Miami og New Orleans síðustu liðin inn: Svona lítur úrslitakeppni NBA út Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. apríl 2024 08:31 Nýliðinn Jaime Jaquez Jr. var flottur hjá Miami Heat með 21 stig, 6 fráköst og 6 stoðsendingar. Hér fagnar hann í nótt. AP/Wilfredo Lee Miami Heat og New Orleans Pelicans léku bæði án síns besta leikmanns í nótt en tókst engu að síður að tryggja sér sæti í úrslitakeppni NBA deildarinnar í körfubolta. Með því er ljóst hvernig úrslitakeppnin lítur út í ár. Miami Heat sendi Chicago Bulls í sumarfrí með 112-91 sigri og New Orleans Pelicans hafði betur á móti Sacramento Kings 105-98. Miami mætir Boston Celtics í átta liða úrslitum Austurdeildarinnar en New Orleans spilar við Oklahoma City Thunder í átta liða úrslitum Vesturdeildarinnar. Tyler Herro got BUSY in the @MiamiHEAT's W to clinch the East's #8 seed setting up an ECF rematch with Boston in Round 1 24 PTS | 10 REB | 9 AST | 4 3PM pic.twitter.com/y1gzCR2wf8— NBA (@NBA) April 20, 2024 Jimmy Butler gat ekki spilað með Miami vegna hnémeiðsla sem hann varð fyrir í umspilsleiknum á móti Philadelphia 76ers fyrr í vikunni. Miami náði 19-0 spretti í fyrsta leikhluta og var 34-17 yfir eftir hann. Eftir það vori Miami menn með leikinn í sínum höndum. Tyler Herro vantaði bara eina stoðsendingu í þrennuna (25 stig, 10 fráköst og 9 stoðsendingar) og nýliðinn Jaime Jaquez Jr. skoraði 21 stig. Kevin Love var með 16 stig og Bam Adebayo skoraði 13 stig. DeMar DeRozan skoraði 22 stig fyrir Chicago og Nikola Vucevic var með 16 stig og 14 fráköst. Miami liðið er því áttunda liðið inn í úrslitakeppnina alveg eins og í fyrra þegar liðið fór alla leið í lokaúrslitin. Róðurinn verður mjög þungur í fyrstu umferðinni því Boston Celtics hefur verið yfirburðarlið í Austrinu í vetur. Brandon Ingram and Jonas Valanciunas come up HUGE for the Pelicans to clinch the West's #8 seed setting up a matchup vs. the #1 seed Thunder in Round 1 BI: 24 PTS | 6 REB | 6 ASTJV: 19 PTS | 12 REB | 2 BLK pic.twitter.com/KmaeotxOXb— NBA (@NBA) April 20, 2024 Zion Williamson meiddist í tapinu í umspilaleiknum á móti Los Angeles Lakers en hafði skorað 40 stig í leiknum. New Orleans Pelicans liðið sýndi aftur á móti mikinn styrk með því að vinna góðan sigur á Sacramento Kings án hans. Brandon Ingram skoraði 24 stig og Jonas Valanciunas var með 19 stig og 12 fráköst. Trey Murphy III kom inn í byrjunarliðið í stað Williamson og skoraði 16 stig. De'Aaron Fox var með 35 stig fyrir Kings og Domantas Sabonis bætti við 23 stigum og 14 fráköstum. Kings sló Golden State Warriors út í fyrri leiknum sínum í umspilinu en náði ekki að fylgja því eftir. Hér fyrir neðan má sjá hvernig úrslitakeppnin lítur út en fyrstu leikir hennar eru í dag. Leikur Minnesota Timberwolves og Phoenix Suns verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2 í kvöld og hefst útsendingin klukkan 19.30. THE 2024 NBA PLAYOFFS ARE SET pic.twitter.com/5Ge6hXHdFX— ESPN (@espn) April 20, 2024 Fyrsta umferð úrslitakeppni NBA - Austurdeildin - (1) Boston Celtics - (8) Miami Heat (2) New York Knicks - (7) Philadelphia 76ers 3) Milwaukee Bucks - (6) Indiana Pacers (4) Cleveland Cavaliers - (5) Orlando Magic - Vesturdeildin - (1) Oklahoma City Thunder - (8) New Orleans Pelicans (2) Denver Nuggets - (7) Los Angeles Lakers (3) Minnesota Timberwolves - (6) Phoenix Suns 4) Los Angeles Clippers - (5) Dallas Mavericks NBA Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Glódís ekki með í landsleikjunum Fótbolti Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Enski boltinn Vill hópfjármögnun fyrir Antony Fótbolti Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Körfubolti Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Fótbolti Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Svefnlítill Emil sagði stopp en var stressaður fyrir kveðjustundinni Eini þjálfarinn sem hefur orðið deildarmeistari og dottið strax út „Flotti fíni Garðabær á móti Breiðholtinu“ „Trúi á fyrirgefningu og að fólk eigi að fá annað tækifæri“ Sjáðu fimm bestu tilþrifin og kjóstu Sabonis ekki með Litháen á EM Ráku sigursælasta þjálfarann rétt fyrir úrslitakeppnina Voru fimm stigum undir þegar 12,6 sekúndur voru eftir en unnu samt Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ Miðasalan á EM er hafin Martin um EM dráttinn: „Yrðu algjör forréttindi að mæta þeim á vellinum“ „Verður gott að fá meiri frítíma en mun sakna strákanna“ Kjartan Atli: Undirbúningurinn fyrir úrslitakeppnina byrjar strax uppi á hóteli „Er ekki alveg eins gott að byrja á þeim?“ „Heimavöllurinn gefur þér ekki neina sigra“ Baldur: Ég reikna með að hinir leikirnir séu löngu búnir „Verð áfram nema Jóhanna reki mig“ „Málum alla staði sem við spilum á bláa og hvíta“ „Ætlum ekki að vera farþegar í úrslitakeppinni“ Uppgjörið: Þór - Keflavík 114-119 | Keflvíkingar tryggðu sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 103-110 | Tókst ekki að stela öðru sætinu Uppgjörið: Tindastóll - Valur 88-74 | Tindastóll er deildarmeistari Uppgjörið: Grindavík - KR 86-83 | Tímabilinu lokið hjá KR en Grindavík mætir Val Leik lokið: Haukar - ÍR 80-91 | ÍR-ingar tryggðu sér sjöunda sætið Sjá meira
Miami Heat sendi Chicago Bulls í sumarfrí með 112-91 sigri og New Orleans Pelicans hafði betur á móti Sacramento Kings 105-98. Miami mætir Boston Celtics í átta liða úrslitum Austurdeildarinnar en New Orleans spilar við Oklahoma City Thunder í átta liða úrslitum Vesturdeildarinnar. Tyler Herro got BUSY in the @MiamiHEAT's W to clinch the East's #8 seed setting up an ECF rematch with Boston in Round 1 24 PTS | 10 REB | 9 AST | 4 3PM pic.twitter.com/y1gzCR2wf8— NBA (@NBA) April 20, 2024 Jimmy Butler gat ekki spilað með Miami vegna hnémeiðsla sem hann varð fyrir í umspilsleiknum á móti Philadelphia 76ers fyrr í vikunni. Miami náði 19-0 spretti í fyrsta leikhluta og var 34-17 yfir eftir hann. Eftir það vori Miami menn með leikinn í sínum höndum. Tyler Herro vantaði bara eina stoðsendingu í þrennuna (25 stig, 10 fráköst og 9 stoðsendingar) og nýliðinn Jaime Jaquez Jr. skoraði 21 stig. Kevin Love var með 16 stig og Bam Adebayo skoraði 13 stig. DeMar DeRozan skoraði 22 stig fyrir Chicago og Nikola Vucevic var með 16 stig og 14 fráköst. Miami liðið er því áttunda liðið inn í úrslitakeppnina alveg eins og í fyrra þegar liðið fór alla leið í lokaúrslitin. Róðurinn verður mjög þungur í fyrstu umferðinni því Boston Celtics hefur verið yfirburðarlið í Austrinu í vetur. Brandon Ingram and Jonas Valanciunas come up HUGE for the Pelicans to clinch the West's #8 seed setting up a matchup vs. the #1 seed Thunder in Round 1 BI: 24 PTS | 6 REB | 6 ASTJV: 19 PTS | 12 REB | 2 BLK pic.twitter.com/KmaeotxOXb— NBA (@NBA) April 20, 2024 Zion Williamson meiddist í tapinu í umspilaleiknum á móti Los Angeles Lakers en hafði skorað 40 stig í leiknum. New Orleans Pelicans liðið sýndi aftur á móti mikinn styrk með því að vinna góðan sigur á Sacramento Kings án hans. Brandon Ingram skoraði 24 stig og Jonas Valanciunas var með 19 stig og 12 fráköst. Trey Murphy III kom inn í byrjunarliðið í stað Williamson og skoraði 16 stig. De'Aaron Fox var með 35 stig fyrir Kings og Domantas Sabonis bætti við 23 stigum og 14 fráköstum. Kings sló Golden State Warriors út í fyrri leiknum sínum í umspilinu en náði ekki að fylgja því eftir. Hér fyrir neðan má sjá hvernig úrslitakeppnin lítur út en fyrstu leikir hennar eru í dag. Leikur Minnesota Timberwolves og Phoenix Suns verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2 í kvöld og hefst útsendingin klukkan 19.30. THE 2024 NBA PLAYOFFS ARE SET pic.twitter.com/5Ge6hXHdFX— ESPN (@espn) April 20, 2024 Fyrsta umferð úrslitakeppni NBA - Austurdeildin - (1) Boston Celtics - (8) Miami Heat (2) New York Knicks - (7) Philadelphia 76ers 3) Milwaukee Bucks - (6) Indiana Pacers (4) Cleveland Cavaliers - (5) Orlando Magic - Vesturdeildin - (1) Oklahoma City Thunder - (8) New Orleans Pelicans (2) Denver Nuggets - (7) Los Angeles Lakers (3) Minnesota Timberwolves - (6) Phoenix Suns 4) Los Angeles Clippers - (5) Dallas Mavericks
Fyrsta umferð úrslitakeppni NBA - Austurdeildin - (1) Boston Celtics - (8) Miami Heat (2) New York Knicks - (7) Philadelphia 76ers 3) Milwaukee Bucks - (6) Indiana Pacers (4) Cleveland Cavaliers - (5) Orlando Magic - Vesturdeildin - (1) Oklahoma City Thunder - (8) New Orleans Pelicans (2) Denver Nuggets - (7) Los Angeles Lakers (3) Minnesota Timberwolves - (6) Phoenix Suns 4) Los Angeles Clippers - (5) Dallas Mavericks
NBA Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Glódís ekki með í landsleikjunum Fótbolti Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Enski boltinn Vill hópfjármögnun fyrir Antony Fótbolti Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Körfubolti Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Fótbolti Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Svefnlítill Emil sagði stopp en var stressaður fyrir kveðjustundinni Eini þjálfarinn sem hefur orðið deildarmeistari og dottið strax út „Flotti fíni Garðabær á móti Breiðholtinu“ „Trúi á fyrirgefningu og að fólk eigi að fá annað tækifæri“ Sjáðu fimm bestu tilþrifin og kjóstu Sabonis ekki með Litháen á EM Ráku sigursælasta þjálfarann rétt fyrir úrslitakeppnina Voru fimm stigum undir þegar 12,6 sekúndur voru eftir en unnu samt Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ Miðasalan á EM er hafin Martin um EM dráttinn: „Yrðu algjör forréttindi að mæta þeim á vellinum“ „Verður gott að fá meiri frítíma en mun sakna strákanna“ Kjartan Atli: Undirbúningurinn fyrir úrslitakeppnina byrjar strax uppi á hóteli „Er ekki alveg eins gott að byrja á þeim?“ „Heimavöllurinn gefur þér ekki neina sigra“ Baldur: Ég reikna með að hinir leikirnir séu löngu búnir „Verð áfram nema Jóhanna reki mig“ „Málum alla staði sem við spilum á bláa og hvíta“ „Ætlum ekki að vera farþegar í úrslitakeppinni“ Uppgjörið: Þór - Keflavík 114-119 | Keflvíkingar tryggðu sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 103-110 | Tókst ekki að stela öðru sætinu Uppgjörið: Tindastóll - Valur 88-74 | Tindastóll er deildarmeistari Uppgjörið: Grindavík - KR 86-83 | Tímabilinu lokið hjá KR en Grindavík mætir Val Leik lokið: Haukar - ÍR 80-91 | ÍR-ingar tryggðu sér sjöunda sætið Sjá meira