Danir rýmka reglur um þungunarrof Atli Ísleifsson skrifar 3. maí 2024 08:08 Mette Frederiksen er forsætisráðherra Danmerkur. Breið pólitísk samstaða hefur náðst um að rýmka reglurnar um þungunarrof í landinu sem hafa haldist nær óbreyttar í rúm fimmtíu ár. EPA Ríkisstjórn Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, hefur náð samkomulagi við fjóra flokka í stjórnarandstöðunni um að rýmka reglur landsins um þungunarrof þannig að heimilt verði að gangast undir þungunarrof fram að átjándu viku meðgöngu. Með þessu verða reglurnar rýmkaðar verulega, en þungunarrof hefur verið heimilt fram að tólftu viku meðgöngu. Þungunarrofsreglur Danmerkur hafa verið einar þær ströngustu í Evrópu og er þetta mesta breytingin á reglunum í fimmtíu ár. Reglurnar um tólf vikur voru settar árið 1973. Greint var frá því í morgun að stjórn Frederiksen hafi náð samkomulagi um rýmkun reglanna við stjórnarandstöðuflokkana SF, Einingarlistann, De Radikale og Alternativet. Sophie Løhde, innanríkis- og heilbrigðisráðherra, segir að hvað heilsu varðar sé ekkert sem réttlæti núverandi hámarksvikufjölda á meðgöngu til að gangast undir þungunarrof. Þá séu engar vísbendingar um að við reglubreytinguna komi tilfellum þungunarrofs til með að fjölga verulega. Vilji konur fara í þungunarrof eftir átján vikna meðgöngu munu þær samkvæmt nýjum reglum þurfa að fara með málið fyrir sérstaka nefnd sem úrskurðar í málunum. Nýju reglurnar sem samkomulag hefur náðst um gera einnig ráð fyrir að stúlkur fimmtán til sautján ára sem vilja gangast undir þungunarrof þurfi ekki lengur sérstakt samþykki eða leyfi foreldra eða nefndar. Danmörk Þungunarrof Mest lesið Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram Erlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Fordæma árás á sjúkraliða Erlent Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Innlent „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Erlent Fleiri fréttir Le Pen sakfelld fyrir fjársvik Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Sjá meira
Með þessu verða reglurnar rýmkaðar verulega, en þungunarrof hefur verið heimilt fram að tólftu viku meðgöngu. Þungunarrofsreglur Danmerkur hafa verið einar þær ströngustu í Evrópu og er þetta mesta breytingin á reglunum í fimmtíu ár. Reglurnar um tólf vikur voru settar árið 1973. Greint var frá því í morgun að stjórn Frederiksen hafi náð samkomulagi um rýmkun reglanna við stjórnarandstöðuflokkana SF, Einingarlistann, De Radikale og Alternativet. Sophie Løhde, innanríkis- og heilbrigðisráðherra, segir að hvað heilsu varðar sé ekkert sem réttlæti núverandi hámarksvikufjölda á meðgöngu til að gangast undir þungunarrof. Þá séu engar vísbendingar um að við reglubreytinguna komi tilfellum þungunarrofs til með að fjölga verulega. Vilji konur fara í þungunarrof eftir átján vikna meðgöngu munu þær samkvæmt nýjum reglum þurfa að fara með málið fyrir sérstaka nefnd sem úrskurðar í málunum. Nýju reglurnar sem samkomulag hefur náðst um gera einnig ráð fyrir að stúlkur fimmtán til sautján ára sem vilja gangast undir þungunarrof þurfi ekki lengur sérstakt samþykki eða leyfi foreldra eða nefndar.
Danmörk Þungunarrof Mest lesið Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram Erlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Fordæma árás á sjúkraliða Erlent Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Innlent „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Erlent Fleiri fréttir Le Pen sakfelld fyrir fjársvik Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Sjá meira