Sölubásar Kristjáníu fjarlægðir og Pusher-stræti lokað Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 6. apríl 2024 09:45 Sölubásarnir voru fjarlægðir í morgun. EPA/Mads Claus Rasmussen Hinu alræmda Pusher-stræti í Kristjáníu í Kaupmannahöfn verður lokað og vonast er til þess að kannabissalan sem hefur einkennt hana í áratugi muni heyra sögunni til. Í morgun voru sölubásarnir sem notaðir eru til að selja fíkniefni fjarlægðir af götunni og klukkan níu í morgun hófst vinna við að bókstaflega grafa götuna upp. Malbikið verður fjarlægt af götunni af hópi íbúa í Kristjáníu í samstarfi við ríkið, borgina og lögreglu. Ástæðan fyrir því að malbikið sé grafið upp er sú að vonast er eftir því að útlitsbreytingin muni leiða til sálfræðilegar breytingar. „Ef maður breytir einhverju útlitslega þá er mjög líklegt að það breyti einhverju sálfræðilega,“ hefur danska ríkisútvarpið eftir Huldu Mader talsmanni íbúahópsins sem stendur fyrir aðgerðunum. Öllum er velkomið að taka þátt í framkvæmdunum og er fólki einnig velkomið að taka með sér götustein heim sem minjagrip. Hulda segir allri Danmörku vera boðið. Pusher-stræti hefur verið horn í síðu lögreglunnar í Kaupmannahöfn í áratugi vegna starfsemi glæpagengja þar en ákveðið var að ganga í framkvæmdir nú vegna nokkurra morða sem framin hafa verið þar síðustu ár. Í ágúst í fyrra var þrítugur maður myrtur á Pusher-stræti og fjórir gestir urðu fyrir skoti. Eftir það hófst margra mánaða samstarf íbúa, lögreglunnar, borgarinnar og dómsmálaráðuneytisins með það að leiðarljósi að loka götunni endanlega. Til að binda enda á fíkniefnasöluna og ofbeldið sem fylgir er ætlunin að gera götuna alveg upp. Hvernig endanlegt útlit hennar verður liggur ekki fyrir en ætlun íbúa er að gatan verði verslunar- og menningargata. Kaupmannahafnarborg og danska ríkið hefur lagt til tæpar þrjátíu milljónir danskra króna í verkefnið sem nemur sexhundruð milljónum íslenskra. „Ég vona að hún geti orðið fallegt aðalstræti, ný lífæð Kristjáníu. Huggulegur staður til að verja tíma á án harðra glæpamanna. Ég hlakka til þess,“ segir Hulda. Danmörk Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Fleiri fréttir Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Sjá meira
Í morgun voru sölubásarnir sem notaðir eru til að selja fíkniefni fjarlægðir af götunni og klukkan níu í morgun hófst vinna við að bókstaflega grafa götuna upp. Malbikið verður fjarlægt af götunni af hópi íbúa í Kristjáníu í samstarfi við ríkið, borgina og lögreglu. Ástæðan fyrir því að malbikið sé grafið upp er sú að vonast er eftir því að útlitsbreytingin muni leiða til sálfræðilegar breytingar. „Ef maður breytir einhverju útlitslega þá er mjög líklegt að það breyti einhverju sálfræðilega,“ hefur danska ríkisútvarpið eftir Huldu Mader talsmanni íbúahópsins sem stendur fyrir aðgerðunum. Öllum er velkomið að taka þátt í framkvæmdunum og er fólki einnig velkomið að taka með sér götustein heim sem minjagrip. Hulda segir allri Danmörku vera boðið. Pusher-stræti hefur verið horn í síðu lögreglunnar í Kaupmannahöfn í áratugi vegna starfsemi glæpagengja þar en ákveðið var að ganga í framkvæmdir nú vegna nokkurra morða sem framin hafa verið þar síðustu ár. Í ágúst í fyrra var þrítugur maður myrtur á Pusher-stræti og fjórir gestir urðu fyrir skoti. Eftir það hófst margra mánaða samstarf íbúa, lögreglunnar, borgarinnar og dómsmálaráðuneytisins með það að leiðarljósi að loka götunni endanlega. Til að binda enda á fíkniefnasöluna og ofbeldið sem fylgir er ætlunin að gera götuna alveg upp. Hvernig endanlegt útlit hennar verður liggur ekki fyrir en ætlun íbúa er að gatan verði verslunar- og menningargata. Kaupmannahafnarborg og danska ríkið hefur lagt til tæpar þrjátíu milljónir danskra króna í verkefnið sem nemur sexhundruð milljónum íslenskra. „Ég vona að hún geti orðið fallegt aðalstræti, ný lífæð Kristjáníu. Huggulegur staður til að verja tíma á án harðra glæpamanna. Ég hlakka til þess,“ segir Hulda.
Danmörk Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Fleiri fréttir Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Sjá meira