Ritskoðaður bjór fær blessun ÁTVR Atli Ísleifsson skrifar 17. apríl 2024 07:01 Ingi Már Kjartansson, forstöðumaður birgjans, segir að ákveðið hafi verið að fara þessa leið. Að kæra ákvörðunina hefði tekið tíma. Aðsend/ÁTVR ÁTVR hefur lagt blessun sína yfir uppfært útlit bjórs úr smiðju Brewdog sem væntanlegur er í vínbúðir á næstu vikum þar sem límmiða hefur verið límt yfir teiknaðan fugl. Á límmiðanum stendur „Ritskoðað af ÁTVR“, en ríkisfyrirtækið hafði áður hafnað að setja bjórinn í sölu þar sem varan væri talin höfða sérstaklega til barna eða ungmenna. Sigrún Ósk Sigurðardóttir,aðstoðarforstjóri ÁTVR, segir í samtali við fréttastofu að ÁTVR hafi gert athugasemdir við útlit dósanna þar sem það bryti í bága við reglugerð. Þar komi fram að heimilt sé að hafna vöru, höfði hún sérstaklega til barna eða ungmenna yngri en tuttugu ára, meðal annars hvað varðar texta, myndmál eða form. Umræddur bjór heitir Brewdog Wingman Session IPA og er á dósunum að finna mynd af teiknuðum, bláum fugli í flugmannajakka og með flugmannagleraugu. Sigrún Ósk segir að forsvarsmenn birgja hafi þá komið með þessa tillögu – að setja límmiða yfir andlit fuglsins – sem hafi verið ákveðið að samþykkja. Verður vesen Ingi Már Kjartansson, forsvarsmaður birgjans JG Bjórs sem flytur inn umræddan bjór, segir að þegar höfnunin frá ÁTVR hafi fyrst borist hafi JG Bjór óskað eftir að ákvörðunin yrði endurskoðuð. Það hafi hins vegar ekki gengið eftir. „Þeir vísa til þess að varan höfði sérstaklega til barna og að fuglinn líktist einhverri fígúru. Það er samt ekki þannig að fuglinn líkist einhverri ákveðinni fígúru. Þetta böggaði okkur svolítið þar sem það eru fullt af bjórum með teikningum í Vínbúðunum. Þetta er skringilega mikið huglægt mat. Við vitum að við höfum rétt á að kæra en það tekur tíma. Þetta var okkar tillaga og hún var samþykkt og þótti innan regluverksins,“ segir Ingi Már. Hann segir að nú verði farið í að koma límmiðunum fyrir á dósirnar. „Það verður smá vesen að koma límmiðunum fyrir en það verður að hafa það.“ Áfengi og tóbak Börn og uppeldi Neytendur Mest lesið Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Viðskipti innlent Varar við framtíðarreikningum í nafni barnsins Neytendur Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Viðskipti innlent Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Viðskipti innlent Verð á innlendri dagvöru hækkar hraðar en verð á erlendri Neytendur Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Viðskipti innlent Apple skoðar að stýra snjalltækjum með hugsunum Viðskipti erlent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Viðskipti innlent Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Viðskipti innlent Síðasti dropinn á sögulegri stöð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Sjá meira
Sigrún Ósk Sigurðardóttir,aðstoðarforstjóri ÁTVR, segir í samtali við fréttastofu að ÁTVR hafi gert athugasemdir við útlit dósanna þar sem það bryti í bága við reglugerð. Þar komi fram að heimilt sé að hafna vöru, höfði hún sérstaklega til barna eða ungmenna yngri en tuttugu ára, meðal annars hvað varðar texta, myndmál eða form. Umræddur bjór heitir Brewdog Wingman Session IPA og er á dósunum að finna mynd af teiknuðum, bláum fugli í flugmannajakka og með flugmannagleraugu. Sigrún Ósk segir að forsvarsmenn birgja hafi þá komið með þessa tillögu – að setja límmiða yfir andlit fuglsins – sem hafi verið ákveðið að samþykkja. Verður vesen Ingi Már Kjartansson, forsvarsmaður birgjans JG Bjórs sem flytur inn umræddan bjór, segir að þegar höfnunin frá ÁTVR hafi fyrst borist hafi JG Bjór óskað eftir að ákvörðunin yrði endurskoðuð. Það hafi hins vegar ekki gengið eftir. „Þeir vísa til þess að varan höfði sérstaklega til barna og að fuglinn líktist einhverri fígúru. Það er samt ekki þannig að fuglinn líkist einhverri ákveðinni fígúru. Þetta böggaði okkur svolítið þar sem það eru fullt af bjórum með teikningum í Vínbúðunum. Þetta er skringilega mikið huglægt mat. Við vitum að við höfum rétt á að kæra en það tekur tíma. Þetta var okkar tillaga og hún var samþykkt og þótti innan regluverksins,“ segir Ingi Már. Hann segir að nú verði farið í að koma límmiðunum fyrir á dósirnar. „Það verður smá vesen að koma límmiðunum fyrir en það verður að hafa það.“
Áfengi og tóbak Börn og uppeldi Neytendur Mest lesið Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Viðskipti innlent Varar við framtíðarreikningum í nafni barnsins Neytendur Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Viðskipti innlent Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Viðskipti innlent Verð á innlendri dagvöru hækkar hraðar en verð á erlendri Neytendur Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Viðskipti innlent Apple skoðar að stýra snjalltækjum með hugsunum Viðskipti erlent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Viðskipti innlent Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Viðskipti innlent Síðasti dropinn á sögulegri stöð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Sjá meira