Innanríkisráðherrann Gerald Darmanin segir öllum ráðum beitt til að finna mennina en leitin hefur engan árangur borið enn. Emmanuel Macron forseti hefur tekið í sama streng.
Bílarnir sem mennirnir notuðu til að komast undan eru líklega fundnir en þeir höfðu verið brenndir til kaldra kola á tveimur aðskildum stöðum.
Þrír aðrir fangaverðir særðust í árásinni en mennirnir tveir sem létust voru báðir fjölskyldumenn.
Maðurinn sem árásármennirnir frelsuðu, Mohamed Amra, gengur undir nafninu Flugan í frönskum undirheimum. Hann var á dögunum sakfelldur fyrir vopnað rán og var einnig sakaður um mannrán sem leiddi til dauða.
Franskir miðlar hafa greint frá því að hann hafi fyrr í vikunni reynt að flýja fangakefa sinn með því að reyna að saga rimlana, en án árangurs.