„Þá á bara að gefa tilkynningu út af hálfu HSÍ“ Þorsteinn Hjálmsson skrifar 26. apríl 2024 20:37 Einar Jónsson var að vonum svekktur eftir naumt tap í framlengdum leik. Vísir/Anton Brink Fram er lent 2-0 undir í einvígi sínu gegn Haukum í undanúrslitum Olís-deildar kvenna eftir 28-25 tap í kvöld. Annan leikinn í röð fór leikurinn alla leið í framlengingu. Einar Jónsson, þjálfari Fram, var ekki sáttur með sínar konur á lykilaugnablikum í leiknum. „Aftur erum við sjálfum okkur verstar. Förum með aragrúa af dauðafærum hérna og markmaðurinn hjá þeim vann þennan leik fyrir þær. Við bara klúðrum þessu sjálfar,“ segir Einar við Vísi eftir leik. Einar var þó alls ekki sáttur með dómara leiksins, þá Sigurð Hjört Þrastarson og Svavar Ólaf Pétursson. „Sko það er erfitt að spila á móti Haukum, þær eru virkilega fljótar á fótunum og með mjög öfluga leikmenn, en ef það á að leyfa fjögur og fimm skref í hverri einustu árás þá á bara að gefa þá tilkynningu út af hálfu HSÍ,“ „Ef það er búið að breyta reglunum og leyfa fjögur og fimm skref, nema að það sé búið að því, ég hélt allavega að það væru þrjú skref í handbolta, það þarf þá að tilkynna það. Hauka liðið græðir ekkert eðlilega mikið á því. Þær eru með leikmenn þarna innanborðs sem er bara mjög erfitt að stoppa einn á einn og hvað þá þegar þær fá að taka fjögur, fimm og jafnvel sex skref. Það er ekki boðlegt að mínu mati. Það eru 17 sinnum skref á þær í síðasta leik sem við spiluðum við þær og það er örugglega meira í þessum leik, ef mín tilfinning reynist rétt,“ segir Einar. Tapið þó ekki dómurunum að kenna Einar undirstrikaði þó að tapið í leiknum skrifaðist á sitt lið en ekki dómarana. „Engu að síður er það fyrst og fremst sjálfum okkur að kenna að hafa ekki unnið þennan leik, en það er bara mjög erfitt að spila á móti liði sem fær alltaf að taka fjögur og fimm skref í hverri einustu árás.“ „Nú þurfum við bara að fylla Lambhagahöllina og ég bara krefst þess að Framarar komi og styðji við bakið á okkur. Við erum búnar að spila þannig séð frábærlega núna tvo leiki en svo tekst okkur að fokka því upp sjálfar. Við stjórnum algjörlega ferðinni í þessu því mér finnst við hafa tapað þessum leikjum. Það vantar bara að klára þetta. Við erum klaufar í síðustu tveimur sóknunum okkar í venjulegum leiktíma, eins og í fyrri leiknum. Við endum ekki sóknirnar með skoti.“ Gera þetta almennilega á afmælishátíð Aðspurður út í leik liðsins í framlengingunni, þar sem Fram skoraði aðeins eitt mark, hafði Einar þetta að segja. „Við förum með tvö dauðafæri í framlengingunni. Það er ekki eins og við séum ekki að skapa okkur færi, þetta eru náttúrulega ekki margar sóknir heldur. Við skoðum þetta vel og förum vel yfir þetta.“ Að lokum hafði Einar þetta að segja: „Það er langt í næsta leik, hann er á miðvikudaginn, afmælisdegi Fram. Við bara seljum okkur dýrt og höldum bara áfram að gera það sem við erum búnar að vera gera, það á að skila sigri á miðvikudaginn.“ Fram Olís-deild kvenna Haukar Mest lesið Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Körfubolti Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Fótbolti Dagmar ofuramma og heimsmethafi: „Maður springur bara út“ Sport Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Enski boltinn Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Fótbolti Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Fótbolti Bætti skólamet pabba síns Körfubolti „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Handbolti Hrósa Ísaki fyrir þroska, hreinskilni og auðvitað að vera góður í fótbolta Sport „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: HK - KA | Eiga harma að hefna eftir spennutrylli fyrir norðan Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Íslendingalið Benfica og Gummersbach halda í vonina Þriðja landsliðskona liðsins orðin ófrísk Ýmir sneri aftur í góðum sigri Reynsluboltinn fann sér nýtt lið Gísli stórkostlegur í toppslagnum ÍBV vann Gróttu sem hefur beðið í 136 daga Óðinn Þór markahæstur að venju KA/Þór beint aftur upp í deild þeirra bestu Heimsmeistararnir gengu frá lærisveinum Guðjóns Vals „Vorum nokkurn veginn búnir að kortleggja þetta“ Uppgjörið: Haukar - Jeruzalem Ormoz 31-23 | Öruggt hjá Haukum gegn slöku slóvensku liði Valsmenn skoruðu 48 í Breiðholti Haukar töpuðu stórt í Tékklandi Framkonur stálheppnar að missa ekki sigurinn ÍR skellti í lás og fór upp fyrir Stjörnuna Sviptur HM vegna mistaka í lyfjaprófi Sigursteinn setti fjórtán ára son sinn inn á gólfið í Olís deildinni Fyrsti sigur FH-inga á árinu kom þeim í toppsætið Sjá meira
„Aftur erum við sjálfum okkur verstar. Förum með aragrúa af dauðafærum hérna og markmaðurinn hjá þeim vann þennan leik fyrir þær. Við bara klúðrum þessu sjálfar,“ segir Einar við Vísi eftir leik. Einar var þó alls ekki sáttur með dómara leiksins, þá Sigurð Hjört Þrastarson og Svavar Ólaf Pétursson. „Sko það er erfitt að spila á móti Haukum, þær eru virkilega fljótar á fótunum og með mjög öfluga leikmenn, en ef það á að leyfa fjögur og fimm skref í hverri einustu árás þá á bara að gefa þá tilkynningu út af hálfu HSÍ,“ „Ef það er búið að breyta reglunum og leyfa fjögur og fimm skref, nema að það sé búið að því, ég hélt allavega að það væru þrjú skref í handbolta, það þarf þá að tilkynna það. Hauka liðið græðir ekkert eðlilega mikið á því. Þær eru með leikmenn þarna innanborðs sem er bara mjög erfitt að stoppa einn á einn og hvað þá þegar þær fá að taka fjögur, fimm og jafnvel sex skref. Það er ekki boðlegt að mínu mati. Það eru 17 sinnum skref á þær í síðasta leik sem við spiluðum við þær og það er örugglega meira í þessum leik, ef mín tilfinning reynist rétt,“ segir Einar. Tapið þó ekki dómurunum að kenna Einar undirstrikaði þó að tapið í leiknum skrifaðist á sitt lið en ekki dómarana. „Engu að síður er það fyrst og fremst sjálfum okkur að kenna að hafa ekki unnið þennan leik, en það er bara mjög erfitt að spila á móti liði sem fær alltaf að taka fjögur og fimm skref í hverri einustu árás.“ „Nú þurfum við bara að fylla Lambhagahöllina og ég bara krefst þess að Framarar komi og styðji við bakið á okkur. Við erum búnar að spila þannig séð frábærlega núna tvo leiki en svo tekst okkur að fokka því upp sjálfar. Við stjórnum algjörlega ferðinni í þessu því mér finnst við hafa tapað þessum leikjum. Það vantar bara að klára þetta. Við erum klaufar í síðustu tveimur sóknunum okkar í venjulegum leiktíma, eins og í fyrri leiknum. Við endum ekki sóknirnar með skoti.“ Gera þetta almennilega á afmælishátíð Aðspurður út í leik liðsins í framlengingunni, þar sem Fram skoraði aðeins eitt mark, hafði Einar þetta að segja. „Við förum með tvö dauðafæri í framlengingunni. Það er ekki eins og við séum ekki að skapa okkur færi, þetta eru náttúrulega ekki margar sóknir heldur. Við skoðum þetta vel og förum vel yfir þetta.“ Að lokum hafði Einar þetta að segja: „Það er langt í næsta leik, hann er á miðvikudaginn, afmælisdegi Fram. Við bara seljum okkur dýrt og höldum bara áfram að gera það sem við erum búnar að vera gera, það á að skila sigri á miðvikudaginn.“
Fram Olís-deild kvenna Haukar Mest lesið Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Körfubolti Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Fótbolti Dagmar ofuramma og heimsmethafi: „Maður springur bara út“ Sport Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Enski boltinn Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Fótbolti Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Fótbolti Bætti skólamet pabba síns Körfubolti „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Handbolti Hrósa Ísaki fyrir þroska, hreinskilni og auðvitað að vera góður í fótbolta Sport „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: HK - KA | Eiga harma að hefna eftir spennutrylli fyrir norðan Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Íslendingalið Benfica og Gummersbach halda í vonina Þriðja landsliðskona liðsins orðin ófrísk Ýmir sneri aftur í góðum sigri Reynsluboltinn fann sér nýtt lið Gísli stórkostlegur í toppslagnum ÍBV vann Gróttu sem hefur beðið í 136 daga Óðinn Þór markahæstur að venju KA/Þór beint aftur upp í deild þeirra bestu Heimsmeistararnir gengu frá lærisveinum Guðjóns Vals „Vorum nokkurn veginn búnir að kortleggja þetta“ Uppgjörið: Haukar - Jeruzalem Ormoz 31-23 | Öruggt hjá Haukum gegn slöku slóvensku liði Valsmenn skoruðu 48 í Breiðholti Haukar töpuðu stórt í Tékklandi Framkonur stálheppnar að missa ekki sigurinn ÍR skellti í lás og fór upp fyrir Stjörnuna Sviptur HM vegna mistaka í lyfjaprófi Sigursteinn setti fjórtán ára son sinn inn á gólfið í Olís deildinni Fyrsti sigur FH-inga á árinu kom þeim í toppsætið Sjá meira