Baldur segir niðurstöður nýjustu kannana vonbrigði Lovísa Arnardóttir skrifar 3. maí 2024 14:23 Baldur Þórhallsson segir niðurstöðurnar vonbrigði en að hann finni mikinn meðbyr. vísir/vilhelm Halla Hrund skynjar mikinn meðbyr með sínum gildum, Katrín segir fylgið á mikilli hreyfingu og Baldur segir nýjustu tölur vonbrigði. Öll segja þau það frábært að fá tækifæri til að ferðast um landið til að hitta landann. Samkvæmt niðurstöðum Maskínu myndi Halla Hrund fá 29,4 prósent atkvæða, Katrín 26,8 atkvæða og Baldur 19,9 prósent atkvæða. Alls myndu 36 prósent kjósa Höllu Hrund Logadóttur til forseta Íslands samkvæmt nýjum Þjóðarpúlsi Gallup. Samkvæmt sömu könnun myndu 23 prósent kjósa Katrínu Jakobsdóttur og 19 prósent Baldur Þórhallsson. Þakklát fyrir fylgið „Fyrst og fremst þakklæti frá öllum þeim sem sýna manni stuðning,“ segir Halla Hrund spurð í Pallborðinu um sín fyrstu viðbrögð við miklu fylgi í nýjustu könnunum um forsetakjörið. Hún sé nýkomin frá Akureyri og hún finni mikinn meðbyr. „Auðvitað er kosningabaráttan bara rétt að fara af stað,“ segir Halla Hrund en að hún skynji mikinn meðbyr með þeim gildum sem hún talar fyrir í öllum landshlutum. Að vinna saman að hlutunum og að Ísland fái að vaxa á innlendum og alþjóðlegum vettvangi. Hún segir að með þessu sé líka mikil gleði og það sé mikilvægt fyrir seiglu samfélaga. Fylgið á hreyfingu Katrín segir fjórar ólíkar kannanir hafa komið fram í vikunni. Fylgið sé á hreyfingu og það sé eðlilegt í upphafi baráttunnar. Það sé afar skemmtilegt að ferðast um landið og heyra af mismunandi aðstæðum fólks en líka hvað fólki þykir vænt um embættið. „Landsmönnum þykir vænt um þetta embætti, það er mikilvægt,“ segir Katrín og að fólk eigi eftir að gera upp hug sinn næstu vikurnar. Hún segist sátt við viðbrögðin sem hún hefur fengið síðustu vikur. Vonbrigði Baldur Þórhallsson segir þessar mælingar vonbrigði og að það þurfi að gera betur. Hann hafi eins og aðrir frambjóðendur hafa verið á ferðalagi. Hafi verið að ferðast um Vesturland og Vestfirði síðast. Hann segir 500 stuðningsmenn skráða og margir mæti daglega á kosningaskrifstofuna. Hann sé bjartsýnn á framhaldið. Baldur, Halla Hrund og Katrín eru öll gestir í Pallborðinu sem er nú í beinni. Hægt er að fylgjast með því í fréttinni hér að neðan. Forseti Íslands Forsetakosningar 2024 Pallborðið Mest lesið Trump titlar sig konung Erlent Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Erlent Allt tiltækt lið kallað út vegna elds í Hamborgarafabrikkunni Innlent Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Erlent Níu ofbeldismál innan íþróttahreyfingar til lögreglu í fyrra Innlent Fylkingar innan VR eftir afstöðu til Eflingar og Ragnars Þórs Innlent Ummæli Trumps lofi ekki góðu Innlent Markaðurinn hvorki „á valdi“ kaupenda né seljenda Innlent Traustið við frostmark Innlent Fólk læri af reynslunni og geri kaupmála Innlent Fleiri fréttir Traustið við frostmark Markaðurinn hvorki „á valdi“ kaupenda né seljenda Níu ofbeldismál innan íþróttahreyfingar til lögreglu í fyrra Allt tiltækt lið kallað út vegna elds í Hamborgarafabrikkunni Fylkingar innan VR eftir afstöðu til Eflingar og Ragnars Þórs Ummæli Trumps lofi ekki góðu Fólk læri af reynslunni og geri kaupmála Jafnræðisreglan sé margbrotin í frumvarpi menntamálaráðherra Segja ekki um neitt „tilfinningaklám“ að ræða Fundi samninganefnda kennara frestað fram á morgun ASÍ fordæmir „siðlausa framgöngu“ í garð ræstingafólks Vill aukna fjölbreytni í lögregluna: „Okkar viðskiptavinir eru alls konar“ Leita til Íslands að nýjum stjóra eftir skrautlega uppsögn Afstaða Íslands skýr Krísufundur, veik von og óðir nammigrísir Slitlag lagt á síðasta kafla Grafningsvegar Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Þrjú bítast um formannsstöðuna hjá Siðmennt Kristrún sækir neyðarfund Macron Rófustappan olli niðurgangi þorrablótsgesta Fleiri ótímabundin verkföll boðuð Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Langflestir hafa minnsta trú á Ingu „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Örn skipaður landsbókavörður Boðar samninganefndir kennara á fund í dag Styrkir, kílómetragjald og biðin eftir gosi „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Þingið kafi í styrkveitingarnar Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Sjá meira
Samkvæmt niðurstöðum Maskínu myndi Halla Hrund fá 29,4 prósent atkvæða, Katrín 26,8 atkvæða og Baldur 19,9 prósent atkvæða. Alls myndu 36 prósent kjósa Höllu Hrund Logadóttur til forseta Íslands samkvæmt nýjum Þjóðarpúlsi Gallup. Samkvæmt sömu könnun myndu 23 prósent kjósa Katrínu Jakobsdóttur og 19 prósent Baldur Þórhallsson. Þakklát fyrir fylgið „Fyrst og fremst þakklæti frá öllum þeim sem sýna manni stuðning,“ segir Halla Hrund spurð í Pallborðinu um sín fyrstu viðbrögð við miklu fylgi í nýjustu könnunum um forsetakjörið. Hún sé nýkomin frá Akureyri og hún finni mikinn meðbyr. „Auðvitað er kosningabaráttan bara rétt að fara af stað,“ segir Halla Hrund en að hún skynji mikinn meðbyr með þeim gildum sem hún talar fyrir í öllum landshlutum. Að vinna saman að hlutunum og að Ísland fái að vaxa á innlendum og alþjóðlegum vettvangi. Hún segir að með þessu sé líka mikil gleði og það sé mikilvægt fyrir seiglu samfélaga. Fylgið á hreyfingu Katrín segir fjórar ólíkar kannanir hafa komið fram í vikunni. Fylgið sé á hreyfingu og það sé eðlilegt í upphafi baráttunnar. Það sé afar skemmtilegt að ferðast um landið og heyra af mismunandi aðstæðum fólks en líka hvað fólki þykir vænt um embættið. „Landsmönnum þykir vænt um þetta embætti, það er mikilvægt,“ segir Katrín og að fólk eigi eftir að gera upp hug sinn næstu vikurnar. Hún segist sátt við viðbrögðin sem hún hefur fengið síðustu vikur. Vonbrigði Baldur Þórhallsson segir þessar mælingar vonbrigði og að það þurfi að gera betur. Hann hafi eins og aðrir frambjóðendur hafa verið á ferðalagi. Hafi verið að ferðast um Vesturland og Vestfirði síðast. Hann segir 500 stuðningsmenn skráða og margir mæti daglega á kosningaskrifstofuna. Hann sé bjartsýnn á framhaldið. Baldur, Halla Hrund og Katrín eru öll gestir í Pallborðinu sem er nú í beinni. Hægt er að fylgjast með því í fréttinni hér að neðan.
Forseti Íslands Forsetakosningar 2024 Pallborðið Mest lesið Trump titlar sig konung Erlent Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Erlent Allt tiltækt lið kallað út vegna elds í Hamborgarafabrikkunni Innlent Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Erlent Níu ofbeldismál innan íþróttahreyfingar til lögreglu í fyrra Innlent Fylkingar innan VR eftir afstöðu til Eflingar og Ragnars Þórs Innlent Ummæli Trumps lofi ekki góðu Innlent Markaðurinn hvorki „á valdi“ kaupenda né seljenda Innlent Traustið við frostmark Innlent Fólk læri af reynslunni og geri kaupmála Innlent Fleiri fréttir Traustið við frostmark Markaðurinn hvorki „á valdi“ kaupenda né seljenda Níu ofbeldismál innan íþróttahreyfingar til lögreglu í fyrra Allt tiltækt lið kallað út vegna elds í Hamborgarafabrikkunni Fylkingar innan VR eftir afstöðu til Eflingar og Ragnars Þórs Ummæli Trumps lofi ekki góðu Fólk læri af reynslunni og geri kaupmála Jafnræðisreglan sé margbrotin í frumvarpi menntamálaráðherra Segja ekki um neitt „tilfinningaklám“ að ræða Fundi samninganefnda kennara frestað fram á morgun ASÍ fordæmir „siðlausa framgöngu“ í garð ræstingafólks Vill aukna fjölbreytni í lögregluna: „Okkar viðskiptavinir eru alls konar“ Leita til Íslands að nýjum stjóra eftir skrautlega uppsögn Afstaða Íslands skýr Krísufundur, veik von og óðir nammigrísir Slitlag lagt á síðasta kafla Grafningsvegar Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Þrjú bítast um formannsstöðuna hjá Siðmennt Kristrún sækir neyðarfund Macron Rófustappan olli niðurgangi þorrablótsgesta Fleiri ótímabundin verkföll boðuð Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Langflestir hafa minnsta trú á Ingu „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Örn skipaður landsbókavörður Boðar samninganefndir kennara á fund í dag Styrkir, kílómetragjald og biðin eftir gosi „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Þingið kafi í styrkveitingarnar Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Sjá meira