Tugir þúsunda mótmæltu fjölda ferðamanna á Kanaríeyjum Lovísa Arnardóttir skrifar 20. apríl 2024 16:10 Mótmælendur segja eyjarnar komnar að þolmörkum og það verði að takmarka fjölda ferðamanna. Vísir/EPA Tugir þúsunda mótmæltu á Tenerife, Lanzarote, Gran Canaria og fleiri eyjum í Kanaríeyjaklasanum í dag. Mótmælendur segja eyjarnar við þolmörk. Það verði að takmarka fjölda ferðamanna. Það sé of dýrt að búa þar og að nýting auðlinda sé ekki lengur sjálfbær. Mótmælendur kröfðust þess að stjórmálamenn myndu bregðast við of lágum launum og lélegum kjörum. Einnig var mótmælt víða á Spáni. Á skiltum mótmælenda stóð sem dæmi „Þið njótið, við þjáumst“ og „Hvar er peningurinn frá ferðaþjónustunni?“ á meðan aðrir kölluðu eftir tímabundinni stöðvun ferðamanna á eyjunum og sögðu eyjarnar komnar að þolmörkum. Upphafið að mótmælunum má rekja til hungurverkfalls sex einstaklinga sem hófst 11. Aapríl fyrir utan kirkju í bænum La Laguna á Tenerife og standa enn. Í Fuerteventura mótmælti einnig mikil fjöldi. Vísir/EPA „Við megum ekki gleyma fólkinu sem leggur líf sitt í hættu fyrir Jörðina,“ sagði talsmaður hópsins Canarias Se Agota í dag. Canarias Se Agota þýðir Kanaríeyjar hafa fengið nóg. Talsmaðurinn sagði fórn þeirra og staðfestu verða að hvetja aðra áfram í sinni baráttu. „Við erum að skrifa nýjan kafla í sögu eyjanna okkar, kafli sem verður markaður af skýrri þrautseigju þeirra sem barist hafa fyrir heimili okkar,“ hélt hann áfram og sagði að í dag myndu Kanaríeyjar öskra og berjast og halda því svo áfram á morgun. Farið heim Fjallað er um mótmælin nokkuð ítarlega á vef breska miðilsins Daily Mail en Bretar eins og Íslendingar eru nokkuð duglegir að ferðast til eyjanna. Þar eru birtar fjöldi mynda af graffíti á bekkjum og veggjum á Tenerife sem hafa birst síðustu vikur. Mótmælendur hafa spreyjað á veggi, bekki og jafnvel bílaleigubíla skilaboð til ferðamanna um að fara heim og um lágmarkslaun á Kanaríeyjum sem séu um 1200 evrur. Mikill fjöldi kom saman á Gran Canaria í Las Palmas í dag. Vísir/EPA Canarias Se Agota hefur lagt fram ýmsar kröfur í mótmælum sínum en meðal þeirra er að hætt verði við að byggja nýtt fimm stjörnu hótel við Palm Mar á suðurhluta Tenerife við strönd þar sem ekki er búið að byggja. Þá hefur hópurinn kallað eftir því að stjórnmálamenn bregðist við með því að koma í veg fyrir mengun í sjó, aukinni umferð og áhrifa ferðaþjónustunnar á húsnæðisverð og framboð á húsnæði. Þá hafa þau krafist betri kjara fyrir starfsmenn í ferðaþjónustu og að ferðamenn verði skattlagðir. 13,9 milljónir ferðamanna Í frétt spænska miðilsins El País segir að alls hafi um 55 þúsund tekið þátt í mótmælunum á eyjunum sjö sem tilheyra klasanum. Flestir í Santa Cruz á Tenerife eða um 30 þúsund. Um 14 þúsund á Las Palmas og einhver þúsund líka á Lanzarote og Fuerteventura. Fjallað er nokkuð ítarlega um mótmælin í öðrum breskum miðlum. Á vef BBC segir að fleiri mótmæli séu skipulögð næstu helgi. Þar kemur einnig fram að í fyrra heimsóttu alls 13,9 milljónir Kanaríeyjarnar sem er um 13 prósent meira en árið áður. Það er um sex sinnum meira en íbúafjöldi allra eyjanna en alls búa um 2,2 milljónir á öllum eyjunum. Þá segir þar einnig að á sama tíma hafi 34 prósent íbúa átt í hættu á að búa við fátækt eða félagslega einangrun. Spánn Ferðalög Kanaríeyjar Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Fjárhagurinn eigi að ganga fyrir ferðum til Tenerife Theodór Francis Birgisson, klínískur félagsráðgjafi, segir mjög algengt að pör séu ekki á sömu blaðsíðu þegar kemur að fjármálum og að rannsóknir sýni að fleiri sambönd fari á hliðina út af fjármálum en framhjáhaldi. Einnig séu ofnotkun snjalltækja og tengslaleysi milli fjölskyldumeðlima vaxandi vandamál. 11. apríl 2024 00:23 Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Innlent Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Innlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Fleiri fréttir Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Sjá meira
Mótmælendur kröfðust þess að stjórmálamenn myndu bregðast við of lágum launum og lélegum kjörum. Einnig var mótmælt víða á Spáni. Á skiltum mótmælenda stóð sem dæmi „Þið njótið, við þjáumst“ og „Hvar er peningurinn frá ferðaþjónustunni?“ á meðan aðrir kölluðu eftir tímabundinni stöðvun ferðamanna á eyjunum og sögðu eyjarnar komnar að þolmörkum. Upphafið að mótmælunum má rekja til hungurverkfalls sex einstaklinga sem hófst 11. Aapríl fyrir utan kirkju í bænum La Laguna á Tenerife og standa enn. Í Fuerteventura mótmælti einnig mikil fjöldi. Vísir/EPA „Við megum ekki gleyma fólkinu sem leggur líf sitt í hættu fyrir Jörðina,“ sagði talsmaður hópsins Canarias Se Agota í dag. Canarias Se Agota þýðir Kanaríeyjar hafa fengið nóg. Talsmaðurinn sagði fórn þeirra og staðfestu verða að hvetja aðra áfram í sinni baráttu. „Við erum að skrifa nýjan kafla í sögu eyjanna okkar, kafli sem verður markaður af skýrri þrautseigju þeirra sem barist hafa fyrir heimili okkar,“ hélt hann áfram og sagði að í dag myndu Kanaríeyjar öskra og berjast og halda því svo áfram á morgun. Farið heim Fjallað er um mótmælin nokkuð ítarlega á vef breska miðilsins Daily Mail en Bretar eins og Íslendingar eru nokkuð duglegir að ferðast til eyjanna. Þar eru birtar fjöldi mynda af graffíti á bekkjum og veggjum á Tenerife sem hafa birst síðustu vikur. Mótmælendur hafa spreyjað á veggi, bekki og jafnvel bílaleigubíla skilaboð til ferðamanna um að fara heim og um lágmarkslaun á Kanaríeyjum sem séu um 1200 evrur. Mikill fjöldi kom saman á Gran Canaria í Las Palmas í dag. Vísir/EPA Canarias Se Agota hefur lagt fram ýmsar kröfur í mótmælum sínum en meðal þeirra er að hætt verði við að byggja nýtt fimm stjörnu hótel við Palm Mar á suðurhluta Tenerife við strönd þar sem ekki er búið að byggja. Þá hefur hópurinn kallað eftir því að stjórnmálamenn bregðist við með því að koma í veg fyrir mengun í sjó, aukinni umferð og áhrifa ferðaþjónustunnar á húsnæðisverð og framboð á húsnæði. Þá hafa þau krafist betri kjara fyrir starfsmenn í ferðaþjónustu og að ferðamenn verði skattlagðir. 13,9 milljónir ferðamanna Í frétt spænska miðilsins El País segir að alls hafi um 55 þúsund tekið þátt í mótmælunum á eyjunum sjö sem tilheyra klasanum. Flestir í Santa Cruz á Tenerife eða um 30 þúsund. Um 14 þúsund á Las Palmas og einhver þúsund líka á Lanzarote og Fuerteventura. Fjallað er nokkuð ítarlega um mótmælin í öðrum breskum miðlum. Á vef BBC segir að fleiri mótmæli séu skipulögð næstu helgi. Þar kemur einnig fram að í fyrra heimsóttu alls 13,9 milljónir Kanaríeyjarnar sem er um 13 prósent meira en árið áður. Það er um sex sinnum meira en íbúafjöldi allra eyjanna en alls búa um 2,2 milljónir á öllum eyjunum. Þá segir þar einnig að á sama tíma hafi 34 prósent íbúa átt í hættu á að búa við fátækt eða félagslega einangrun.
Spánn Ferðalög Kanaríeyjar Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Fjárhagurinn eigi að ganga fyrir ferðum til Tenerife Theodór Francis Birgisson, klínískur félagsráðgjafi, segir mjög algengt að pör séu ekki á sömu blaðsíðu þegar kemur að fjármálum og að rannsóknir sýni að fleiri sambönd fari á hliðina út af fjármálum en framhjáhaldi. Einnig séu ofnotkun snjalltækja og tengslaleysi milli fjölskyldumeðlima vaxandi vandamál. 11. apríl 2024 00:23 Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Innlent Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Innlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Fleiri fréttir Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Sjá meira
Fjárhagurinn eigi að ganga fyrir ferðum til Tenerife Theodór Francis Birgisson, klínískur félagsráðgjafi, segir mjög algengt að pör séu ekki á sömu blaðsíðu þegar kemur að fjármálum og að rannsóknir sýni að fleiri sambönd fari á hliðina út af fjármálum en framhjáhaldi. Einnig séu ofnotkun snjalltækja og tengslaleysi milli fjölskyldumeðlima vaxandi vandamál. 11. apríl 2024 00:23