Tekjur Apple drógust saman enn eina ferðina Samúel Karl Ólason skrifar 3. maí 2024 10:31 Tim Cook er forstjóri Apple. EPA/JOHN G. MABANGLO Tekjur Apple drógust saman í fimmta sinn á síðustu sex ársfjórðungum. Í heildina voru tekjurnar 90,8 milljarðar dala á fyrsta ársfjórðungi þessa árs, sem er fjórum prósentum minna en þær voru á sama tíma í fyrra. 90,8 milljarðar dala samsvarar um 12,7 billjónum króna. Ársfjórðungurinn sem endar í lok mars er í raun annar ársfjórðungurinn á fjárhagsári Apple. Áhugsamir geta fundið frekari upplýsingar um uppgjörið á vef Apple. Samdrátturinn hefur að miklu leyti verið rakið til vandræða í símasölu Apple og aukinnar samkeppni vegna snjallsíma sem framleiddir eru í Kína. Á undanförnum árum hefur forsvarsmönnum Apple gengið erfiðlega að auka sölu iPhone snjallsíma en það hefur um árabil verið helsta tekjulind fyrirtækisins. Á síðasta ársfjórðungi dróst salan saman um 10,5 prósent, borið saman við fyrsta fjórðung 2023. Þrátt fyrir samdráttinn hækkaði virði hlutabréfa Apple um rúm sjö prósent eftir að uppgjörið var birt í gær. Samkvæmt frétt Wall Street Journal var það vegna þess að forsvarsmenn fyrirtækisins samþykktu að verja 110 milljörðum dala í að kaupa hlutabréf í fyrirtækinu og gáfu til kynna að fyrirtækið muni skila hagnaði á núverandi ársfjórðungi. Apple stendur frammi fyrir ýmsum lagalegum vandræðum um þessar mundir. Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna höfðaði til að mynda mál gegn fyrirtækinu í mars og sakaði það um að beita einokunarstöðu á markaði snjallsíma til að koma í veg fyrir samkeppni. Apple Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Ólöf til liðs við Athygli Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira
90,8 milljarðar dala samsvarar um 12,7 billjónum króna. Ársfjórðungurinn sem endar í lok mars er í raun annar ársfjórðungurinn á fjárhagsári Apple. Áhugsamir geta fundið frekari upplýsingar um uppgjörið á vef Apple. Samdrátturinn hefur að miklu leyti verið rakið til vandræða í símasölu Apple og aukinnar samkeppni vegna snjallsíma sem framleiddir eru í Kína. Á undanförnum árum hefur forsvarsmönnum Apple gengið erfiðlega að auka sölu iPhone snjallsíma en það hefur um árabil verið helsta tekjulind fyrirtækisins. Á síðasta ársfjórðungi dróst salan saman um 10,5 prósent, borið saman við fyrsta fjórðung 2023. Þrátt fyrir samdráttinn hækkaði virði hlutabréfa Apple um rúm sjö prósent eftir að uppgjörið var birt í gær. Samkvæmt frétt Wall Street Journal var það vegna þess að forsvarsmenn fyrirtækisins samþykktu að verja 110 milljörðum dala í að kaupa hlutabréf í fyrirtækinu og gáfu til kynna að fyrirtækið muni skila hagnaði á núverandi ársfjórðungi. Apple stendur frammi fyrir ýmsum lagalegum vandræðum um þessar mundir. Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna höfðaði til að mynda mál gegn fyrirtækinu í mars og sakaði það um að beita einokunarstöðu á markaði snjallsíma til að koma í veg fyrir samkeppni.
Apple Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Ólöf til liðs við Athygli Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira