Sló elsta heimsmetið í gær og náði pabba sínum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. apríl 2024 09:31 Litháinn Mykolas Alekna náði ekki bara föður sínum heldur einnig elsta heimsmetinu með risakasti sínu í gær. AP/Ashley Landi Litháinn Mykolas Alekna sett í gær nýtt heimsmet í kringlukasti og sló um leið elsta heimsmet karla í frjálsum íþróttum. Honum tókst það sem föður hans tókst ekki en komst svo nálægt í upphafi aldarinnar. Þessi 21 árs strákur kastaði kringlunni 74,35 metra á kastmóti í Oklahoma í Bandaríkjunum. Hann er nemandi í University of California. Metkastið hjá Alekna mældist fyrst 74,41 metrar en sú tala var síðan leiðrétt í 74,35 samkvæmt frétt hjá World Athletics. Það á síðan eftir að staðfesta heimsmetið endanlega. WORLD RECORD s Mykolas Alekna breaks the oldest men s world record* as he produces a monster discus throw of 74.35m in Ramona. Jürgen Schult s record stood for almost 38 years *subject to the usual ratification procedures pic.twitter.com/ZtHqgRNtOU— World Athletics (@WorldAthletics) April 14, 2024 Kastsería Alekna var frábær en öll sex köstin hans voru yfir sjötíu metra. Hann byrjaði á persónulegu meti með því að kasta 72.21 metra. Hann náði síðan fjórða besta kasti sögunnar í fjórða kasti (72,89 metrar). Heimsmetið hans kom síðan í fimmta kastinu. Gamla heimsmetið í kringlukasti var frá árinu 1986 og var því orðið næstum því 38 ára gamalt. Það átti Austur-Þjóðverjinn Jürgen Schult í allan þennan tíma eftir að hann kastaði kringlunni 74,08 metra 6. júní 1986. Þetta var líka elsta heimsmet í karlaflokki þar til í gær. Nú er elsta metið í eigu Sovétmannsins Yuriy Sedykh sem kastaði sleggjunni 86,74 metra í ágúst 1986. Not only did Mykolas Alekna set the WR, but he finally bettered the family record held by his dad Virgilijus Alekna of 73.88m, now #3 All-time. pic.twitter.com/Lk7JGhldOU— Beau Throws (@beau_throws) April 14, 2024 Alekna gerði meira en að bæta heimsmetið því hann sendi einnig föður sinn niður í þriðja sætið yfir lengstu kringluköst sögunnar. Faðir hans, Virgilijus, hafði verið sá sem komst næst gamla heimsmetinu þegar hann kastaði kringlunni 73,88 metra árið 2000. Virgilijus varð tvisvar sinnum Ólympíumeistari og sonur hans er líklegur til að feta í fótspor hans á leikunum í París í sumar. Mykolas Alekna hefur þegar unnið tvenn verðlaun á heimsmeistaramótum. Hann vann silfur á HM í Eugene 2022 og brons á HM í Búdapest í fyrra. WORLD RECORD s Mykolas Alekna breaks the oldest men s world record* as he produces a monster discus throw of 74.35m in Ramona. Jürgen Schult s record stood for almost 38 years *subject to the usual ratification procedures pic.twitter.com/ZtHqgRNtOU— World Athletics (@WorldAthletics) April 14, 2024 Frjálsar íþróttir Mest lesið Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn „Skandall“ í gær en uppselt í dag Fótbolti „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Körfubolti Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Fleiri fréttir Á góðar minningar frá Þróttaravellinum De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit „Skandall“ í gær en uppselt í dag Ljóst hver stýrir Sveindísi eftir landsleikina Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Dagskráin: Keflavík og Grindavík geta komist í 2-0 og tímataka F1 í Japan Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ „Mæti honum með bros á vör“ „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Barcelona fagnaði sigri innan og utan vallar í vikunni Hamar/Þór og KR byrja vel í úrslitakeppninni um laust sæti í Bónus Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle Uppgjör: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni Sjá meira
Þessi 21 árs strákur kastaði kringlunni 74,35 metra á kastmóti í Oklahoma í Bandaríkjunum. Hann er nemandi í University of California. Metkastið hjá Alekna mældist fyrst 74,41 metrar en sú tala var síðan leiðrétt í 74,35 samkvæmt frétt hjá World Athletics. Það á síðan eftir að staðfesta heimsmetið endanlega. WORLD RECORD s Mykolas Alekna breaks the oldest men s world record* as he produces a monster discus throw of 74.35m in Ramona. Jürgen Schult s record stood for almost 38 years *subject to the usual ratification procedures pic.twitter.com/ZtHqgRNtOU— World Athletics (@WorldAthletics) April 14, 2024 Kastsería Alekna var frábær en öll sex köstin hans voru yfir sjötíu metra. Hann byrjaði á persónulegu meti með því að kasta 72.21 metra. Hann náði síðan fjórða besta kasti sögunnar í fjórða kasti (72,89 metrar). Heimsmetið hans kom síðan í fimmta kastinu. Gamla heimsmetið í kringlukasti var frá árinu 1986 og var því orðið næstum því 38 ára gamalt. Það átti Austur-Þjóðverjinn Jürgen Schult í allan þennan tíma eftir að hann kastaði kringlunni 74,08 metra 6. júní 1986. Þetta var líka elsta heimsmet í karlaflokki þar til í gær. Nú er elsta metið í eigu Sovétmannsins Yuriy Sedykh sem kastaði sleggjunni 86,74 metra í ágúst 1986. Not only did Mykolas Alekna set the WR, but he finally bettered the family record held by his dad Virgilijus Alekna of 73.88m, now #3 All-time. pic.twitter.com/Lk7JGhldOU— Beau Throws (@beau_throws) April 14, 2024 Alekna gerði meira en að bæta heimsmetið því hann sendi einnig föður sinn niður í þriðja sætið yfir lengstu kringluköst sögunnar. Faðir hans, Virgilijus, hafði verið sá sem komst næst gamla heimsmetinu þegar hann kastaði kringlunni 73,88 metra árið 2000. Virgilijus varð tvisvar sinnum Ólympíumeistari og sonur hans er líklegur til að feta í fótspor hans á leikunum í París í sumar. Mykolas Alekna hefur þegar unnið tvenn verðlaun á heimsmeistaramótum. Hann vann silfur á HM í Eugene 2022 og brons á HM í Búdapest í fyrra. WORLD RECORD s Mykolas Alekna breaks the oldest men s world record* as he produces a monster discus throw of 74.35m in Ramona. Jürgen Schult s record stood for almost 38 years *subject to the usual ratification procedures pic.twitter.com/ZtHqgRNtOU— World Athletics (@WorldAthletics) April 14, 2024
Frjálsar íþróttir Mest lesið Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn „Skandall“ í gær en uppselt í dag Fótbolti „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Körfubolti Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Fleiri fréttir Á góðar minningar frá Þróttaravellinum De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit „Skandall“ í gær en uppselt í dag Ljóst hver stýrir Sveindísi eftir landsleikina Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Dagskráin: Keflavík og Grindavík geta komist í 2-0 og tímataka F1 í Japan Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ „Mæti honum með bros á vör“ „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Barcelona fagnaði sigri innan og utan vallar í vikunni Hamar/Þór og KR byrja vel í úrslitakeppninni um laust sæti í Bónus Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle Uppgjör: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni Sjá meira