„Eru búnir að vera að hóta því síðan“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. apríl 2024 11:00 Kristófer Acox og félagar í Valsliðinu eru sigurstranglegir á móti Hetti í átta liða úrslitunum. Vísir/Diego Teitur Örlygsson sér þroskamerki á Valsliðinu og Helgi Már Magnússon vill að Hattarmenn njóti þess að vera í úrslitakeppninni í fyrstas skiptið. Einvígi liðanna hefst í kvöld. Úrslitakeppni karlakörfuboltans hefst í kvöld og í öðru einvíginu sem fer að stað miðvikudaginn 10. apríl 2024 verður Höttur að spila sinn fyrsta leik í úrslitakeppni frá upphafi. Þetta er því mjög sögulegur dagur fyrir körfuboltann á Austurlandi. Subway Körfuboltakvöld fór vel yfir öll einvígin í átta liða úrslitum úrslitakeppni Subway deildar karla en sérfræðingarnir voru Teitur Örlygsson og Helgi Már Magnússon, báðir margfaldir Íslandsmeistarar í úrslitakeppni. Valsmenn urðu deildarmeistarar og mæta liðinu í áttunda sæti sem varð Höttur. Valsmenn unnu báða innbyrðis leiki liðanna í vetur. Höttur er að taka þátt í úrslitakeppninni í fyrsta sinn en Valsliðið hefur verið í lokaúrslitum undanfarin tvö ár. Búnir að vera langbestir í vetur Stefán Árni Pálsson vildi fá að vita það hvort að Hattarmenn ættu hreinlega einhverja möguleika í þessu einvígi? Klippa: Upphitun fyrir einvígi Vals og Hattar „Já, já. Þeir eiga alveg séns en mér finnst eins og Teitur kemur inn á. Ég er alveg sammála því að Valur er mun mun líklegri kandidat. Þetta eru meistaraefni og hafa verið það undanfarin þrjú ár. Urðu meistarar fyrir tveimur árum og eru búnir að vera að hóta því síðan,“ sagði Helgi Már. Valsmenn hafa misst bestu bakverði sína í meiðsli, fyrst Kára Jónsson og svo Joshua Jefferson. „Þeir eru búnir að vera langbestir í vetur en hafa vissulega lent í einhverjum skakkaföllum. Ég held að það skipti engu máli í þessari seríu. Valsmenn eru ennþá daginn í dag meistarakandidatar þrátt fyrir að hafa misst þessa menn,“ sagði Helgi. Sér þroskamerki Teitur hrósaði Valsmönnum og hvernig þeir nálguðust leik sinn í lokaumferðinni. „Þessi kjarni Valsmanna er samt sem áður búinn að búa til smá sigurhefð. Hvernig þeir mæta inn í leiki. Ég var hrifinn af því í gær að horfa á Val á móti Njarðvík, í leik sem skipti þá engu máli. Þeir voru bara á fullu, menn stigu upp hver á fætur öðrum og maður sá að þessi leikur skipti þá máli þrátt fyrir að deildartitillinn væri í höfn,“ sagði Teitur. „Það finnst mér vera þroskamerki og sýnir að Valsliðið er á mjög góðum stað,“ sagði Teitur. Í fyrsta skiptið á lokaballinu „Hversu erfitt verður það fyrir Egilsstaðaabúa að mæta í fyrsta skiptið á lokaballið,“ spurði Stefán Árni. „Ég held að það verði bara gaman hjá þeim. Ég neita að trúa öðru en að þeir reyni að njóta. Ég gæti alveg trúað því að leikur tvö verði erfiður leikur fyrir Val. Troðfullt hús og frábær stemmning. Það er erfitt að fara á Egilsstaði til að byrja með. Ég vona að þeir njóti og gefi allt í þetta,“ sagði Helgi. Leikur Vals og Hattar hefst klukkan 20.15 í kvöld og verður hann sýndur beint á Stöð 2 Sport 5. Leikur Njarðvíkur og Þórs hefst klukkan 19.30 og hann er sýndur beint á Stöð 2 Sport. Hér fyrir ofan má sjá alla umræðuna um einvígi Vals og Hattar og þar má líka sjá þá sérfræðinga spá fyrir hvernig einvígið fari. Fyrir neðan má síðan nálgast alla upphituna í Subway Körfuboltakvöldi en hún er aðgengileg í Besta sætis hlaðvarpinu. Má hlusta bæði á Vísi sem og á öllum hlaðvarpsveitum. Klippa: Körfuboltakvöld hitar upp fyrir úrslitakeppnina Subway-deild karla Valur Höttur Mest lesið Jafngildi 20 Þjóðarhalla við Hringbraut svo ein á að geta risið í Laugardal Sport Nauðgunardómurinn ógildur og Dani Alves er frjáls ferða sinna Sport Depay stóð á boltanum og slóst áður en hann lyfti titlinum Fótbolti Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Fótbolti Dagskráin í dag: Átta liða úrslit FA bikarsins og margt fleira Sport Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda Sport Sabonis ekki með Litháen á EM Körfubolti Markasúpa í Mjólkurbikarnum Fótbolti Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Formúla 1 Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Formúla 1 Fleiri fréttir Sjáðu fimm bestu tilþrifin og kjóstu Sabonis ekki með Litháen á EM Ráku sigursælasta þjálfarann rétt fyrir úrslitakeppnina Voru fimm stigum undir þegar 12,6 sekúndur voru eftir en unnu samt Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ Miðasalan á EM er hafin Martin um EM dráttinn: „Yrðu algjör forréttindi að mæta þeim á vellinum“ „Verður gott að fá meiri frítíma en mun sakna strákanna“ Kjartan Atli: Undirbúningurinn fyrir úrslitakeppnina byrjar strax uppi á hóteli „Er ekki alveg eins gott að byrja á þeim?“ „Heimavöllurinn gefur þér ekki neina sigra“ Baldur: Ég reikna með að hinir leikirnir séu löngu búnir „Verð áfram nema Jóhanna reki mig“ „Málum alla staði sem við spilum á bláa og hvíta“ „Ætlum ekki að vera farþegar í úrslitakeppinni“ Uppgjörið: Þór - Keflavík 114-119 | Keflvíkingar tryggðu sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 103-110 | Tókst ekki að stela öðru sætinu Uppgjörið: Tindastóll - Valur 88-74 | Tindastóll er deildarmeistari Uppgjörið: Grindavík - KR 86-83 | Tímabilinu lokið hjá KR en Grindavík mætir Val Leik lokið: Haukar - ÍR 80-91 | ÍR-ingar tryggðu sér sjöunda sætið Uppgjörið: Höttur - Álftanes 99-95 | Höttur kvaddi úrvalsdeildina með sigri „Mikil spenna á öllum vígstöðvum“ Ísland byrjar á Ísrael og endar á Frökkum Frakkland, Ísrael og Belgía bættust í EM-riðil Íslands Utan vallar: Goðsögnin um indverska rottuhlaupið Sjáðu alla möguleikana á óhemju spennandi lokakvöldi Segir Aþenu svikna um aðstöðu LeBron opnar sig um sambandið við Jordan: „Við tölum ekki saman“ „Það er fjandskapur þarna á milli sem er óútskýrður“ Sjá meira
Úrslitakeppni karlakörfuboltans hefst í kvöld og í öðru einvíginu sem fer að stað miðvikudaginn 10. apríl 2024 verður Höttur að spila sinn fyrsta leik í úrslitakeppni frá upphafi. Þetta er því mjög sögulegur dagur fyrir körfuboltann á Austurlandi. Subway Körfuboltakvöld fór vel yfir öll einvígin í átta liða úrslitum úrslitakeppni Subway deildar karla en sérfræðingarnir voru Teitur Örlygsson og Helgi Már Magnússon, báðir margfaldir Íslandsmeistarar í úrslitakeppni. Valsmenn urðu deildarmeistarar og mæta liðinu í áttunda sæti sem varð Höttur. Valsmenn unnu báða innbyrðis leiki liðanna í vetur. Höttur er að taka þátt í úrslitakeppninni í fyrsta sinn en Valsliðið hefur verið í lokaúrslitum undanfarin tvö ár. Búnir að vera langbestir í vetur Stefán Árni Pálsson vildi fá að vita það hvort að Hattarmenn ættu hreinlega einhverja möguleika í þessu einvígi? Klippa: Upphitun fyrir einvígi Vals og Hattar „Já, já. Þeir eiga alveg séns en mér finnst eins og Teitur kemur inn á. Ég er alveg sammála því að Valur er mun mun líklegri kandidat. Þetta eru meistaraefni og hafa verið það undanfarin þrjú ár. Urðu meistarar fyrir tveimur árum og eru búnir að vera að hóta því síðan,“ sagði Helgi Már. Valsmenn hafa misst bestu bakverði sína í meiðsli, fyrst Kára Jónsson og svo Joshua Jefferson. „Þeir eru búnir að vera langbestir í vetur en hafa vissulega lent í einhverjum skakkaföllum. Ég held að það skipti engu máli í þessari seríu. Valsmenn eru ennþá daginn í dag meistarakandidatar þrátt fyrir að hafa misst þessa menn,“ sagði Helgi. Sér þroskamerki Teitur hrósaði Valsmönnum og hvernig þeir nálguðust leik sinn í lokaumferðinni. „Þessi kjarni Valsmanna er samt sem áður búinn að búa til smá sigurhefð. Hvernig þeir mæta inn í leiki. Ég var hrifinn af því í gær að horfa á Val á móti Njarðvík, í leik sem skipti þá engu máli. Þeir voru bara á fullu, menn stigu upp hver á fætur öðrum og maður sá að þessi leikur skipti þá máli þrátt fyrir að deildartitillinn væri í höfn,“ sagði Teitur. „Það finnst mér vera þroskamerki og sýnir að Valsliðið er á mjög góðum stað,“ sagði Teitur. Í fyrsta skiptið á lokaballinu „Hversu erfitt verður það fyrir Egilsstaðaabúa að mæta í fyrsta skiptið á lokaballið,“ spurði Stefán Árni. „Ég held að það verði bara gaman hjá þeim. Ég neita að trúa öðru en að þeir reyni að njóta. Ég gæti alveg trúað því að leikur tvö verði erfiður leikur fyrir Val. Troðfullt hús og frábær stemmning. Það er erfitt að fara á Egilsstaði til að byrja með. Ég vona að þeir njóti og gefi allt í þetta,“ sagði Helgi. Leikur Vals og Hattar hefst klukkan 20.15 í kvöld og verður hann sýndur beint á Stöð 2 Sport 5. Leikur Njarðvíkur og Þórs hefst klukkan 19.30 og hann er sýndur beint á Stöð 2 Sport. Hér fyrir ofan má sjá alla umræðuna um einvígi Vals og Hattar og þar má líka sjá þá sérfræðinga spá fyrir hvernig einvígið fari. Fyrir neðan má síðan nálgast alla upphituna í Subway Körfuboltakvöldi en hún er aðgengileg í Besta sætis hlaðvarpinu. Má hlusta bæði á Vísi sem og á öllum hlaðvarpsveitum. Klippa: Körfuboltakvöld hitar upp fyrir úrslitakeppnina
Subway-deild karla Valur Höttur Mest lesið Jafngildi 20 Þjóðarhalla við Hringbraut svo ein á að geta risið í Laugardal Sport Nauðgunardómurinn ógildur og Dani Alves er frjáls ferða sinna Sport Depay stóð á boltanum og slóst áður en hann lyfti titlinum Fótbolti Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Fótbolti Dagskráin í dag: Átta liða úrslit FA bikarsins og margt fleira Sport Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda Sport Sabonis ekki með Litháen á EM Körfubolti Markasúpa í Mjólkurbikarnum Fótbolti Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Formúla 1 Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Formúla 1 Fleiri fréttir Sjáðu fimm bestu tilþrifin og kjóstu Sabonis ekki með Litháen á EM Ráku sigursælasta þjálfarann rétt fyrir úrslitakeppnina Voru fimm stigum undir þegar 12,6 sekúndur voru eftir en unnu samt Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ Miðasalan á EM er hafin Martin um EM dráttinn: „Yrðu algjör forréttindi að mæta þeim á vellinum“ „Verður gott að fá meiri frítíma en mun sakna strákanna“ Kjartan Atli: Undirbúningurinn fyrir úrslitakeppnina byrjar strax uppi á hóteli „Er ekki alveg eins gott að byrja á þeim?“ „Heimavöllurinn gefur þér ekki neina sigra“ Baldur: Ég reikna með að hinir leikirnir séu löngu búnir „Verð áfram nema Jóhanna reki mig“ „Málum alla staði sem við spilum á bláa og hvíta“ „Ætlum ekki að vera farþegar í úrslitakeppinni“ Uppgjörið: Þór - Keflavík 114-119 | Keflvíkingar tryggðu sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 103-110 | Tókst ekki að stela öðru sætinu Uppgjörið: Tindastóll - Valur 88-74 | Tindastóll er deildarmeistari Uppgjörið: Grindavík - KR 86-83 | Tímabilinu lokið hjá KR en Grindavík mætir Val Leik lokið: Haukar - ÍR 80-91 | ÍR-ingar tryggðu sér sjöunda sætið Uppgjörið: Höttur - Álftanes 99-95 | Höttur kvaddi úrvalsdeildina með sigri „Mikil spenna á öllum vígstöðvum“ Ísland byrjar á Ísrael og endar á Frökkum Frakkland, Ísrael og Belgía bættust í EM-riðil Íslands Utan vallar: Goðsögnin um indverska rottuhlaupið Sjáðu alla möguleikana á óhemju spennandi lokakvöldi Segir Aþenu svikna um aðstöðu LeBron opnar sig um sambandið við Jordan: „Við tölum ekki saman“ „Það er fjandskapur þarna á milli sem er óútskýrður“ Sjá meira