Í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands segir að él verði norðaustanlands en annars bjartviðri. Í kvöld bæti síðan í ofankomuna og búast megi við hríðarveðri á Norðaustur- og Austurlandi, einkum til fjalla.
Gul viðvörun taki gildi í dag og fram á kvöld vegna hríðar og storms á austanverðu landinu. Hér má sjá hvenær viðvörun gildir á hverjum stað.