Í þáttunum fá þau Edda Andrésdóttir og Páll Magnússon til sín gesti sem tengdust atburðum eða fréttum valinna ára og kryfja málin í léttri sex þátta fréttatengdri mannlífs- og skemmtiþáttaseríu.
Undir lok þáttarins flutti söngkonan Una Torfadóttir lagið Jesús Pétur Kiljan og hin heilaga jómfrú og aumingja ég sem kom út árið 1998 og má finna á plötunni Arfur.
Virkilega falleg útgáfa eins og sjá má hér að neðan.