„Við erum ekki með stráka sem þurfa að vera hetjur“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. apríl 2024 15:01 Jaka Brodnik lék mjög vel með Keflavíkurliðinu í Forsetahöllinni í gær. Vísir/Hulda Margrét Jaka Brodnik og félagar í Keflavíkurliðinu voru sjóðandi heitir í gærkvöldi þegar þeir sendu Álftnesinga í sumarfrí eftir sannfærandi sigur í fjórða leik liðanna í átta liða úrslitum Subway deildar karla í körfubolta. Suðbway Körfuboltakvöld valdi Jaka PlayAir leiksins en hann var með 21 stig á rúmum átján mínútum og hitti úr 9 af 19 skotum sínum utan af velli. Jaka hitti meðal annars úr öllum þremur þriggja stiga skotum sínum og Keflavík vann þær mínútur sem hann spilaði með 27 stigum. Við urðum því að gera miklu betur en síðast „Það var planið að gefa rétta tóninn í upphafi leiks því við vissum hvernig fór síðast hjá okkur þegar við spiluðum í þessu húsi. Það er eiginlega hrein hörmung. Þeir eru með öflugt lið sem lætur alltaf finna vel fyrir sér. Við urðum því að gera miklu betur en síðast,“ sagði Jaka Brodnik. Keflavík skoraði samtals 56 stig þegar spiluðu síðast í Forsetahöllinni en að þessu sinni skoruðu þeir 56 stig og 58 stig í hálfleikjunum tveimur. „Við hreyfðum boltann miklu betur í þessum leik og það sést á fjölda stoðsendinga hjá okkur. 30 stoðsendingar í einum leik sýnir að við erum að spila liðsbolta. Við vorum líka með miklu meira sjálfstraust en í hinum leiknum þegar við vorum hægir og klaufskir. Andlega vorum við bara miklu betur undirbúnir,“ sagði Jaka. Við erum ógn fyrir þá en ekki öfugt „Við erum lið sem getur hlaupið og ef okkur tekst að hreyfa vörnina þá náum við forskoti. Við gerðum það ekki í hinum leiknum og vorum þá eiginlega að bíða eftir einhverjum öðrum til að klára dæmið fyrir okkur. Við höfðum það markmið að halda alltaf áfram í þessum leik, sama hvað gerðist. Við vildum líka vera liðið sem setti tóninn og vildum að þeir væru að elta okkur. Við erum ógn fyrir þá en ekki öfugt,“ sagði Jaka. Hann segir að leikmennirnir séu tilbúnir að vinna hvern fyrir annan. „Strákarnir í liðinu eru mjög yfirvegaðir og við erum ekki með stráka sem þurfa að vera hetjur. Það er mikill plús. Stundum er Remy (Martin) hetjan en hann á það skilið. Hann sýndi það að hann getur verið hetjan en allir aðrir eru að skila sínu hlutverki og gera sitt besta,“ sagði Jaka. Það má heyra allt spjallið við Jaka hér fyrir neðan. Klippa: PlayAir leiksins var Jaka Brodnik Subway-deild karla Körfuboltakvöld Keflavík ÍF Mest lesið Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Fótbolti Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Fleiri fréttir Botnliðið fær landsliðsmann Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ Sjá meira
Suðbway Körfuboltakvöld valdi Jaka PlayAir leiksins en hann var með 21 stig á rúmum átján mínútum og hitti úr 9 af 19 skotum sínum utan af velli. Jaka hitti meðal annars úr öllum þremur þriggja stiga skotum sínum og Keflavík vann þær mínútur sem hann spilaði með 27 stigum. Við urðum því að gera miklu betur en síðast „Það var planið að gefa rétta tóninn í upphafi leiks því við vissum hvernig fór síðast hjá okkur þegar við spiluðum í þessu húsi. Það er eiginlega hrein hörmung. Þeir eru með öflugt lið sem lætur alltaf finna vel fyrir sér. Við urðum því að gera miklu betur en síðast,“ sagði Jaka Brodnik. Keflavík skoraði samtals 56 stig þegar spiluðu síðast í Forsetahöllinni en að þessu sinni skoruðu þeir 56 stig og 58 stig í hálfleikjunum tveimur. „Við hreyfðum boltann miklu betur í þessum leik og það sést á fjölda stoðsendinga hjá okkur. 30 stoðsendingar í einum leik sýnir að við erum að spila liðsbolta. Við vorum líka með miklu meira sjálfstraust en í hinum leiknum þegar við vorum hægir og klaufskir. Andlega vorum við bara miklu betur undirbúnir,“ sagði Jaka. Við erum ógn fyrir þá en ekki öfugt „Við erum lið sem getur hlaupið og ef okkur tekst að hreyfa vörnina þá náum við forskoti. Við gerðum það ekki í hinum leiknum og vorum þá eiginlega að bíða eftir einhverjum öðrum til að klára dæmið fyrir okkur. Við höfðum það markmið að halda alltaf áfram í þessum leik, sama hvað gerðist. Við vildum líka vera liðið sem setti tóninn og vildum að þeir væru að elta okkur. Við erum ógn fyrir þá en ekki öfugt,“ sagði Jaka. Hann segir að leikmennirnir séu tilbúnir að vinna hvern fyrir annan. „Strákarnir í liðinu eru mjög yfirvegaðir og við erum ekki með stráka sem þurfa að vera hetjur. Það er mikill plús. Stundum er Remy (Martin) hetjan en hann á það skilið. Hann sýndi það að hann getur verið hetjan en allir aðrir eru að skila sínu hlutverki og gera sitt besta,“ sagði Jaka. Það má heyra allt spjallið við Jaka hér fyrir neðan. Klippa: PlayAir leiksins var Jaka Brodnik
Subway-deild karla Körfuboltakvöld Keflavík ÍF Mest lesið Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Fótbolti Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Fleiri fréttir Botnliðið fær landsliðsmann Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ Sjá meira