Færa almannavarnastig niður á óvissustig vegna vatnslagnarinnar Atli Ísleifsson skrifar 16. maí 2024 12:32 Unnið hefur verið að margvíslegum mótvægisaðgerðum, bæði til að styrkja vatnslögnina og efla viðbragðsgetu. Vísir/Egill Ríkislögreglustjóri, í samráði við Lögreglustjórann í Vestmannaeyjum, hefur ákveðið að færa almannavarnastig niður á óvissustig vegna skemmda á þeirri lögn sem flytur vatn til neyslu og húshitunar í Vestmannaeyjum. Í tilkynningu segir að þegar hættustigi hafi verið lýst yfir 29. nóvember 2023 hafi umfang tjóns ekki legið fyrir en við skoðun hafi komið í ljós verulegar skemmdir á um þrjú hundruð metra kafla lagnarinnar. „Hætta er á að lögnin fari í sundur með þeim afleiðingum að rof verður á afhendingu vatns til Vestmannaeyja, til lengri tíma. Unnið hefur verið að margvíslegum mótvægisaðgerðum, bæði til að styrkja vatnslögnina og efla viðbragðsgetu til að halda hitaveitu gangandi þótt lögnin fari í sundur. Bakbein þess viðbragðs eru fjórar RO vélar (Reverse Osmosis Water Filtration System) sem gera kleift að vinna neysluhæft vatn úr jarðsjó sem yrði dælt inn á dreifikerfi HS Veitna. Umræddar vélar, ein hver, eru í eigu Vinnslustöðvarinnar hf., Ísfélagsins hf., Laxey ehf., og Almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra. Þá hafa verið gerðar ýmsar viðbragðsáætlanir þar sem aðgerðastjórn lögreglustjórans í Vestmannaeyjum stýrir aðgerðum og viðbragði, m.a. um flutning drykkjarvatns til Vestmannaeyja, að tryggja órofna starfsemi mikilvægra innviða auk stuðnings við viðkvæma hópa. Bæjarstjórn Vestmannaeyja, í góðri samvinnu við samstarfs- og hagaðila, vinna áfram að framtíðarlausn og afhendingaröryggi á flutningi vatns til Vestmannaeyja,“ segir í tilkynningunni. Almannavarnir Vestmannaeyjar Skemmd neysluvatnslögn í Eyjum Lögreglumál Tengdar fréttir Segja bréf HS Veitna ótímabært og taktlaust Vestmannaeyjabær hefur skrifað svarbréf til höfuðs bréfi HS Veitna til bæjarins þar sem bærinn segir erindi fyrirtækisins ótímabært og taktlaust. Þar er fullyrt að ábyrgð á vatnslögn til Vestmannaeyja sé á ábyrgð HS veitna, sem sé eigandi og stjórnandi lagnarinnar í lagalegum skilningi. 1. febrúar 2024 09:00 Vestmannaeyjabær hafi ekki axlað ábyrgð og leysi til sín vatnsveituna HS Veitur hafa óskað eftir að Vestmannaeyjabær leysi til sín vatnsveituna í Eyjum. Fyrirtækið hefur ítrekað lagt áherslu á að Vestmannaeyjabær beri ábyrgð á lögninni sem eigandi og sé skylt að koma að greiðslu kostnaðar sem því fylgir að koma lögninni í nothæft ástand eftir að að lögnin skemmdist á síðasta ári. Þetta hafi sveitarfélagið ekki gert og telur HS Veitur rekstrarforsendur nú brostnar. 31. janúar 2024 08:18 Mest lesið Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, rennileg og háfætt Innlent Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Erlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Vill fartölvu í fangelsið Erlent Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Erlent Danir kveðja konur í herinn Erlent Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Innlent Lýsti áralöngu heimilisofbeldi í pontu Alþingis Innlent Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Innlent Fleiri fréttir Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, rennileg og háfætt Rannsaka neysluvatn í Hveragerði Ósammála hvort að um leiðréttingu sé að ræða Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Myndefni af heimilisofbeldi, vanvirðing við skattgreiðendur og fegurðardís „Þessi leiðrétting er hið rétta í stöðunni“ Tvíburaforeldrar fái hálft ár í viðbótarorlof Tveimur konum sleppt en fimm dúsa enn inni Ár frá þjófnaðinum í Hamraborg og enginn verið ákærður Líklegast að næsta gos verði stærra en fyrri gos Fólk ekki fasistar þó það eigi Teslu Lýsti áralöngu heimilisofbeldi í pontu Alþingis MAST kærir Kaldvík til lögreglu Aukin harka að færast í undirheimana Lögregla muni reyna að vera orðvarari í samræðum á vettvangi Kynntu breytingar á lögum um veiðigjald Næstu dagar ráða úrslitum um framtíð Kvikmyndaskóla Íslands Sögð ætla að kynna umtalsverðar breytingar á veiðigjöldum Guðmundur Ingi ávarpaði menntafólk á leiðtogafundi Tveir handteknir vegna stolins riffils með hljóðdeyfi Guðbjörg aðstoðar Guðmund Inga Líf hans í hættu ef hann leitaði til lögreglu Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Tekur við stöðunni af Guðmundi Inga Opnunarsamkoma leiðtogafundar í menntamálum „Þarna ertu ekki að tala um breytingu, heldur byltingu“ Áföll hafa mótað Guðmund Inga: „Ég læt ekki valta yfir mig“ Samningar í höfn við sveitarfélögin en ekki ríkið Sjá meira
Í tilkynningu segir að þegar hættustigi hafi verið lýst yfir 29. nóvember 2023 hafi umfang tjóns ekki legið fyrir en við skoðun hafi komið í ljós verulegar skemmdir á um þrjú hundruð metra kafla lagnarinnar. „Hætta er á að lögnin fari í sundur með þeim afleiðingum að rof verður á afhendingu vatns til Vestmannaeyja, til lengri tíma. Unnið hefur verið að margvíslegum mótvægisaðgerðum, bæði til að styrkja vatnslögnina og efla viðbragðsgetu til að halda hitaveitu gangandi þótt lögnin fari í sundur. Bakbein þess viðbragðs eru fjórar RO vélar (Reverse Osmosis Water Filtration System) sem gera kleift að vinna neysluhæft vatn úr jarðsjó sem yrði dælt inn á dreifikerfi HS Veitna. Umræddar vélar, ein hver, eru í eigu Vinnslustöðvarinnar hf., Ísfélagsins hf., Laxey ehf., og Almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra. Þá hafa verið gerðar ýmsar viðbragðsáætlanir þar sem aðgerðastjórn lögreglustjórans í Vestmannaeyjum stýrir aðgerðum og viðbragði, m.a. um flutning drykkjarvatns til Vestmannaeyja, að tryggja órofna starfsemi mikilvægra innviða auk stuðnings við viðkvæma hópa. Bæjarstjórn Vestmannaeyja, í góðri samvinnu við samstarfs- og hagaðila, vinna áfram að framtíðarlausn og afhendingaröryggi á flutningi vatns til Vestmannaeyja,“ segir í tilkynningunni.
Almannavarnir Vestmannaeyjar Skemmd neysluvatnslögn í Eyjum Lögreglumál Tengdar fréttir Segja bréf HS Veitna ótímabært og taktlaust Vestmannaeyjabær hefur skrifað svarbréf til höfuðs bréfi HS Veitna til bæjarins þar sem bærinn segir erindi fyrirtækisins ótímabært og taktlaust. Þar er fullyrt að ábyrgð á vatnslögn til Vestmannaeyja sé á ábyrgð HS veitna, sem sé eigandi og stjórnandi lagnarinnar í lagalegum skilningi. 1. febrúar 2024 09:00 Vestmannaeyjabær hafi ekki axlað ábyrgð og leysi til sín vatnsveituna HS Veitur hafa óskað eftir að Vestmannaeyjabær leysi til sín vatnsveituna í Eyjum. Fyrirtækið hefur ítrekað lagt áherslu á að Vestmannaeyjabær beri ábyrgð á lögninni sem eigandi og sé skylt að koma að greiðslu kostnaðar sem því fylgir að koma lögninni í nothæft ástand eftir að að lögnin skemmdist á síðasta ári. Þetta hafi sveitarfélagið ekki gert og telur HS Veitur rekstrarforsendur nú brostnar. 31. janúar 2024 08:18 Mest lesið Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, rennileg og háfætt Innlent Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Erlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Vill fartölvu í fangelsið Erlent Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Erlent Danir kveðja konur í herinn Erlent Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Innlent Lýsti áralöngu heimilisofbeldi í pontu Alþingis Innlent Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Innlent Fleiri fréttir Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, rennileg og háfætt Rannsaka neysluvatn í Hveragerði Ósammála hvort að um leiðréttingu sé að ræða Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Myndefni af heimilisofbeldi, vanvirðing við skattgreiðendur og fegurðardís „Þessi leiðrétting er hið rétta í stöðunni“ Tvíburaforeldrar fái hálft ár í viðbótarorlof Tveimur konum sleppt en fimm dúsa enn inni Ár frá þjófnaðinum í Hamraborg og enginn verið ákærður Líklegast að næsta gos verði stærra en fyrri gos Fólk ekki fasistar þó það eigi Teslu Lýsti áralöngu heimilisofbeldi í pontu Alþingis MAST kærir Kaldvík til lögreglu Aukin harka að færast í undirheimana Lögregla muni reyna að vera orðvarari í samræðum á vettvangi Kynntu breytingar á lögum um veiðigjald Næstu dagar ráða úrslitum um framtíð Kvikmyndaskóla Íslands Sögð ætla að kynna umtalsverðar breytingar á veiðigjöldum Guðmundur Ingi ávarpaði menntafólk á leiðtogafundi Tveir handteknir vegna stolins riffils með hljóðdeyfi Guðbjörg aðstoðar Guðmund Inga Líf hans í hættu ef hann leitaði til lögreglu Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Tekur við stöðunni af Guðmundi Inga Opnunarsamkoma leiðtogafundar í menntamálum „Þarna ertu ekki að tala um breytingu, heldur byltingu“ Áföll hafa mótað Guðmund Inga: „Ég læt ekki valta yfir mig“ Samningar í höfn við sveitarfélögin en ekki ríkið Sjá meira
Segja bréf HS Veitna ótímabært og taktlaust Vestmannaeyjabær hefur skrifað svarbréf til höfuðs bréfi HS Veitna til bæjarins þar sem bærinn segir erindi fyrirtækisins ótímabært og taktlaust. Þar er fullyrt að ábyrgð á vatnslögn til Vestmannaeyja sé á ábyrgð HS veitna, sem sé eigandi og stjórnandi lagnarinnar í lagalegum skilningi. 1. febrúar 2024 09:00
Vestmannaeyjabær hafi ekki axlað ábyrgð og leysi til sín vatnsveituna HS Veitur hafa óskað eftir að Vestmannaeyjabær leysi til sín vatnsveituna í Eyjum. Fyrirtækið hefur ítrekað lagt áherslu á að Vestmannaeyjabær beri ábyrgð á lögninni sem eigandi og sé skylt að koma að greiðslu kostnaðar sem því fylgir að koma lögninni í nothæft ástand eftir að að lögnin skemmdist á síðasta ári. Þetta hafi sveitarfélagið ekki gert og telur HS Veitur rekstrarforsendur nú brostnar. 31. janúar 2024 08:18