Keflavíkurkonur hafa aldrei tapað oddaleik á heimavelli Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. maí 2024 14:07 Birna Benónýsdóttir og félagar hennar í Keflavíkurliðinu eru á heimavelli í kvöld og það hefur reynst liðinu vel í oddaleikjum í úrslitakeppni. Vísir/Hulda Margrét Augun verða á Blue höllinni í Keflavík í kvöld þar sem deildar- og bikarmeistarar Keflavíkur taka á móti ungu liði Stjörnunnar í hreinum úrslitaleik um sæti í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn í Subway deild kvenna í körfubolta. Njarðvíkurkonur unnu 3-0 sigur á Grindavík í sínu undanúrslitaeinvígi og bíða nú eftir að komast að því hverjir verða mótherjarnir í lokaúrslitunum. Leikurinn hefst klukkan 19.15 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Upphitunin hefst klukkan 18.45 og Subway Körfuboltakvöld gerir síðan upp leikinn strax á eftir. Það er ekki aðeins reynslan sem er með Keflavíkurkonum í kvöld því sagan er vissulega líka með kvennaliði Keflavíkur við aðstæður sem þessar. Keflavíkurkonur hafa nefnilega aldrei tapað oddaleik á heimavelli í sögu úrslitakeppni kvenna í körfubolta. Þetta verður áttundi oddaleikur liðsins á Sunnubrautinni og allir hinir sjö hafa unnist. Þar á meðal er síðasti oddaleikur Keflavíkurkvenna á heimavelli sem var líka á móti Stjörnunni en reyndar allt öðru Stjörnuliði. Sá leikur var í undanúrslitum úrslitakeppninnar vorið 2019. Keflavík vann þann leik frekar örugglega, 85-69. Stjörnuliðið var lagt niður en svo endurvakið aftur nokkrum árum síðar. Liðið er nú byggt upp á mjög ungum leikmönnum sem hafa staðist frábærlega það risapróf í vetur að stimpla sig inn sem eitt besta lið landsins. Liðið er nýliði en komst í efri hlutan og er nú einum sigurleik frá úrslitaeinvíginu. Sex af þessum sjö oddaleikjum í Keflavík hafa verið í undanúrslitum eins og þessi í kvöld en sá sjöundi var úrslitaleikur um Íslandsmeistaratitilinn vorið 1994. Til samanburðar þá hafa karlarnir í Keflavík spilað tuttugu oddaleiki á heimavelli, unnið fimmtán þeirra og tapað fimm. Oddaleikir Keflavíkurkvenna á heimavelli í sögu úrslitakeppninnar: Undanúrslit 1993: 59-56 sigur á Grindavík Lokaúrslit 1994: 68-58 sigur á KR Undanúrslit 2004: 66-62 sigur á Grindavík Undanúrslit 2005: 79-73 sigur á ÍS Undanúrslit 2013: 78-70 sigur á Val Undanúrslit 2017: 80-64 sigur á Skallagrími Undanúrslit 2019: 85-69 sigur á Stjörnunni Undanúrslit 2024: Klukkan 19.15 í kvöld Subway-deild kvenna Keflavík ÍF Stjarnan Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Glódís ekki með í landsleikjunum Fótbolti Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Enski boltinn Vill hópfjármögnun fyrir Antony Fótbolti Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Körfubolti Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Fótbolti Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Svefnlítill Emil sagði stopp en var stressaður fyrir kveðjustundinni Eini þjálfarinn sem hefur orðið deildarmeistari og dottið strax út „Flotti fíni Garðabær á móti Breiðholtinu“ „Trúi á fyrirgefningu og að fólk eigi að fá annað tækifæri“ Sjáðu fimm bestu tilþrifin og kjóstu Sabonis ekki með Litháen á EM Ráku sigursælasta þjálfarann rétt fyrir úrslitakeppnina Voru fimm stigum undir þegar 12,6 sekúndur voru eftir en unnu samt Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ Miðasalan á EM er hafin Martin um EM dráttinn: „Yrðu algjör forréttindi að mæta þeim á vellinum“ „Verður gott að fá meiri frítíma en mun sakna strákanna“ Kjartan Atli: Undirbúningurinn fyrir úrslitakeppnina byrjar strax uppi á hóteli „Er ekki alveg eins gott að byrja á þeim?“ „Heimavöllurinn gefur þér ekki neina sigra“ Baldur: Ég reikna með að hinir leikirnir séu löngu búnir „Verð áfram nema Jóhanna reki mig“ „Málum alla staði sem við spilum á bláa og hvíta“ „Ætlum ekki að vera farþegar í úrslitakeppinni“ Uppgjörið: Þór - Keflavík 114-119 | Keflvíkingar tryggðu sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 103-110 | Tókst ekki að stela öðru sætinu Uppgjörið: Tindastóll - Valur 88-74 | Tindastóll er deildarmeistari Uppgjörið: Grindavík - KR 86-83 | Tímabilinu lokið hjá KR en Grindavík mætir Val Leik lokið: Haukar - ÍR 80-91 | ÍR-ingar tryggðu sér sjöunda sætið Sjá meira
Njarðvíkurkonur unnu 3-0 sigur á Grindavík í sínu undanúrslitaeinvígi og bíða nú eftir að komast að því hverjir verða mótherjarnir í lokaúrslitunum. Leikurinn hefst klukkan 19.15 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Upphitunin hefst klukkan 18.45 og Subway Körfuboltakvöld gerir síðan upp leikinn strax á eftir. Það er ekki aðeins reynslan sem er með Keflavíkurkonum í kvöld því sagan er vissulega líka með kvennaliði Keflavíkur við aðstæður sem þessar. Keflavíkurkonur hafa nefnilega aldrei tapað oddaleik á heimavelli í sögu úrslitakeppni kvenna í körfubolta. Þetta verður áttundi oddaleikur liðsins á Sunnubrautinni og allir hinir sjö hafa unnist. Þar á meðal er síðasti oddaleikur Keflavíkurkvenna á heimavelli sem var líka á móti Stjörnunni en reyndar allt öðru Stjörnuliði. Sá leikur var í undanúrslitum úrslitakeppninnar vorið 2019. Keflavík vann þann leik frekar örugglega, 85-69. Stjörnuliðið var lagt niður en svo endurvakið aftur nokkrum árum síðar. Liðið er nú byggt upp á mjög ungum leikmönnum sem hafa staðist frábærlega það risapróf í vetur að stimpla sig inn sem eitt besta lið landsins. Liðið er nýliði en komst í efri hlutan og er nú einum sigurleik frá úrslitaeinvíginu. Sex af þessum sjö oddaleikjum í Keflavík hafa verið í undanúrslitum eins og þessi í kvöld en sá sjöundi var úrslitaleikur um Íslandsmeistaratitilinn vorið 1994. Til samanburðar þá hafa karlarnir í Keflavík spilað tuttugu oddaleiki á heimavelli, unnið fimmtán þeirra og tapað fimm. Oddaleikir Keflavíkurkvenna á heimavelli í sögu úrslitakeppninnar: Undanúrslit 1993: 59-56 sigur á Grindavík Lokaúrslit 1994: 68-58 sigur á KR Undanúrslit 2004: 66-62 sigur á Grindavík Undanúrslit 2005: 79-73 sigur á ÍS Undanúrslit 2013: 78-70 sigur á Val Undanúrslit 2017: 80-64 sigur á Skallagrími Undanúrslit 2019: 85-69 sigur á Stjörnunni Undanúrslit 2024: Klukkan 19.15 í kvöld
Oddaleikir Keflavíkurkvenna á heimavelli í sögu úrslitakeppninnar: Undanúrslit 1993: 59-56 sigur á Grindavík Lokaúrslit 1994: 68-58 sigur á KR Undanúrslit 2004: 66-62 sigur á Grindavík Undanúrslit 2005: 79-73 sigur á ÍS Undanúrslit 2013: 78-70 sigur á Val Undanúrslit 2017: 80-64 sigur á Skallagrími Undanúrslit 2019: 85-69 sigur á Stjörnunni Undanúrslit 2024: Klukkan 19.15 í kvöld
Subway-deild kvenna Keflavík ÍF Stjarnan Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Glódís ekki með í landsleikjunum Fótbolti Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Enski boltinn Vill hópfjármögnun fyrir Antony Fótbolti Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Körfubolti Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Fótbolti Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Svefnlítill Emil sagði stopp en var stressaður fyrir kveðjustundinni Eini þjálfarinn sem hefur orðið deildarmeistari og dottið strax út „Flotti fíni Garðabær á móti Breiðholtinu“ „Trúi á fyrirgefningu og að fólk eigi að fá annað tækifæri“ Sjáðu fimm bestu tilþrifin og kjóstu Sabonis ekki með Litháen á EM Ráku sigursælasta þjálfarann rétt fyrir úrslitakeppnina Voru fimm stigum undir þegar 12,6 sekúndur voru eftir en unnu samt Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ Miðasalan á EM er hafin Martin um EM dráttinn: „Yrðu algjör forréttindi að mæta þeim á vellinum“ „Verður gott að fá meiri frítíma en mun sakna strákanna“ Kjartan Atli: Undirbúningurinn fyrir úrslitakeppnina byrjar strax uppi á hóteli „Er ekki alveg eins gott að byrja á þeim?“ „Heimavöllurinn gefur þér ekki neina sigra“ Baldur: Ég reikna með að hinir leikirnir séu löngu búnir „Verð áfram nema Jóhanna reki mig“ „Málum alla staði sem við spilum á bláa og hvíta“ „Ætlum ekki að vera farþegar í úrslitakeppinni“ Uppgjörið: Þór - Keflavík 114-119 | Keflvíkingar tryggðu sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 103-110 | Tókst ekki að stela öðru sætinu Uppgjörið: Tindastóll - Valur 88-74 | Tindastóll er deildarmeistari Uppgjörið: Grindavík - KR 86-83 | Tímabilinu lokið hjá KR en Grindavík mætir Val Leik lokið: Haukar - ÍR 80-91 | ÍR-ingar tryggðu sér sjöunda sætið Sjá meira