Fagleg uppbygging myndlistar í forgrunni Tinna Guðmundsdóttir skrifar 13. maí 2024 10:31 Kæru kollegar í Sambandi íslenskra myndlistarmanna. Þessi grein er skrifuð í tilefni af framboði mínu til formanns Sambands íslenskra myndlistarmanna, SÍM. Kosningin fer fram rafrænt frá hádegi 14. maí til hádegis 16. maí og úrslit verða tilkynnt á aðalfundi fimmtudaginn 16. maí. SÍM gegnir hlutverki sem málsvari og baráttuafl bæði fyrir myndlistarfólk jafnt og almenning í landinu. Það er nefnilega öllum landsmönnum til bóta að hagsmunamál listamanna séu í góðum farvegi, af því að framlag myndlistarmanna til samfélagsins er gríðarlega mikilvægt á mörgum sviðum. Listir auka vellíðan, listir ýta undir gagnrýna hugsun, listir stuðla að tjáningu, listir rækta samkennd, listir búa til vettvang fyrir ólíka hópa til að koma saman, ræða málin og búa til sameiginlegar minningar, reynslu og minni. Hægt er að halda áfram óendanlega að lista upp með jákvæð áhrif af því listir og menning eru ótæmandi auðlind sem eflist enn frekar þegar búið er að virkja. Það er af þessum ástæðum, og mörgum fleirum, að mjög mikilvægt er að byggja upp starfsumhverfi myndlistarmanna og fjölga leiðum til að myndlistarmenn geti aflað sér tekna. Því meir sem listamenn geta iðkað listsköpun sína því meiri ávaxta nýtur samfélagið. Fyrst og fremst þarf að efla og þróa áfram framtakið Við borgum listamönnum sem SÍM hafði frumkvæði að. Mikill ávinningur hefur áunnist í þessum málum á síðustu árum, en betur má ef duga skal og halda þarf áfram að tryggja kjör listamanna. Eitt af mikilvægustu málunum um þessar mundir eru breytingar á lögum um listamannalaun. Á síðustu árum hefur farið fram vinna á vegum menningar- og viðskiptaráðuneytisins varðandi breytingar á lögunum og hefur þegar verið mælt fyrir frumvarpinu á Alþingi. Þetta er tímamóta frumvarp og komu margir hagsmunaaðilar að undirbúningsvinnunni. Náist það í gegn mun fyrirkomulag á launasjóðunum breytast og það sem er mest aðkallandi, mánaðarleg starfslaun hækka og þeim verður fjölgað. Þessi uppfærsla er löngu tímabært í ljósi fólksfjölgunar og launaþróunar. Í dag eru mánaðarleg listamannalaun 538.000 kr. sem verktakagreiðsla, sem jafngildir 363.115 kr. í útborgun laun eftir að búið er að greiða launatengd gjöld. Annað mikilvægt mál er eftirfylgni með aðgerðumnýlegrar myndlistarstefnu stjórnvalda til ársins 2023 en sérstaklega aðgerð 9, varðandi fyrirkomulag Listskreytingasjóðs, og aðgerð 17, varðandi gestavinnustofur. Málefni Listskreytingasjóðs er tilefni í aðra grein en það er hreyfing á því máli og nauðsynlegt að hagsmunir myndlistarmanna séu hafðir að leiðarljósi. Varðandi gestavinnustofur þá hefur SÍM í áraraðir rekið alþjóðlegar gestavinnustofur og verið fyrsta stopp á Íslandi fyrir marga erlenda listamenn. Það eru margþætt margföldunaráhrif á rekstri gestavinnustofa, ég þekki það vel á eigin raun eftir störf mín í Skaftfelli á Seyðisfirði og ég hef margoft séð íslenska listamenn fá tækifæri erlendis eftir kynni í gegnum gestalistamann. Að lokum langar mig að nefna að það er löngu tímabært að fundin verði langtímalausn á vinnuaðstöðu fyrir myndlistarmenn. Góð vinnustofa og vinnuaðstaða er þungamiðja listsköpunar. Búa þarf til aðstæður þar sem listamenn geta leigt vinnustofur til langtíma og stundað sína iðju, á eigin forsendum. Kæru kollegar, ég mun sinna ofantöldum verkefnum af mikilli staðfestu og baráttuanda hljóti ég kjör. Lykillinn í því samhengi er að vera í virku samtali við félagsmenn, hið opinbera og alþjóðlega samfélagið. Munið að kjósa rafrænt frá hádegi 14. maí til hádegis 16. maí! Höfundur er myndlistarkona og menningarstýra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Myndlist Félagasamtök Mest lesið Halldór 29.03.2025 Halldór Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson Skoðun Skoðun Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson skrifar Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Kárhóll og Kína: Þegar vísindi verða pólitísk tól Davíð Michelsen skrifar Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn gegn fjölskyldusameiningum? Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið deyr í myrkrinu Heiðar Örn Sigurfinnsson skrifar Skoðun Færni til framtíðar Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lestu Gaza Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar Skoðun 10 ár og bull í lokin Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Opið bréf til atvinnuvegaráðherra: 48 daga, nei takk Gísli Gunnar Marteinsson skrifar Skoðun Á nú að opinbera það að ég veit í rauninni ekki neitt? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Höfuðborgarinnar, ekki Íslands Arent Orri Claessen,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Bætt skipulag fyrir stúdenta Aðalsteinn Haukur Sverrisson ,Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Kæru kollegar í Sambandi íslenskra myndlistarmanna. Þessi grein er skrifuð í tilefni af framboði mínu til formanns Sambands íslenskra myndlistarmanna, SÍM. Kosningin fer fram rafrænt frá hádegi 14. maí til hádegis 16. maí og úrslit verða tilkynnt á aðalfundi fimmtudaginn 16. maí. SÍM gegnir hlutverki sem málsvari og baráttuafl bæði fyrir myndlistarfólk jafnt og almenning í landinu. Það er nefnilega öllum landsmönnum til bóta að hagsmunamál listamanna séu í góðum farvegi, af því að framlag myndlistarmanna til samfélagsins er gríðarlega mikilvægt á mörgum sviðum. Listir auka vellíðan, listir ýta undir gagnrýna hugsun, listir stuðla að tjáningu, listir rækta samkennd, listir búa til vettvang fyrir ólíka hópa til að koma saman, ræða málin og búa til sameiginlegar minningar, reynslu og minni. Hægt er að halda áfram óendanlega að lista upp með jákvæð áhrif af því listir og menning eru ótæmandi auðlind sem eflist enn frekar þegar búið er að virkja. Það er af þessum ástæðum, og mörgum fleirum, að mjög mikilvægt er að byggja upp starfsumhverfi myndlistarmanna og fjölga leiðum til að myndlistarmenn geti aflað sér tekna. Því meir sem listamenn geta iðkað listsköpun sína því meiri ávaxta nýtur samfélagið. Fyrst og fremst þarf að efla og þróa áfram framtakið Við borgum listamönnum sem SÍM hafði frumkvæði að. Mikill ávinningur hefur áunnist í þessum málum á síðustu árum, en betur má ef duga skal og halda þarf áfram að tryggja kjör listamanna. Eitt af mikilvægustu málunum um þessar mundir eru breytingar á lögum um listamannalaun. Á síðustu árum hefur farið fram vinna á vegum menningar- og viðskiptaráðuneytisins varðandi breytingar á lögunum og hefur þegar verið mælt fyrir frumvarpinu á Alþingi. Þetta er tímamóta frumvarp og komu margir hagsmunaaðilar að undirbúningsvinnunni. Náist það í gegn mun fyrirkomulag á launasjóðunum breytast og það sem er mest aðkallandi, mánaðarleg starfslaun hækka og þeim verður fjölgað. Þessi uppfærsla er löngu tímabært í ljósi fólksfjölgunar og launaþróunar. Í dag eru mánaðarleg listamannalaun 538.000 kr. sem verktakagreiðsla, sem jafngildir 363.115 kr. í útborgun laun eftir að búið er að greiða launatengd gjöld. Annað mikilvægt mál er eftirfylgni með aðgerðumnýlegrar myndlistarstefnu stjórnvalda til ársins 2023 en sérstaklega aðgerð 9, varðandi fyrirkomulag Listskreytingasjóðs, og aðgerð 17, varðandi gestavinnustofur. Málefni Listskreytingasjóðs er tilefni í aðra grein en það er hreyfing á því máli og nauðsynlegt að hagsmunir myndlistarmanna séu hafðir að leiðarljósi. Varðandi gestavinnustofur þá hefur SÍM í áraraðir rekið alþjóðlegar gestavinnustofur og verið fyrsta stopp á Íslandi fyrir marga erlenda listamenn. Það eru margþætt margföldunaráhrif á rekstri gestavinnustofa, ég þekki það vel á eigin raun eftir störf mín í Skaftfelli á Seyðisfirði og ég hef margoft séð íslenska listamenn fá tækifæri erlendis eftir kynni í gegnum gestalistamann. Að lokum langar mig að nefna að það er löngu tímabært að fundin verði langtímalausn á vinnuaðstöðu fyrir myndlistarmenn. Góð vinnustofa og vinnuaðstaða er þungamiðja listsköpunar. Búa þarf til aðstæður þar sem listamenn geta leigt vinnustofur til langtíma og stundað sína iðju, á eigin forsendum. Kæru kollegar, ég mun sinna ofantöldum verkefnum af mikilli staðfestu og baráttuanda hljóti ég kjör. Lykillinn í því samhengi er að vera í virku samtali við félagsmenn, hið opinbera og alþjóðlega samfélagið. Munið að kjósa rafrænt frá hádegi 14. maí til hádegis 16. maí! Höfundur er myndlistarkona og menningarstýra.
Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun
Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar
Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar
Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar
Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun