Þurfti endilega 504.670 vottorð? Jóhann Páll Jóhannsson skrifar 11. apríl 2024 12:00 Það fer of mikill tími í skriffinnsku og of lítill tími í að sinna sjúklingnum. Þetta er lýsing sem við í Samfylkingunni heyrum aftur og aftur þegar við fundum með heilbrigðisstarfsfólki. Á árunum 2018-2021 rituðu læknar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins samtals 504.670 vottorð, meðal annars 134.670 vottorð vegna fjarveru frá vinnu, 108.834 beiðnir um sjúkraþjálfun og 23.629 vottorð vegna fjarvista frá skóla. „Við erum endurtekið að gera skammtímavottorð fyrir vinnuveitendur vegna minniháttar veikinda. Sjaldnast er óskað eftir aðkomu okkar vegna veikindanna, heldur mætti segja að við séum varðhundar mætingar fyrir vinnuveitendur,“ skrifar Oddur Steinarsson heimilislæknir í nýlegum pistli í Læknablaðinu. Bent hefur verið á að íslenskir læknar gefa út jafn marga lyfseðla fyrir undanþágulyf og lyfjaskírteini og allir sænskir læknar til samans, sem eru þrjátíu sinnum fleiri. Krafan um að skrifaðar séu út tilvísanir vegna heimasókna barna til sérfræðilækna hefur verið gagnrýnd harðlega, og eins það hve gríðarlegum tíma á heilsugæslustöðvum er varið í að bregðast við beiðnum tryggingafélaga og lífeyrissjóða um vottorð og álitsgerðir. „Við erum að fara ansi hátt í prósentunýtingu á tíma heimilislækna í vottorð og hliðvörslu. Þeir þurfa líka að vera hliðverðir fyrir spelkur, göngugrindur og bleiur,“ er haft eftir Steinunni Þórðardóttur, formanni Læknafélags Íslands. „Haldið þið að fólk sé mikið að misnota slíkar beiðnir, að biðja um fullorðinsbleiur ef það þarf þess ekki?“ Undanfarin ár hafa ýmis umfangsmikil verkefni verið flutt yfir til heilsugæslunnar án þess að fylgt hafi nægilegt fjármagn, nauðsynlegur mannafli og aðstaða. Fjöldi heimilislækna miðað við íbúafjölda er nú í sögulegri lægð og langt undir því sem tíðkast í löndunum í kringum okkur. Það skýtur skökku við að á sama tíma og mönnunarvandinn ágerist og biðtími eftir þjónustu lengist skuli skriffinnska og vottorðagerð aukast ár frá ári. Þetta er ekki góð nýting á tíma og peningum. Reglur um gerð og útgáfu læknisvottorða voru settar árið 1991 og hafa ekki verið uppfærðar síðan. Í skýrslu starfshóps um vottorðagerð sem kom út í desember 2022 er bent á að kröfur atvinnulífs og menntakerfis til læknisvottorða vegna veikindafjarveru eru umtalsvert meiri á Íslandi en í nágrannalöndunum. Í Svíþjóð tíðkast ekki að heilsugæslulæknar skrifi álitsgerðir og vottorð að beiðni tryggingafyrirtækja og lífeyrissjóða og þar geta vinnuveitendur og skólar ekki farið fram á læknisvottorð nema veikindi standi yfir í meira en viku. Það er löngu tímabært að teknar verði upp sams konar reglur á Íslandi og að skyldur heilbrigðisstarfsfólks í þessum efnum verði afmarkaðar með skýrari hætti í reglugerð. Þetta er á meðal þeirra fjölmörgu aðgerða sem við í Samfylkingunni köllum eftir í Öruggum skrefum, stefnuplaggi um heilbrigðis- og öldrunarmál sem er eins konar verklýsing fyrir ríkisstjórn jafnaðarmanna sem vonandi tekur við stjórnartaumunum að loknum næstu Alþingiskosningum. Í Öruggum skrefum setjum við fram fimm þjóðarmarkmið sem við teljum raunhæft að ná á tveimur kjörtímabilum: að fólk fái fastan heimilislækni og heimilisteymi, að ráðist verði í þjóðarátak í umönnun eldra fólks með stóraukinni heimaþjónustu og fullfjármagnaðri uppbyggingu hjúkrunarrýma, að stigin verði afgerandi skref til að tryggja öruggt aðgengi að heilbrigðisþjónustu um allt land, að heilbrigðistækni og sjúkraskrárkerfi verði á forsendum sjúklinga og starfsfólks en ekki tæknifyrirtækja, að starfsfólki verði gert kleift að verja auknum tíma með sjúklingnum, og loks að fjárstýring og eftirlit verði stórbætt. Íbæklingnum er fjallað ítarlega um hvert og eitt markmið en áherslurnar eru sóttar til almennings á hátt í 40 opnum fundum um land allt en jafnframt af fundum á vinnustöðum, með heilbrigðisstéttum, stjórnendum stofnana og sérfræðingum um heilbrigðismál. Sumt af því sem við leggjum til mun útheimta aukið fjármagn til heilbrigðismála – og skyldi kannski engan undra enda verjum við umtalsvert lægra hlutfalli vergrar landsframleiðslu til heilbrigðisþjónustu en hinar Norðurlandaþjóðirnar. Annað snýst um að nýta takmarkaða fjármuni betur og auka skilvirkni í kerfinu. Liður í því er að höggva á skriffinnsku, bæði í heilsugæslu- og sjúkrahúsaþjónustu, svo að kraftar sérhæfðra heilbrigðisstarfsmanna nýtist sem best til að sinna þörfum sjúklinga. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar og 1. varaformaður velferðarnefndar Alþingis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóhann Páll Jóhannsson Samfylkingin Heilsugæsla Heilbrigðismál Alþingi Mest lesið Halldór 29.03.2025 Halldór Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson skrifar Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson skrifar Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Kárhóll og Kína: Þegar vísindi verða pólitísk tól Davíð Michelsen skrifar Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn gegn fjölskyldusameiningum? Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið deyr í myrkrinu Heiðar Örn Sigurfinnsson skrifar Skoðun Færni til framtíðar Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lestu Gaza Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar Skoðun 10 ár og bull í lokin Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Opið bréf til atvinnuvegaráðherra: 48 daga, nei takk Gísli Gunnar Marteinsson skrifar Skoðun Á nú að opinbera það að ég veit í rauninni ekki neitt? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Höfuðborgarinnar, ekki Íslands Arent Orri Claessen,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson skrifar Sjá meira
Það fer of mikill tími í skriffinnsku og of lítill tími í að sinna sjúklingnum. Þetta er lýsing sem við í Samfylkingunni heyrum aftur og aftur þegar við fundum með heilbrigðisstarfsfólki. Á árunum 2018-2021 rituðu læknar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins samtals 504.670 vottorð, meðal annars 134.670 vottorð vegna fjarveru frá vinnu, 108.834 beiðnir um sjúkraþjálfun og 23.629 vottorð vegna fjarvista frá skóla. „Við erum endurtekið að gera skammtímavottorð fyrir vinnuveitendur vegna minniháttar veikinda. Sjaldnast er óskað eftir aðkomu okkar vegna veikindanna, heldur mætti segja að við séum varðhundar mætingar fyrir vinnuveitendur,“ skrifar Oddur Steinarsson heimilislæknir í nýlegum pistli í Læknablaðinu. Bent hefur verið á að íslenskir læknar gefa út jafn marga lyfseðla fyrir undanþágulyf og lyfjaskírteini og allir sænskir læknar til samans, sem eru þrjátíu sinnum fleiri. Krafan um að skrifaðar séu út tilvísanir vegna heimasókna barna til sérfræðilækna hefur verið gagnrýnd harðlega, og eins það hve gríðarlegum tíma á heilsugæslustöðvum er varið í að bregðast við beiðnum tryggingafélaga og lífeyrissjóða um vottorð og álitsgerðir. „Við erum að fara ansi hátt í prósentunýtingu á tíma heimilislækna í vottorð og hliðvörslu. Þeir þurfa líka að vera hliðverðir fyrir spelkur, göngugrindur og bleiur,“ er haft eftir Steinunni Þórðardóttur, formanni Læknafélags Íslands. „Haldið þið að fólk sé mikið að misnota slíkar beiðnir, að biðja um fullorðinsbleiur ef það þarf þess ekki?“ Undanfarin ár hafa ýmis umfangsmikil verkefni verið flutt yfir til heilsugæslunnar án þess að fylgt hafi nægilegt fjármagn, nauðsynlegur mannafli og aðstaða. Fjöldi heimilislækna miðað við íbúafjölda er nú í sögulegri lægð og langt undir því sem tíðkast í löndunum í kringum okkur. Það skýtur skökku við að á sama tíma og mönnunarvandinn ágerist og biðtími eftir þjónustu lengist skuli skriffinnska og vottorðagerð aukast ár frá ári. Þetta er ekki góð nýting á tíma og peningum. Reglur um gerð og útgáfu læknisvottorða voru settar árið 1991 og hafa ekki verið uppfærðar síðan. Í skýrslu starfshóps um vottorðagerð sem kom út í desember 2022 er bent á að kröfur atvinnulífs og menntakerfis til læknisvottorða vegna veikindafjarveru eru umtalsvert meiri á Íslandi en í nágrannalöndunum. Í Svíþjóð tíðkast ekki að heilsugæslulæknar skrifi álitsgerðir og vottorð að beiðni tryggingafyrirtækja og lífeyrissjóða og þar geta vinnuveitendur og skólar ekki farið fram á læknisvottorð nema veikindi standi yfir í meira en viku. Það er löngu tímabært að teknar verði upp sams konar reglur á Íslandi og að skyldur heilbrigðisstarfsfólks í þessum efnum verði afmarkaðar með skýrari hætti í reglugerð. Þetta er á meðal þeirra fjölmörgu aðgerða sem við í Samfylkingunni köllum eftir í Öruggum skrefum, stefnuplaggi um heilbrigðis- og öldrunarmál sem er eins konar verklýsing fyrir ríkisstjórn jafnaðarmanna sem vonandi tekur við stjórnartaumunum að loknum næstu Alþingiskosningum. Í Öruggum skrefum setjum við fram fimm þjóðarmarkmið sem við teljum raunhæft að ná á tveimur kjörtímabilum: að fólk fái fastan heimilislækni og heimilisteymi, að ráðist verði í þjóðarátak í umönnun eldra fólks með stóraukinni heimaþjónustu og fullfjármagnaðri uppbyggingu hjúkrunarrýma, að stigin verði afgerandi skref til að tryggja öruggt aðgengi að heilbrigðisþjónustu um allt land, að heilbrigðistækni og sjúkraskrárkerfi verði á forsendum sjúklinga og starfsfólks en ekki tæknifyrirtækja, að starfsfólki verði gert kleift að verja auknum tíma með sjúklingnum, og loks að fjárstýring og eftirlit verði stórbætt. Íbæklingnum er fjallað ítarlega um hvert og eitt markmið en áherslurnar eru sóttar til almennings á hátt í 40 opnum fundum um land allt en jafnframt af fundum á vinnustöðum, með heilbrigðisstéttum, stjórnendum stofnana og sérfræðingum um heilbrigðismál. Sumt af því sem við leggjum til mun útheimta aukið fjármagn til heilbrigðismála – og skyldi kannski engan undra enda verjum við umtalsvert lægra hlutfalli vergrar landsframleiðslu til heilbrigðisþjónustu en hinar Norðurlandaþjóðirnar. Annað snýst um að nýta takmarkaða fjármuni betur og auka skilvirkni í kerfinu. Liður í því er að höggva á skriffinnsku, bæði í heilsugæslu- og sjúkrahúsaþjónustu, svo að kraftar sérhæfðra heilbrigðisstarfsmanna nýtist sem best til að sinna þörfum sjúklinga. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar og 1. varaformaður velferðarnefndar Alþingis.
Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun
Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar
Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar
Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar
Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun