Rannsaka hvort Tesla hafi blekkt neytendur og fjárfesta Kjartan Kjartansson skrifar 8. maí 2024 14:14 Hundruð slysa, þar á meðal banaslysa, þar sem Teslur á sjálfstýringu komu við sögu eru til rannsóknar vestanhafs. Vísir/EPA Bandarískir saksóknarar rannsaka nú hvort að rafbílaframleiðandinn Tesla kunni að hafa gerst sekur um svik með því að blekkja bæði neytendur og fjárfesta um sjálfstýribúnað bílanna. Fyrirtækið og eigandi þess hafa haldið því fram að bílarnir geti ekið sér sjálfir. Sakamálarannsókn á fullyrðingum Tesla og Elons Musk, eiganda fyrirtækisins, hófst í október árið 2022. Bandarískar eftirlitsstofnanir rannsaka ennfremur hundruð slysa, þar á meðal banaslysa, sem Teslur með sjálfstýringu í gangi hafa lent í. Framleiðandinn hefur þurft að innkalla fjölda bíla vegna sjálfstýringarinnar. Nú segir Reuters-fréttastofan að rannsókn saksóknara bandaríska dómsmálaráðuneytisins beinist að því hvort að Tesla hafi gerst sekt um fjársvik með því að veita neytendum misvísandi upplýsingar um sjálfstýribúnaðinn og verðbréfasvik með því að blekkja fjárfesta. Enn liggi þó ekkert fyrir um hvort að ákæra verði gefin út. Sjálfstýring Tesla hjálpar ökumanni við að stýra, bremsa og skipta um akrein en er ekki að fullu sjálfvirk. Athygli saksóknara beinist aftur að móti að ýmsum fullyrðingum Musk og fyrirtækisins þar sem gefið hefur verið í skyn að bílarnir geti ekið sér sjálfir. „Manneskjan í ökumannssætinu er bara þar af lagalegum ástæðum. Hann gerir ekki neitt. Bíllinn keyrir sig sjálfur,“ var fullyrt í myndbandi á vefsíðu Tesla. Musk sjálfur fullyrti að bílarnir ækju sér sjálfir án aðkomu mannshandarinnar í myndbandi sem hann birti á samfélagsmiðlum. Verkfræðingur sem vann fyrir Tesla sagði í skýrslutökum fyrir málsókn sem tengdist banaslysi árið 2022 að myndböndunum hafi verið ætlað að lýsa því hvernig tæknin yrði í framtíðinni og endurspegluðu ekki þáverandi getu sjálfstýringarinnar. Reuters segir að til þess að ákæra Tesla fyrir svik þurfi saksóknarar að sýna fram á að fyrirtækið hafi farið vísvitandi með ósannindi sem hafi valdið neytendum og fjárfestum skaða. Bandarískir dómstólar hafi áður úrskurðað að ýkjur fyrirtækja í auglýsingum teljist ekki svik. Tesla Bandaríkin Bílar Tengdar fréttir Tesla kallar inn tvær milljónir bíla vegna galla í sjálfstýringu Rafbílaframleiðandinn Tesla hefur innkallað tvær milljónir bíla eftir að eftirlitsaðilar framleiðandans í Bandaríkjunum uppgötvuðu galla í sjálfstýringarkerfi bílanna. 13. desember 2023 23:59 Vilja að Tesla hætti að kalla bíla sína sjálfstýrða Yfirvöld bifreiða og samgangna í Þýskalandi telja að ökumenn gæti misskilið hvað í raun og veru felist í sjálfstýringu. 17. október 2016 20:55 Enn einni Teslunni ekið á neyðarbifreið vestanhafs Ökumaður Tesla-bifreiðar lést og farþegi slasaðist alvarlega þegar henni var ekið á kyrrstæða slökkvibifreið á hraðbraut í norðanverðri Kaliforníu í Bandaríkjunum á laugardag. Brunabílnum hafði verið lagt til að vernda slökkviliðsmenn á vettvangi annars slyss. Fjöldi sambærilegra slysa þar sem Teslur koma við sögu hefur átt sér stað vestanhafs. 20. febrúar 2023 08:47 Tesla kallar inn þúsundir bíla vegna hættulegrar sjálfstýringar Rafbílaframleiðandinn Tesla ætlar að kalla inn á fjórða hundrað þúsunda bifreiða með svonefndri fullri sjálfstýringu. Kerfið hefur reynst óáreiðanlegt við gatnamót og fylgir ekki alltaf hraðatakmörkunum. 17. febrúar 2023 08:29 Mest lesið Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Spotify liggur niðri Neytendur Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Neytendur Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Íhuga hærri tolla á alla Sjá meira
Sakamálarannsókn á fullyrðingum Tesla og Elons Musk, eiganda fyrirtækisins, hófst í október árið 2022. Bandarískar eftirlitsstofnanir rannsaka ennfremur hundruð slysa, þar á meðal banaslysa, sem Teslur með sjálfstýringu í gangi hafa lent í. Framleiðandinn hefur þurft að innkalla fjölda bíla vegna sjálfstýringarinnar. Nú segir Reuters-fréttastofan að rannsókn saksóknara bandaríska dómsmálaráðuneytisins beinist að því hvort að Tesla hafi gerst sekt um fjársvik með því að veita neytendum misvísandi upplýsingar um sjálfstýribúnaðinn og verðbréfasvik með því að blekkja fjárfesta. Enn liggi þó ekkert fyrir um hvort að ákæra verði gefin út. Sjálfstýring Tesla hjálpar ökumanni við að stýra, bremsa og skipta um akrein en er ekki að fullu sjálfvirk. Athygli saksóknara beinist aftur að móti að ýmsum fullyrðingum Musk og fyrirtækisins þar sem gefið hefur verið í skyn að bílarnir geti ekið sér sjálfir. „Manneskjan í ökumannssætinu er bara þar af lagalegum ástæðum. Hann gerir ekki neitt. Bíllinn keyrir sig sjálfur,“ var fullyrt í myndbandi á vefsíðu Tesla. Musk sjálfur fullyrti að bílarnir ækju sér sjálfir án aðkomu mannshandarinnar í myndbandi sem hann birti á samfélagsmiðlum. Verkfræðingur sem vann fyrir Tesla sagði í skýrslutökum fyrir málsókn sem tengdist banaslysi árið 2022 að myndböndunum hafi verið ætlað að lýsa því hvernig tæknin yrði í framtíðinni og endurspegluðu ekki þáverandi getu sjálfstýringarinnar. Reuters segir að til þess að ákæra Tesla fyrir svik þurfi saksóknarar að sýna fram á að fyrirtækið hafi farið vísvitandi með ósannindi sem hafi valdið neytendum og fjárfestum skaða. Bandarískir dómstólar hafi áður úrskurðað að ýkjur fyrirtækja í auglýsingum teljist ekki svik.
Tesla Bandaríkin Bílar Tengdar fréttir Tesla kallar inn tvær milljónir bíla vegna galla í sjálfstýringu Rafbílaframleiðandinn Tesla hefur innkallað tvær milljónir bíla eftir að eftirlitsaðilar framleiðandans í Bandaríkjunum uppgötvuðu galla í sjálfstýringarkerfi bílanna. 13. desember 2023 23:59 Vilja að Tesla hætti að kalla bíla sína sjálfstýrða Yfirvöld bifreiða og samgangna í Þýskalandi telja að ökumenn gæti misskilið hvað í raun og veru felist í sjálfstýringu. 17. október 2016 20:55 Enn einni Teslunni ekið á neyðarbifreið vestanhafs Ökumaður Tesla-bifreiðar lést og farþegi slasaðist alvarlega þegar henni var ekið á kyrrstæða slökkvibifreið á hraðbraut í norðanverðri Kaliforníu í Bandaríkjunum á laugardag. Brunabílnum hafði verið lagt til að vernda slökkviliðsmenn á vettvangi annars slyss. Fjöldi sambærilegra slysa þar sem Teslur koma við sögu hefur átt sér stað vestanhafs. 20. febrúar 2023 08:47 Tesla kallar inn þúsundir bíla vegna hættulegrar sjálfstýringar Rafbílaframleiðandinn Tesla ætlar að kalla inn á fjórða hundrað þúsunda bifreiða með svonefndri fullri sjálfstýringu. Kerfið hefur reynst óáreiðanlegt við gatnamót og fylgir ekki alltaf hraðatakmörkunum. 17. febrúar 2023 08:29 Mest lesið Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Spotify liggur niðri Neytendur Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Neytendur Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Íhuga hærri tolla á alla Sjá meira
Tesla kallar inn tvær milljónir bíla vegna galla í sjálfstýringu Rafbílaframleiðandinn Tesla hefur innkallað tvær milljónir bíla eftir að eftirlitsaðilar framleiðandans í Bandaríkjunum uppgötvuðu galla í sjálfstýringarkerfi bílanna. 13. desember 2023 23:59
Vilja að Tesla hætti að kalla bíla sína sjálfstýrða Yfirvöld bifreiða og samgangna í Þýskalandi telja að ökumenn gæti misskilið hvað í raun og veru felist í sjálfstýringu. 17. október 2016 20:55
Enn einni Teslunni ekið á neyðarbifreið vestanhafs Ökumaður Tesla-bifreiðar lést og farþegi slasaðist alvarlega þegar henni var ekið á kyrrstæða slökkvibifreið á hraðbraut í norðanverðri Kaliforníu í Bandaríkjunum á laugardag. Brunabílnum hafði verið lagt til að vernda slökkviliðsmenn á vettvangi annars slyss. Fjöldi sambærilegra slysa þar sem Teslur koma við sögu hefur átt sér stað vestanhafs. 20. febrúar 2023 08:47
Tesla kallar inn þúsundir bíla vegna hættulegrar sjálfstýringar Rafbílaframleiðandinn Tesla ætlar að kalla inn á fjórða hundrað þúsunda bifreiða með svonefndri fullri sjálfstýringu. Kerfið hefur reynst óáreiðanlegt við gatnamót og fylgir ekki alltaf hraðatakmörkunum. 17. febrúar 2023 08:29