Skapandi ónákvæmni tveggja hagfræðinga Sirrý Hallgrímsdóttir skrifar 19. apríl 2024 13:30 Rannsókn nokkurra hagfræðinga á áhrifum breytts námstíma í framhaldsskólum vakti verulega athygli. Eftir því sem næst verður komist hefur rannsóknin ekki enn verið farið í gegn um vísindalega ritrýningu eða verið birt í ritrýndu tímariti. Vonandi er þess þó ekki langt að bíða. Ekki tölfræðilega marktækur munur á einkunnum Í viðtölum á hinum ýmsu fjölmiðlum um rannsóknina lagði Tinna Laufey Ásgeirsdóttir hagfræðingur áherslu á að rannsóknin sýndi að einkunnir þeirra sem fóru í 3 ára framhaldsskólanám voru tæplega 0,5 lægri að meðaltali en þeirra sem fóru í 4 ára framhaldsskólanám. Á grundvelli þessarar niðurstöðu voru dregnar víðtækar ályktanir og að venju fór RÚV mikinn, en fréttastofan þar hefur árum saman af einhverjum ástæðum reynt að finna þessari breytingu allt til foráttu. Þann 11.04 síðast liðinn birtist fréttaskýring í miðopnu Morgunblaðsins um að blaðið hefði leitað til sérfræðinga á sviði hagrannsókna og tölfræði um mat á þessari rannsókn Gylfa og Tinnu. Þar kemur ýmislegt merkilegt fram, þar á meðal eftirfarandi: Þegar einungis er tekið tillit til námstíma í framhaldsskóla, einkunna og kynferðis nemenda þá sýnir rannsóknin að það er tölfræðilega marktækur munur á því hvort nemandi hafi verið í 3 eða 4 ár í framahaldsskóla. En, og það er mikilvægt, þegar aldri nemanda er bætt við greininguna breytast niðurstöðurnar. Þá er ekki lengur tölfræðilega marktækur munur á einkunnum eftir því hvort nemandi hafi verið í 3 ár eða 4 í framhaldsskóla. Á þetta var sem sagt bent í Morgunblaðinu. Af hverju að þagna núna? Þessi niðurstaða er allt önnur en Tinna Laufey ræddi ítrekað í fjölmiðlum. Ég kýs að ræða ekki yfirlýsingar Gylfa Zoega um gerræðisleg vinnubrögð og aukið brottfall í framhaldsskólum (opinber gögn sýna nefnilega að brottfall minnkaði í kjölfar styttingarinnar þvert á yfirlýsingar hans), þær eru, finnst mér, aðeins of vandræðalegar. En nú er sem sagt rúm vika liðin frá því að greint var frá því að hagfræðingarnir hefðu túlkað eigin rannsókn með frjálslegum og nokkuð skapandi hætti. Það vekur athygli mína að þeir hafa kosið að bregðast ekki við þessum ábendingum. Í ljósi þess hversu mikla áherslu hagfræðingarnir lögðu á að koma niðurstöðum sínum á framfæri (sérstakt myndband gefið út og viðtöl i öllum helstu fjölmiðlum) þá sætir þessi þögn þeirra nokkurri furðu – menn hafa tjáð sig af minna tilefni. Ég gef mér að hagfræðingarnir séu að undirbúa hvernig útskýra eigi fyrir fræðasamfélaginu, almenningi og stjórnvöldum þessa skapandi ónákvæmni þeirra – en mig grunar að sú útskýring verði aðeins flókin eins og gjarnan gerist þegar fólk lendir í svona stöðu. Höfundur er verkefnastjóri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sirrý Hallgrímsdóttir Framhaldsskólar Skóla - og menntamál Mest lesið Halldór 29.03.2025 Halldór Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson Skoðun Skoðun Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson skrifar Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Kárhóll og Kína: Þegar vísindi verða pólitísk tól Davíð Michelsen skrifar Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn gegn fjölskyldusameiningum? Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið deyr í myrkrinu Heiðar Örn Sigurfinnsson skrifar Skoðun Færni til framtíðar Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lestu Gaza Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar Skoðun 10 ár og bull í lokin Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Opið bréf til atvinnuvegaráðherra: 48 daga, nei takk Gísli Gunnar Marteinsson skrifar Skoðun Á nú að opinbera það að ég veit í rauninni ekki neitt? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Höfuðborgarinnar, ekki Íslands Arent Orri Claessen,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Bætt skipulag fyrir stúdenta Aðalsteinn Haukur Sverrisson ,Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Rannsókn nokkurra hagfræðinga á áhrifum breytts námstíma í framhaldsskólum vakti verulega athygli. Eftir því sem næst verður komist hefur rannsóknin ekki enn verið farið í gegn um vísindalega ritrýningu eða verið birt í ritrýndu tímariti. Vonandi er þess þó ekki langt að bíða. Ekki tölfræðilega marktækur munur á einkunnum Í viðtölum á hinum ýmsu fjölmiðlum um rannsóknina lagði Tinna Laufey Ásgeirsdóttir hagfræðingur áherslu á að rannsóknin sýndi að einkunnir þeirra sem fóru í 3 ára framhaldsskólanám voru tæplega 0,5 lægri að meðaltali en þeirra sem fóru í 4 ára framhaldsskólanám. Á grundvelli þessarar niðurstöðu voru dregnar víðtækar ályktanir og að venju fór RÚV mikinn, en fréttastofan þar hefur árum saman af einhverjum ástæðum reynt að finna þessari breytingu allt til foráttu. Þann 11.04 síðast liðinn birtist fréttaskýring í miðopnu Morgunblaðsins um að blaðið hefði leitað til sérfræðinga á sviði hagrannsókna og tölfræði um mat á þessari rannsókn Gylfa og Tinnu. Þar kemur ýmislegt merkilegt fram, þar á meðal eftirfarandi: Þegar einungis er tekið tillit til námstíma í framhaldsskóla, einkunna og kynferðis nemenda þá sýnir rannsóknin að það er tölfræðilega marktækur munur á því hvort nemandi hafi verið í 3 eða 4 ár í framahaldsskóla. En, og það er mikilvægt, þegar aldri nemanda er bætt við greininguna breytast niðurstöðurnar. Þá er ekki lengur tölfræðilega marktækur munur á einkunnum eftir því hvort nemandi hafi verið í 3 ár eða 4 í framhaldsskóla. Á þetta var sem sagt bent í Morgunblaðinu. Af hverju að þagna núna? Þessi niðurstaða er allt önnur en Tinna Laufey ræddi ítrekað í fjölmiðlum. Ég kýs að ræða ekki yfirlýsingar Gylfa Zoega um gerræðisleg vinnubrögð og aukið brottfall í framhaldsskólum (opinber gögn sýna nefnilega að brottfall minnkaði í kjölfar styttingarinnar þvert á yfirlýsingar hans), þær eru, finnst mér, aðeins of vandræðalegar. En nú er sem sagt rúm vika liðin frá því að greint var frá því að hagfræðingarnir hefðu túlkað eigin rannsókn með frjálslegum og nokkuð skapandi hætti. Það vekur athygli mína að þeir hafa kosið að bregðast ekki við þessum ábendingum. Í ljósi þess hversu mikla áherslu hagfræðingarnir lögðu á að koma niðurstöðum sínum á framfæri (sérstakt myndband gefið út og viðtöl i öllum helstu fjölmiðlum) þá sætir þessi þögn þeirra nokkurri furðu – menn hafa tjáð sig af minna tilefni. Ég gef mér að hagfræðingarnir séu að undirbúa hvernig útskýra eigi fyrir fræðasamfélaginu, almenningi og stjórnvöldum þessa skapandi ónákvæmni þeirra – en mig grunar að sú útskýring verði aðeins flókin eins og gjarnan gerist þegar fólk lendir í svona stöðu. Höfundur er verkefnastjóri.
Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun
Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar
Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar
Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar
Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun