Við höldum áfram umfjöllun um einhverfu barna. Verkefnastjóri Einhverfusamtakanna segir skólaforðun einhverfra barna kerfislægt vandamál og bendir á að opin rými séu „skynrænt helvíti“ fyrir einhverfa og heilsuspillandi fyrir umrædd börn. Örvænting þeirra sem séu föst í þessum aðstæðum sé algjör.
Þá förum við á Alþingi en þingmenn bæði stjórnar og stjórnarandstöðu lýstu áhyggjum af stöðu húsnæðismála þar í morgun auk þess sem við fjöllum um mótmælafund Grindvíkinga sem fram fer klukkan 17:00 í dag.
Í íþróttapakkanum verður fjallað um úrslitakeppni í körfuboltanum og árangur liða í meistaradeild Evrópu.
Þetta og fleira í hádegisfréttum Bylgjunnar á slaginu klukkan 12:00.