Mamman ítrekað læst úti en fær engar skaðabætur Árni Sæberg skrifar 15. apríl 2024 22:29 Móðir kaupandans gat illa notað lásinn sem skyldi. Myndin er úr safni og tengist fréttinni ekki með beinum hætti. Kentaroo Tryman/Getty Kaupandi gallaðs láss fær lásinn endurgreiddan en engar skaðabætur úr hendi seljanda vegna meints tjóns af því að móðir hans hafi ítrekað læst úti. Í úrskurði Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa í málinu segir að kaupandinn hafi kvartað til nefndarinnar vegna ágreinings við fyrirtækið sem seldi honum lásinn. Kaupandinn hafi talið að lás sem keyptur var af fyrirtækinu væri haldinn galla og gert kröfu um að því yrði gert að endurgreiða honum lásinn auk þess að því yrði gert að greiða skaðabætur vegna málsins. „Verulegt tjón“ vegna gallaðs lássins Í úrskurðinum segir að samkvæmt gögnum málsins hafi kaupandinn fest kaup á láshúsi auk kúplingar af fyrirtækinu í júní árið 2022. Hann hafi greitt samtals 43.425 krónur fyrir. Að sögn kaupandans hafi lásinn verið haldinn framleiðslugalla sem hafi leitt af sér verulegt tjón fyrir móður hans, en lásinn hafi verið settur upp í útidyrahurð hennar. Hann hafi haldið því fram að honum hafi tekist að sanna framleiðslugalla á lásnum og bent á að brotin fjöður væri í öllum lásum, bæði notuðum og ónotuðum, auk þess sem lyftanlegt lok á lásnum væri illa steypt, sem hafi valdið því að lásinn læsist og virkaði ekki sem skyldi. Kaupandinn hafi bent á að sama galla megi finna í fjölda lása af sömu gerð og því væri málið mjög stórt að umfangi. Hann hafi haft samband við fyrirtækið og farið á verkstæði þess með lásinn en honum hafi verið neitað um endurgreiðslu vegna þess að lásinn hafi verið opnaður. Í andsvörum fyrirtækisins hafi verið bent á að ábyrgð fyrirtækisins væri niður fallin eftir að varan hafði verið tekin í sundur. Tók upp myndbönd máli sínu til stuðnings Kaupandinn hafi undir rekstri málsins lagt fram myndbönd til að styðja við fullyrðingar sínar um galla á umræddum lás. Myndböndin sýni meðal annars hurðarhún sem hangir laus og að atviksbundið kunni að vera hvort hægt sé að opna lásinn og því mögulegt að notandi læsist úti. Að mati kærunefndarinnar sýni myndböndin að lásinn sé ónothæfur. Í athugasemdum fyrirtækisins við myndbönd kaupandands komi fram að ábyrgð fyrirtækisins falli niður þegar búið sé að opna láshúsið, enda sé ekki hægt að vita hvað hafi gerst í framhaldinu. Ljóst að lásinn nýttist ekki eins og lásar eiga að nýtast Í úrskurðinum segir að samkvæmt þeim gögnum sem fyrir lágu í málinu telji nefndin ljóst að umþrættur lás henti ekki í þeim tilgangi sem sambærilegir hlutir eru venjulega notaðir til og sé því haldinn galla. Fyrirtækið hafi vísað til þess að ábyrgð seljanda hafi verið niður fallin sökum þess að lásinn hafi verið opnaður áður en kaupandinn skilaði lásnum og krafðist endurgreiðslu. Kærunefndin bendi á að það standi fyrirtækinu nær að sanna þær fullyrðingar en það hafi ekki lagt fram gögn sem sýna fram á slíkt. Eins og mál þetta er vaxið telji kærunefndin að galli lássins sé ekki óverulegur í skilningi laga um neytendakaup, enda nýtist hann kaupanda ekki og því sé fallist á kröfu kaupandans um riftun kaupanna og endurgreiðslu kaupverðs að fjárhæð 43.425 krónur. Tókst ekki að sanna tjón af því að mamman væri læst úti Kaupandinn hafi einnig gert kröfu um að fyrirtækinu yrði gert að bæta það tjón sem hefði orðið vegna þess að lásinn hefði ekki virkað á heimili móður hans. Það hvíli á kaupandanum að sýna fram á að fyrirtækið hafi valdið tjóni með skaðabótaskyldri háttsemi sinni. Engin gögn hafi verið lögð fram sem sýna fram á tjón kaupandans þrátt fyrir beiðni kærunefndar. Af þeim sökum telji kærunefndin ekki annað fært en að hafna kröfu kaupandans um skaðabætur. Neytendur Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Flóðin á Spáni hafa áhrif á jólahefð Íslendinga Fékk 542 þúsund króna rukkun fyrir hreindýrakjötið Sektuð vegna fullyrðinga um aukinn hárvöxt og minni hrukkur EasyJet lengir flugtímabil frá London til Akureyrar Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Sjá meira
Í úrskurði Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa í málinu segir að kaupandinn hafi kvartað til nefndarinnar vegna ágreinings við fyrirtækið sem seldi honum lásinn. Kaupandinn hafi talið að lás sem keyptur var af fyrirtækinu væri haldinn galla og gert kröfu um að því yrði gert að endurgreiða honum lásinn auk þess að því yrði gert að greiða skaðabætur vegna málsins. „Verulegt tjón“ vegna gallaðs lássins Í úrskurðinum segir að samkvæmt gögnum málsins hafi kaupandinn fest kaup á láshúsi auk kúplingar af fyrirtækinu í júní árið 2022. Hann hafi greitt samtals 43.425 krónur fyrir. Að sögn kaupandans hafi lásinn verið haldinn framleiðslugalla sem hafi leitt af sér verulegt tjón fyrir móður hans, en lásinn hafi verið settur upp í útidyrahurð hennar. Hann hafi haldið því fram að honum hafi tekist að sanna framleiðslugalla á lásnum og bent á að brotin fjöður væri í öllum lásum, bæði notuðum og ónotuðum, auk þess sem lyftanlegt lok á lásnum væri illa steypt, sem hafi valdið því að lásinn læsist og virkaði ekki sem skyldi. Kaupandinn hafi bent á að sama galla megi finna í fjölda lása af sömu gerð og því væri málið mjög stórt að umfangi. Hann hafi haft samband við fyrirtækið og farið á verkstæði þess með lásinn en honum hafi verið neitað um endurgreiðslu vegna þess að lásinn hafi verið opnaður. Í andsvörum fyrirtækisins hafi verið bent á að ábyrgð fyrirtækisins væri niður fallin eftir að varan hafði verið tekin í sundur. Tók upp myndbönd máli sínu til stuðnings Kaupandinn hafi undir rekstri málsins lagt fram myndbönd til að styðja við fullyrðingar sínar um galla á umræddum lás. Myndböndin sýni meðal annars hurðarhún sem hangir laus og að atviksbundið kunni að vera hvort hægt sé að opna lásinn og því mögulegt að notandi læsist úti. Að mati kærunefndarinnar sýni myndböndin að lásinn sé ónothæfur. Í athugasemdum fyrirtækisins við myndbönd kaupandands komi fram að ábyrgð fyrirtækisins falli niður þegar búið sé að opna láshúsið, enda sé ekki hægt að vita hvað hafi gerst í framhaldinu. Ljóst að lásinn nýttist ekki eins og lásar eiga að nýtast Í úrskurðinum segir að samkvæmt þeim gögnum sem fyrir lágu í málinu telji nefndin ljóst að umþrættur lás henti ekki í þeim tilgangi sem sambærilegir hlutir eru venjulega notaðir til og sé því haldinn galla. Fyrirtækið hafi vísað til þess að ábyrgð seljanda hafi verið niður fallin sökum þess að lásinn hafi verið opnaður áður en kaupandinn skilaði lásnum og krafðist endurgreiðslu. Kærunefndin bendi á að það standi fyrirtækinu nær að sanna þær fullyrðingar en það hafi ekki lagt fram gögn sem sýna fram á slíkt. Eins og mál þetta er vaxið telji kærunefndin að galli lássins sé ekki óverulegur í skilningi laga um neytendakaup, enda nýtist hann kaupanda ekki og því sé fallist á kröfu kaupandans um riftun kaupanna og endurgreiðslu kaupverðs að fjárhæð 43.425 krónur. Tókst ekki að sanna tjón af því að mamman væri læst úti Kaupandinn hafi einnig gert kröfu um að fyrirtækinu yrði gert að bæta það tjón sem hefði orðið vegna þess að lásinn hefði ekki virkað á heimili móður hans. Það hvíli á kaupandanum að sýna fram á að fyrirtækið hafi valdið tjóni með skaðabótaskyldri háttsemi sinni. Engin gögn hafi verið lögð fram sem sýna fram á tjón kaupandans þrátt fyrir beiðni kærunefndar. Af þeim sökum telji kærunefndin ekki annað fært en að hafna kröfu kaupandans um skaðabætur.
Neytendur Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Flóðin á Spáni hafa áhrif á jólahefð Íslendinga Fékk 542 þúsund króna rukkun fyrir hreindýrakjötið Sektuð vegna fullyrðinga um aukinn hárvöxt og minni hrukkur EasyJet lengir flugtímabil frá London til Akureyrar Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Sjá meira