Auglýst er eftir endurreisn framhaldsskólans Guðjón Hreinn Hauksson skrifar 12. apríl 2024 18:31 Hann var ansi góður þátturinn um málefni framhaldsskólans á Torginu á Rúv í gærkvöldi. Formaður Félags framhaldsskólakennara er vissulega eyðilagður yfir að hafa ekki getað mætt til leiks en formaður Kennarasambandsins leysti verkefnið afskaplega vel fyrir hönd framhaldsskólans. Hafi hann mikla þökk fyrir. Sama er að segja um þá kennara sem komu víða að til þess að koma mjög mikilvægum sjónarmiðum að í umræðunni. Fjölmörg álitamál og nauðsynleg úrlausnarefni komu við sögu sem nauðsynlegt er að taka mun dýpri umræðu um í framhaldinu. Þær Aníta Sóley Scheving Þórðardóttir, fyrrverandi varaforseti Sambands íslenskra framhaldsskólanema, og Helga Vigdís Thordersen, nemandi við Verzlunarskóla Íslands, vörpuðu mikilvægu ljósi á hvernig stytting námstíma til stúdentsprófs hefur aukið vinnuálag á nemendur með tilheyrandi áhrifum á líðan nemenda og möguleika til nauðsynlegs félagslífs og tómstundaiðkunar. Það sem ég vil þó nefna sérstaklega í þessum pistli hér er augnablik í þættinum þegar umræðan barst að fjármögnun framhaldsskólastigsins. Formaður KÍ benti réttilega á það að aukið fjármagn til framhaldsskólastigsins, sem lofað var við breytinguna úr fjögurra ára námstíma til stúdentsprófs í þrjú, hefur aldrei skilað sér. Menntamálaráðherra fékk þar óáreittur að svara þessu þannig til að ekki hafi verið „króna tekin út úr framhaldsskólakerfinu þegar ráðist var í þessa aðgerð.“ Ráðherra rekur síðan þá sögu að þegar hann var að byrja í pólitík hafi nánast allir framhaldsskólar landsins verið reknir með miklum halla og segir svo: „Það fjármagn var ekki tekið út úr kerfinu þegar styttingin varð. Það fjármagn var skilið eftir inni í kerfinu.“ Fyrir aðsenda grein Guðjóns Hreins Haukssonar.Aðsend Þarna komst ráðherra nokkuð listilega frá því að svara fyrir það skýra loforð sem þjóðinni var gefið þegar lagt var af stað við samþjöppun náms til stúdentsprófs. Í greininni „Endurreisn framhaldsskólans“ sem þáverandi menntamálaráðherra skrifaði í Morgunblaðið í október 2016 segir hann þetta: "„Á árunum fyrir hrun hafði aðhaldskröfu verið beint að skólunum en í kjölfar hrunsins var gengið mjög hart gagnvart framhaldsskólunum og þeir skornir mjög grimmt niður. […] Nú liggur fyrir sú ákvörðun að það sem sparast við styttinguna mun ekki renna út úr framhaldsskólakerfinu, þess í stað verður það nýtt til að hækka framlög á hvern nemanda." Hér virðist vera samhljómur milli ráðherranna tveggja. Þeir eru sammála um erfiða stöðu skólanna fyrir hrun og að fjármagnið átti að halda sér. Skoðum raunveruleikann. Skoðum mynd: Heimild: Hagstofa Íslands.Aðsend Bláa línan sýnir þróun hlutfalls heildarútgjalda til fræðslumála af vergri landsframleiðslu (ásinn hægra megin) en rauða línan þróun sama hlutfalls til framhaldsskólastigsins (vinstri ás). Sjá má að heildarútgjöldin hækkuðu töluvert um aldamótin (eftir hörð verkföll kennara) en síðan má sjá að frá ca. 2012 hafa heildarútgjöldin haldist nokkurn veginn í um sjö prósentum af vergri landsframleiðslu. Rauð lína framhaldsskólastigsins sýnir vel hina hörðu aðhaldskröfu til framhaldsskólans fyrir hrun en samkvæmt orðum ráðherranna beggja hefði þessi rauða lína í versta falli ekki átt að hrapa meira eftir árið 2014. Tölur Hagstofunnar segja þó allt aðra sögu. Frá árinu 2014 hefur hlutfall útgjalda til framhaldsskólastigsins af vergri landsframleiðslu lækkað um 13% og ef við lítum til aðhaldsáranna 2005-2008 er talan 24% – Hvernig er hægt að halda því fram að fjármagnið hafi haldið sér?! En það var þó ekki aðeins svo að fjármagnið skyldi halda sér. Í loforði ráðherra árið 2016 um „endurreisn framhaldsskólans“ fólst einnig að fjármagnið yrði aukið, bæði í krónum talið og þannig einnig framlag per nemanda. Þannig var því lofað að á verðlagi 2016 skyldi framlag per ársnemanda hækkað úr 900 þús. kr. í 1.570 þús. kr. árið 2021, það er hækkun um 57% – Ja, hefði orðið. Skoðum aftur raunveruleikann. Skoðum mynd. Heimild: Hagstofa Íslands. Athuga ber að hér er miðað við verðlag 2022.Aðsend Mynd 2 sýnir útgjöld til mismunandi skólastiga reiknuð per nemanda. Við sjáum á verðlagi 2022 að framlag til ársnema árið 2013 er metið 1.456 þúsund (en var 900 þús. á verðlagi 2016). Um þessa stöðu sagði menntamálaráðherrann árið 2016: „Þessi skelfilega lága tala sem blasti við sumarið 2013 stefndi öllu skólastarfi í voða“. Því hafi ríkisstjórnin tekið ákvörðun um aukin framlög til framhaldsskólans og boðuð er 57% hækkun til ársins 2021. Ekki nóg með það, því „svigrúm er til enn frekari hækkana ef vilji er til slíks“. Á myndinni má sjá að vissulega hefur tekist að hækka framlag per nemanda frá því skelfilega ári 2013, alls um heil 11%, en ljóst má vera að loforðið hefur engan veginn staðist. Ef loforðið hefði verið uppfyllt stæði þessi tala í u.þ.b. 2.300 árið 2022 en það er nokkurn veginn sú tala og sveitarfélögunum hefur tekist að galdra fram per ársnemanda á barnaskólastigi. Að ráðherra gefi það í skyn frammi fyrir alþjóð að staðið hafi verið við fjárhagsleg loforð við styttingu og samþjöppun náms til stúdentsprófs er grafalvarlegt. Ég auglýsi því enn og aftur eftir endurreisn framhaldsskólans! Höfundur er formaður Félags framhaldsskólakennara. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðjón H. Hauksson Framhaldsskólar Skóla - og menntamál Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Hugsi eftir íbúafund gærdagsins Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðin er í húfi Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Drodzy Polacy Jóhann Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Fáránleg fjármálastjórn Sigurður Oddsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Lilja lofar öllu fögru Björn B Björnsson skrifar Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar Skoðun X í C fyrir framtíð á Íslandi Lovísa Oktovía Eyvindsdóttir skrifar Skoðun Kosið um stefnu Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Byggjum og náum niður vöxtum og verðbólgu Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnir síðustu ára hafa vanrækt barnamál Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Opnum fjöldahjálparstöð! Aðalheiður Jónsdóttir skrifar Skoðun Öflug garðyrkja – lykill að matvælaöryggi og grænni framtíð Guðrún Hafsteinsdóttir,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Vinnum gullið, stór áfangi inn í bjarta framtíð íþrótta á Íslandi Vésteinn Hafsteinsson skrifar Skoðun HSU réttir upp hönd í aðdraganda Alþingiskosninga Díana Óskarsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Umhverfisvernd og syndaflóð Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Nei þeir mega það ekki! Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Höldum rónni og höldum áfram Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Raunveruleiki vændis Drífa Snædal skrifar Skoðun Tryggjum breytingar í málefnum eldri borgara Alma D. Möller skrifar Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn stendur með landsbyggðinni Hildur Sólveig Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Hann var ansi góður þátturinn um málefni framhaldsskólans á Torginu á Rúv í gærkvöldi. Formaður Félags framhaldsskólakennara er vissulega eyðilagður yfir að hafa ekki getað mætt til leiks en formaður Kennarasambandsins leysti verkefnið afskaplega vel fyrir hönd framhaldsskólans. Hafi hann mikla þökk fyrir. Sama er að segja um þá kennara sem komu víða að til þess að koma mjög mikilvægum sjónarmiðum að í umræðunni. Fjölmörg álitamál og nauðsynleg úrlausnarefni komu við sögu sem nauðsynlegt er að taka mun dýpri umræðu um í framhaldinu. Þær Aníta Sóley Scheving Þórðardóttir, fyrrverandi varaforseti Sambands íslenskra framhaldsskólanema, og Helga Vigdís Thordersen, nemandi við Verzlunarskóla Íslands, vörpuðu mikilvægu ljósi á hvernig stytting námstíma til stúdentsprófs hefur aukið vinnuálag á nemendur með tilheyrandi áhrifum á líðan nemenda og möguleika til nauðsynlegs félagslífs og tómstundaiðkunar. Það sem ég vil þó nefna sérstaklega í þessum pistli hér er augnablik í þættinum þegar umræðan barst að fjármögnun framhaldsskólastigsins. Formaður KÍ benti réttilega á það að aukið fjármagn til framhaldsskólastigsins, sem lofað var við breytinguna úr fjögurra ára námstíma til stúdentsprófs í þrjú, hefur aldrei skilað sér. Menntamálaráðherra fékk þar óáreittur að svara þessu þannig til að ekki hafi verið „króna tekin út úr framhaldsskólakerfinu þegar ráðist var í þessa aðgerð.“ Ráðherra rekur síðan þá sögu að þegar hann var að byrja í pólitík hafi nánast allir framhaldsskólar landsins verið reknir með miklum halla og segir svo: „Það fjármagn var ekki tekið út úr kerfinu þegar styttingin varð. Það fjármagn var skilið eftir inni í kerfinu.“ Fyrir aðsenda grein Guðjóns Hreins Haukssonar.Aðsend Þarna komst ráðherra nokkuð listilega frá því að svara fyrir það skýra loforð sem þjóðinni var gefið þegar lagt var af stað við samþjöppun náms til stúdentsprófs. Í greininni „Endurreisn framhaldsskólans“ sem þáverandi menntamálaráðherra skrifaði í Morgunblaðið í október 2016 segir hann þetta: "„Á árunum fyrir hrun hafði aðhaldskröfu verið beint að skólunum en í kjölfar hrunsins var gengið mjög hart gagnvart framhaldsskólunum og þeir skornir mjög grimmt niður. […] Nú liggur fyrir sú ákvörðun að það sem sparast við styttinguna mun ekki renna út úr framhaldsskólakerfinu, þess í stað verður það nýtt til að hækka framlög á hvern nemanda." Hér virðist vera samhljómur milli ráðherranna tveggja. Þeir eru sammála um erfiða stöðu skólanna fyrir hrun og að fjármagnið átti að halda sér. Skoðum raunveruleikann. Skoðum mynd: Heimild: Hagstofa Íslands.Aðsend Bláa línan sýnir þróun hlutfalls heildarútgjalda til fræðslumála af vergri landsframleiðslu (ásinn hægra megin) en rauða línan þróun sama hlutfalls til framhaldsskólastigsins (vinstri ás). Sjá má að heildarútgjöldin hækkuðu töluvert um aldamótin (eftir hörð verkföll kennara) en síðan má sjá að frá ca. 2012 hafa heildarútgjöldin haldist nokkurn veginn í um sjö prósentum af vergri landsframleiðslu. Rauð lína framhaldsskólastigsins sýnir vel hina hörðu aðhaldskröfu til framhaldsskólans fyrir hrun en samkvæmt orðum ráðherranna beggja hefði þessi rauða lína í versta falli ekki átt að hrapa meira eftir árið 2014. Tölur Hagstofunnar segja þó allt aðra sögu. Frá árinu 2014 hefur hlutfall útgjalda til framhaldsskólastigsins af vergri landsframleiðslu lækkað um 13% og ef við lítum til aðhaldsáranna 2005-2008 er talan 24% – Hvernig er hægt að halda því fram að fjármagnið hafi haldið sér?! En það var þó ekki aðeins svo að fjármagnið skyldi halda sér. Í loforði ráðherra árið 2016 um „endurreisn framhaldsskólans“ fólst einnig að fjármagnið yrði aukið, bæði í krónum talið og þannig einnig framlag per nemanda. Þannig var því lofað að á verðlagi 2016 skyldi framlag per ársnemanda hækkað úr 900 þús. kr. í 1.570 þús. kr. árið 2021, það er hækkun um 57% – Ja, hefði orðið. Skoðum aftur raunveruleikann. Skoðum mynd. Heimild: Hagstofa Íslands. Athuga ber að hér er miðað við verðlag 2022.Aðsend Mynd 2 sýnir útgjöld til mismunandi skólastiga reiknuð per nemanda. Við sjáum á verðlagi 2022 að framlag til ársnema árið 2013 er metið 1.456 þúsund (en var 900 þús. á verðlagi 2016). Um þessa stöðu sagði menntamálaráðherrann árið 2016: „Þessi skelfilega lága tala sem blasti við sumarið 2013 stefndi öllu skólastarfi í voða“. Því hafi ríkisstjórnin tekið ákvörðun um aukin framlög til framhaldsskólans og boðuð er 57% hækkun til ársins 2021. Ekki nóg með það, því „svigrúm er til enn frekari hækkana ef vilji er til slíks“. Á myndinni má sjá að vissulega hefur tekist að hækka framlag per nemanda frá því skelfilega ári 2013, alls um heil 11%, en ljóst má vera að loforðið hefur engan veginn staðist. Ef loforðið hefði verið uppfyllt stæði þessi tala í u.þ.b. 2.300 árið 2022 en það er nokkurn veginn sú tala og sveitarfélögunum hefur tekist að galdra fram per ársnemanda á barnaskólastigi. Að ráðherra gefi það í skyn frammi fyrir alþjóð að staðið hafi verið við fjárhagsleg loforð við styttingu og samþjöppun náms til stúdentsprófs er grafalvarlegt. Ég auglýsi því enn og aftur eftir endurreisn framhaldsskólans! Höfundur er formaður Félags framhaldsskólakennara.
Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar
Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar
Skoðun Öflug garðyrkja – lykill að matvælaöryggi og grænni framtíð Guðrún Hafsteinsdóttir,Vilhjálmur Árnason skrifar
Skoðun Vinnum gullið, stór áfangi inn í bjarta framtíð íþrótta á Íslandi Vésteinn Hafsteinsson skrifar
Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun