heppinn“ „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ „Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Uppgjörið: Valur-Grindavík 75-86 | Grindvíkingar í lykilstöðu Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 100-75 | Stólarnir sópuðu Keflvíkingum í sumarfrí Þrír aðstoða Pekka með landsliðið Jokic tjáir sig um óvæntan brottrekstur þjálfarans Barðist við tárin fyrir leik en skoraði svo 45 stig gegn gamla liðinu LeBron fær Barbie dúkku af sér „Þegar ég er í svona stuði þá fara þær á ferð með mér“ „Ekki séns að fara í sumarfrí“ Uppgjör: Njarðvík - Stjarnan 95-89 | Sópurinn á lofti í IceMar-höllinni Uppgjör: Þór Ak.-Valur 72-60 | Þórskonur ætluðu ekki í sumarfrí í kvöld Denver reka þjálfarann korter í úrslitakeppni „Meiri barátta í okkur í dag heldur en í hinum leikjunum“ „Erum á uppleið og ætlum að halda áfram“ Uppgjörið: Haukar - Grindavík 76-73 | Deildarmeistararnir fengu líflínu Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 88-58 | Mættu með sópinn Flórída háskólameistari í fyrsta sinn í átján ár „Erum að gera þetta fyrir samfélagið“ „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ „Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“ „Erfitt að vinna okkur þegar við spilum svona“ „Erfitt að spila við þessar aðstæður“ „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Hamar/Þór og KR í kjörstöðu Sjá meira
„Ég eignaðist ekki börn til að vera ekkert með þeim“ Auður Íris Ólafsdóttir lét af störfum hjá Stjörnunni þar sem álagið sem fylgdi því að þjálfa tvö lið og ala upp tvö börn hafi reynst of mikið og hún sé úrvinda. 14. desember 2023 09:01
Arnar Guðjónsson: Aðrir sem sjá um að tilkynna það en ég Arnar Guðjónsson var eðlilega svekktur með 73-77 tap Stjörnunnar gegn Grindavík. Hann kvaðst fullur tilhlökkunar fyrir úrslitakeppnina en taldi liðið ekki eiga mikinn möguleika á titlinum. Eftir tímabilið lætur hann af störfum, en Arnar vildi ekki uppljóstra hver eftirmaður hans verður. 3. apríl 2024 22:00
Arnar hættir að þjálfa bæði lið Stjörnunnar Arnar Guðjónsson mun ekki þjálfa meistaraflokka Stjörnunnar í körfubolta á næsta tímabili. Þetta staðfestir Stjarnan í yfirlýsingu. 25. mars 2024 11:53