„Ég hefði bara átt að taka leikhlé“ Hinrik Wöhler skrifar 23. apríl 2024 22:45 Einar var alls ekki sáttur með hvernig lið sitt lék undir lokin. Vísir/Hulda Margrét Einar Jónsson, þjálfari Fram, var niðurlútur eftir fjögurra marka tap, 27-23, á móti Haukum í kvöld. Leikurinn var fyrsti leikurinn í undanúrslitum Olís-deildar kvenna og fór hann fram í Lambhagahöllinni, heimavelli Fram. Leikurinn var jafn eftir venjulegan leiktíma, 23-23, og þurfti að framlengja. Sóknarleikur Fram var arfaslakur í framlengingunni og skoruðu þær ekki mark. „Við gátum ekkert, það er bara það sem gerist. Við fundum engar lausnir sóknarlega og vorum bara lélegar. Við tókum áhættu í lokin og þær voru bara miklu betri við í framlengingunni og áttu skilið að vinna,“ sagði Einar um spilamennsku liðsins í framlengingunni. Fram leiddi með þremur mörkum þegar þrjár mínútur voru eftir og var Einar með ágætis tilfinningu fyrir leiknum á þeim tímapunkti. „Mér leið ágætlega því við höfðum verið fínar og hefðum átt að vera með meira forskot þegar þrjár til fimm mínútur voru eftir. Þetta var eitthvað sem gat gerst líka því þær voru búnar að vera harka þetta allan leikinn og þær áttu í erfiðleikum með að skora hjá okkur. Þær fengu alltaf mjög langan tíma í hverri einustu sókn til að skora þannig við þurfum að halda einbeitingu lengur og vera agaðri varnarlega. Ég hefði bara átt að taka leikhlé þegar mínúta var eftir og aðeins að skerpa á þessu fyrir síðustu mínútuna.“ Þjálfarateymi Fram átti leikhlé inni og sér Einar eftir því að hafa ekki nýtt það á ögurstundu. „Auðvitað geri ég það eftir á, ég var að gæla við það að við myndum skora og leikurinn væri þá búinn. Við litum vel út og mér fannst við vera með þær en það kom í ljós að það var ekki þannig. Þannig eftir á að hyggja áttum við að taka leikhlé,” sagði Einar um síðustu mínútur venjulegs leiktíma. Einar á hliðarlínunni.Vísir/Hulda Margrét Fram þarf ekki að bíða lengi til að fá tækifæri til að svara fyrir tapið en næsti leikur er á föstudaginn á Ásvöllum. „Það er stuttur tími í næsta leik, við förum yfir þetta. Varnarlega var flest gott hjá okkur en ef þær eiga fá að spila í mínútu eða meira í hverri sókn þá þurfum við að vera klárar á því að halda einbeitingu allan þennan tíma. Við reynum að taka það jákvæða úr þessum leik og taka það með okkur inn í þann næsta. Eitt og annað sem er hægt að laga en við höldum áfram að spila okkur leik,“ bætti Einar við. Einar var á köflum ósáttur með langar sóknir Hauka og hefði viljað sjá hraðari leik. „Ég hélt að við vorum komin lengra en ekki það, þeir dæmdu þetta vel, og línan var þannig séð eins báðum megin. Þegar við lentum í basli fengum við að spila líka en ég vil þá frekar að höndin fari fyrr upp og ekki dæma einhver aula fríköst. Getum sagt gamaldags dómgæsla en við töpum ekki leiknum út af því. Mér finnst bara leiðinlegra að horfa á handboltaleiki þegar þeir eru svona,“ sagði Einar að lokum. Handbolti Olís-deild kvenna Fram Mest lesið Jafngildi 20 Þjóðarhalla við Hringbraut svo ein á að geta risið í Laugardal Sport Nauðgunardómurinn ógildur og Dani Alves er frjáls ferða sinna Sport Depay stóð á boltanum og slóst áður en hann lyfti titlinum Fótbolti Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Fótbolti Dagskráin í dag: Átta liða úrslit FA bikarsins og margt fleira Sport Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda Sport Sabonis ekki með Litháen á EM Körfubolti Markasúpa í Mjólkurbikarnum Fótbolti Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Formúla 1 Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Handbolti Fleiri fréttir Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Varði fimm skot gegn gömlu félögunum Uppgjörið: Grótta - Valur 19-30 | Meistararnir eru deildarmeistarar Oddaleikur framundan milli Íslendingaliðanna Minnkuðu muninn í eitt mark úr lokaskotinu Sló (líklega) metið yfir flest mörk að meðaltali í leik „Mér þykir virkilega vænt um þennan titil“ Grótta í umspil eftir tap gegn Aftureldingu Ómar Ingi og Gísli Þorgeir fóru mikinn í Búkarest Uppgjörið: FH - ÍR 33-29 | FH-ingar deildarmeistarar annað árið í röð „Bestu liðin hafa ekkert að fela og deila upplýsingum“ Portúgölsku Íslendingaliðin með mikilvæga sigra Bjarki Már öflugur Elliði Snær átti sinn þátt í óvæntum sigri Alfreð Gísla: „Skemmdarverk á handboltanum“ Aldís með níu mörk í naumum sigri Andrea og stöllur í góðri stöðu eftir fyrri leikinn Valskonur taka tveggja marka tap með sér heim á Hlíðarenda Uppgjör og viðtal: Haukar - Izvidac 30-27 | Haukar fara með naumt forskot til Bosníu Marta hetja Eyjakvenna Grótta vann gríðarmikilvægan sigur gegn Stjörnunni Gísli fór mikinn í fyrsta leiknum eftir meiðsli Fram tryggði annað sætið með sigri gegn ÍR Íslendingalið mætast í úrslitakeppninni Sjá meira
Leikurinn var jafn eftir venjulegan leiktíma, 23-23, og þurfti að framlengja. Sóknarleikur Fram var arfaslakur í framlengingunni og skoruðu þær ekki mark. „Við gátum ekkert, það er bara það sem gerist. Við fundum engar lausnir sóknarlega og vorum bara lélegar. Við tókum áhættu í lokin og þær voru bara miklu betri við í framlengingunni og áttu skilið að vinna,“ sagði Einar um spilamennsku liðsins í framlengingunni. Fram leiddi með þremur mörkum þegar þrjár mínútur voru eftir og var Einar með ágætis tilfinningu fyrir leiknum á þeim tímapunkti. „Mér leið ágætlega því við höfðum verið fínar og hefðum átt að vera með meira forskot þegar þrjár til fimm mínútur voru eftir. Þetta var eitthvað sem gat gerst líka því þær voru búnar að vera harka þetta allan leikinn og þær áttu í erfiðleikum með að skora hjá okkur. Þær fengu alltaf mjög langan tíma í hverri einustu sókn til að skora þannig við þurfum að halda einbeitingu lengur og vera agaðri varnarlega. Ég hefði bara átt að taka leikhlé þegar mínúta var eftir og aðeins að skerpa á þessu fyrir síðustu mínútuna.“ Þjálfarateymi Fram átti leikhlé inni og sér Einar eftir því að hafa ekki nýtt það á ögurstundu. „Auðvitað geri ég það eftir á, ég var að gæla við það að við myndum skora og leikurinn væri þá búinn. Við litum vel út og mér fannst við vera með þær en það kom í ljós að það var ekki þannig. Þannig eftir á að hyggja áttum við að taka leikhlé,” sagði Einar um síðustu mínútur venjulegs leiktíma. Einar á hliðarlínunni.Vísir/Hulda Margrét Fram þarf ekki að bíða lengi til að fá tækifæri til að svara fyrir tapið en næsti leikur er á föstudaginn á Ásvöllum. „Það er stuttur tími í næsta leik, við förum yfir þetta. Varnarlega var flest gott hjá okkur en ef þær eiga fá að spila í mínútu eða meira í hverri sókn þá þurfum við að vera klárar á því að halda einbeitingu allan þennan tíma. Við reynum að taka það jákvæða úr þessum leik og taka það með okkur inn í þann næsta. Eitt og annað sem er hægt að laga en við höldum áfram að spila okkur leik,“ bætti Einar við. Einar var á köflum ósáttur með langar sóknir Hauka og hefði viljað sjá hraðari leik. „Ég hélt að við vorum komin lengra en ekki það, þeir dæmdu þetta vel, og línan var þannig séð eins báðum megin. Þegar við lentum í basli fengum við að spila líka en ég vil þá frekar að höndin fari fyrr upp og ekki dæma einhver aula fríköst. Getum sagt gamaldags dómgæsla en við töpum ekki leiknum út af því. Mér finnst bara leiðinlegra að horfa á handboltaleiki þegar þeir eru svona,“ sagði Einar að lokum.
Handbolti Olís-deild kvenna Fram Mest lesið Jafngildi 20 Þjóðarhalla við Hringbraut svo ein á að geta risið í Laugardal Sport Nauðgunardómurinn ógildur og Dani Alves er frjáls ferða sinna Sport Depay stóð á boltanum og slóst áður en hann lyfti titlinum Fótbolti Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Fótbolti Dagskráin í dag: Átta liða úrslit FA bikarsins og margt fleira Sport Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda Sport Sabonis ekki með Litháen á EM Körfubolti Markasúpa í Mjólkurbikarnum Fótbolti Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Formúla 1 Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Handbolti Fleiri fréttir Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Varði fimm skot gegn gömlu félögunum Uppgjörið: Grótta - Valur 19-30 | Meistararnir eru deildarmeistarar Oddaleikur framundan milli Íslendingaliðanna Minnkuðu muninn í eitt mark úr lokaskotinu Sló (líklega) metið yfir flest mörk að meðaltali í leik „Mér þykir virkilega vænt um þennan titil“ Grótta í umspil eftir tap gegn Aftureldingu Ómar Ingi og Gísli Þorgeir fóru mikinn í Búkarest Uppgjörið: FH - ÍR 33-29 | FH-ingar deildarmeistarar annað árið í röð „Bestu liðin hafa ekkert að fela og deila upplýsingum“ Portúgölsku Íslendingaliðin með mikilvæga sigra Bjarki Már öflugur Elliði Snær átti sinn þátt í óvæntum sigri Alfreð Gísla: „Skemmdarverk á handboltanum“ Aldís með níu mörk í naumum sigri Andrea og stöllur í góðri stöðu eftir fyrri leikinn Valskonur taka tveggja marka tap með sér heim á Hlíðarenda Uppgjör og viðtal: Haukar - Izvidac 30-27 | Haukar fara með naumt forskot til Bosníu Marta hetja Eyjakvenna Grótta vann gríðarmikilvægan sigur gegn Stjörnunni Gísli fór mikinn í fyrsta leiknum eftir meiðsli Fram tryggði annað sætið með sigri gegn ÍR Íslendingalið mætast í úrslitakeppninni Sjá meira