Eru stjórnvöld að virða réttindi barna á flótta? Hópur fólks í ungmennaráði UNICEF á Íslandi skrifar 16. maí 2024 17:01 „Börn sem þurfa að flýja heimaland sitt sem flóttamenn eiga rétt á vernd og stuðningi við að nýta sér þau réttindi sem þau eiga samkvæmt Barnasáttmálanum í nýja landinu.“ Svona hljóðar 22. grein Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna sem fjallar um börn sem flóttamenn. Hún er skýr en það er skylda stjórnvalda að sjá til þess að þau börn sem koma til landsins á flótta frá heimili sínu fái að njóta réttinda Barnasáttmálans líkt og önnur börn. Þann 20. febrúar 2013 var Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna lögfestur á Íslandi en hafði fyrir það verið fullgiltur síðan 1992. Ísland hefur því verið að fylgja Barnasáttmálanum í rúm 30 ár. Stjórnvöld og opinberar stofnanir ættu því að vera vel að sér í málum er varða réttindi barna og sjá til þess að ekki sé brotið gegn þeim réttindum sem Barnasáttmálinn kveður á um. Því miður virðist það ekki vera raunin og greinilega kominn tími á upprifjun hjá hinu opinbera. Yazan er tólf ára drengur frá Palestínu sem kom til landsins fyrir tæpu ári síðan. Yazan er með hrörnunarsjúkdóminn Duchenne sem er mjög ágengur og ræðst á alla vöðva líkamans og notast Yazan því við hjólastól. Hér á Íslandi hefur hann fengið mikla þjónustu til þess að halda sjúkdómnum í skefjum og hefur hann aðlagast lífinu vel hér á landi. Nú stendur til að vísa Yazan, ásamt fjölskyldu sinni, úr landi og missir hann því aðgang að þeirri lífsnauðsynlegu þjónustu sem að hann hefur fengið hér á landi undanfarna mánuði. Að sögn móður Yazan hrakar honum mikið ef hann missir af reglubundnum tímum hjá lækni eða sjúkraþjálfara og því erfitt að ímynda sér afleiðingar þess að missa þá þjónustu í marga mánuði. Í 23. grein Barnasáttmálans segir að „Fötluð börn eiga rétt á því að lifa við aðstæður sem gerir þeim kleift að lifa eins góðu lífi í samfélaginu og völ er á.“ Með því að brottvísa Yazan brjóta stjórnvöld á þeim grundvallarréttindum hans á því að lifa eins góðu lífi og völ er á. Með því að svipta hann nauðsynlegri þjónustu setja stjórnvöld heilsu hans, menntun og þroska í hættu og mun það hafa grafalvarlegar afleiðingar fyrir framtíð hans. Í 6. grein Barnasáttmálans er fjallað um skyldur stjórnvalda þegar að kemur að því að sjá til þess að börn fái að lifa góðu lífi og þroskast, líkamlega, andlega og félagslega. Áður en Yazan kom til Íslands hafði hann takmarkað aðgengi að skóla, félagslífi og heilbrigðis þjónustu sem setur hans líf og þroska í hættu. Þetta breyttist þó við komu hans til landsins og hefur hann fengið aukinn aðgang að þeirri þjónustu sem hann þarfnast og segir, „Hér er það allt annað. Ég fæ að fara með krökkunum út að leika, fæ að vera í íþróttum. Ég er með hreint borð og mér líður vel þarna.“ Hér á landi hefur hann því fengið að þroskast eins og hann á rétt á. Hægt er að nefna margar aðrar greinar Barnasáttmálans sem stjórnvöld myndu brjóta ef af þessari brottvísun verður. Eins og sést er virkilega mikilvægt fyrir heilsu og þroska Yazan að hann fái að vera áfram á Íslandi þar sem að hann fær viðeigandi stuðning vegna fötlunar sinnar. Við skorum því Útlendingastofnun, Guðrúnu Hafsteinsdóttur, dómsmálaráðherra og Ásmund Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, að sjá til þess að Yazan fái að búa hér á landi áfram og tryggja þannig aðgang hans að lífsnauðsynlegri þjónustu. Höfundar eru Ungmennaráð UNICEF á Íslandi. Brynjar Bragi Einarsson, formaður Sara Jóhanna Geirsdóttir Waage, varaformaður Anh Ngoc Bui Arndís Rut Sigurðardóttir Bergþóra Hildur Andradóttir Dagur Björgvin Jónsson Gerður María Sveinsdóttir Guðrún Baldursdóttir Gunnhildur Daðadóttir Rebekka Lind Kristinsdóttir Snæ Humadóttir Sólveig Hjörleifsdóttir Ylfa Blöndal Egilsdóttir Þröstur Flóki Klemensson Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Flóttafólk á Íslandi Réttindi barna Mest lesið Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson Skoðun Við viljum jafnan rétt foreldra Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir,Bryndís Haraldsdóttir,Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar: Foreldrar kalla eftir ákvörðun á fimmtudaginn! Foreldrar barna í leikskólanum Öskju og Barnaskólanum í Reykjavík Skoðun Háskóli er samfélag Silja Bára R. Ómarsdóttir Skoðun Hvers vegna tollar á innfluttar landbúnaðarvörur? Ágústa Ágústsdóttir,Eiríkur Svavarsson,Gunnar Bragi Sveinsson,Heiðbrá Ólafsdóttir,Jakob Frímann Magnússon,Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Börn, foreldrar og starfsfólk Hjallastefnunnar í Reykjavík kalla eftir ákvörðun á fimmtudag! Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun Fúli kallinn á stallinum Hermann Stefánsson Skoðun Stúdentar – kjósum Silju Báru í dag! Katla Ólafsdóttir,Elín Karlsdóttir,Guðni Thorlacius,Gunnar Ásgrímsson,Georg Orlov Guðmundsson Skoðun Umbun er sama og afleiðing Helgi S. Karlsson Skoðun Eldurinn og slökkvitækið Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Áskoranir og tækifæri alþjóðaviðskipta á óvissutímum Hildur Árnadóttir,Pétur Þ. Óskarsson skrifar Skoðun Eldurinn og slökkvitækið Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar – kjósum Silju Báru í dag! Katla Ólafsdóttir,Elín Karlsdóttir,Guðni Thorlacius,Gunnar Ásgrímsson,Georg Orlov Guðmundsson skrifar Skoðun Umbun er sama og afleiðing Helgi S. Karlsson skrifar Skoðun Netárásir án landamæra: Hvað getum við lært af nýrri netöryggisstefnu Bandaríkjanna? Valdimar Óskarsson skrifar Skoðun Hvers vegna tollar á innfluttar landbúnaðarvörur? Ágústa Ágústsdóttir,Eiríkur Svavarsson,Gunnar Bragi Sveinsson,Heiðbrá Ólafsdóttir,Jakob Frímann Magnússon,Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Börn, foreldrar og starfsfólk Hjallastefnunnar í Reykjavík kalla eftir ákvörðun á fimmtudag! Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar: Foreldrar kalla eftir ákvörðun á fimmtudaginn! Foreldrar barna í leikskólanum Öskju og Barnaskólanum í Reykjavík skrifar Skoðun Við viljum jafnan rétt foreldra Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir,Bryndís Haraldsdóttir,Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Háskóli er samfélag Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Matvælafræði - undirstaða verðmætasköpunar í íslensku atvinnulífi Axel Sigurðsson skrifar Skoðun Auðlind þjóðarinnar Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Samfélagslegur frumkvöðlakraftur Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra Bergljót Borg skrifar Skoðun Leiðrétt veiðigjöld Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Táknmálstúlkun Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Tesluvandinn Alexandra Briem skrifar Skoðun Kjósum Silju Báru fyrir nemendur HÍ Sóllilja Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ég kýs öflugan rannsakanda og málsvara vísinda Engilbert Sigurðsson skrifar Skoðun Silja Karl og Magnús Bára eru rektorinn minn Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Metum lífið að verðleikum og stöðvum fordóma Þröstur Ólafsson skrifar Skoðun Tími kominn til aðgerða gegn Ísrael Ingólfur Gíslason skrifar Skoðun Tilkynna þegar vart er við dýr í neyð Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Deyið fyrir okkur í skiptum fyrir ekkert Gabríel Ingimarsson skrifar Skoðun Hver er stefna ríkisstjórnarinnar í geðheilbrigðismálum? Kristófer Þorleifsson skrifar Skoðun Sjáðu Gaza Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Framtíðin felst í hugviti — hvers vegna gröfum við þá undan því? Arnar Halldórsson skrifar Skoðun Að vinna með fólki en ekki fyrir það Gísla Rafn Ólafsson,Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Tálmun þrífst í þögn nærsamfélagsins Sigríður Sólan Guðlaugsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl er okkar rektor Tinna Laufey Ásgeirsdóttir,Árni Kristjánsson skrifar Sjá meira
„Börn sem þurfa að flýja heimaland sitt sem flóttamenn eiga rétt á vernd og stuðningi við að nýta sér þau réttindi sem þau eiga samkvæmt Barnasáttmálanum í nýja landinu.“ Svona hljóðar 22. grein Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna sem fjallar um börn sem flóttamenn. Hún er skýr en það er skylda stjórnvalda að sjá til þess að þau börn sem koma til landsins á flótta frá heimili sínu fái að njóta réttinda Barnasáttmálans líkt og önnur börn. Þann 20. febrúar 2013 var Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna lögfestur á Íslandi en hafði fyrir það verið fullgiltur síðan 1992. Ísland hefur því verið að fylgja Barnasáttmálanum í rúm 30 ár. Stjórnvöld og opinberar stofnanir ættu því að vera vel að sér í málum er varða réttindi barna og sjá til þess að ekki sé brotið gegn þeim réttindum sem Barnasáttmálinn kveður á um. Því miður virðist það ekki vera raunin og greinilega kominn tími á upprifjun hjá hinu opinbera. Yazan er tólf ára drengur frá Palestínu sem kom til landsins fyrir tæpu ári síðan. Yazan er með hrörnunarsjúkdóminn Duchenne sem er mjög ágengur og ræðst á alla vöðva líkamans og notast Yazan því við hjólastól. Hér á Íslandi hefur hann fengið mikla þjónustu til þess að halda sjúkdómnum í skefjum og hefur hann aðlagast lífinu vel hér á landi. Nú stendur til að vísa Yazan, ásamt fjölskyldu sinni, úr landi og missir hann því aðgang að þeirri lífsnauðsynlegu þjónustu sem að hann hefur fengið hér á landi undanfarna mánuði. Að sögn móður Yazan hrakar honum mikið ef hann missir af reglubundnum tímum hjá lækni eða sjúkraþjálfara og því erfitt að ímynda sér afleiðingar þess að missa þá þjónustu í marga mánuði. Í 23. grein Barnasáttmálans segir að „Fötluð börn eiga rétt á því að lifa við aðstæður sem gerir þeim kleift að lifa eins góðu lífi í samfélaginu og völ er á.“ Með því að brottvísa Yazan brjóta stjórnvöld á þeim grundvallarréttindum hans á því að lifa eins góðu lífi og völ er á. Með því að svipta hann nauðsynlegri þjónustu setja stjórnvöld heilsu hans, menntun og þroska í hættu og mun það hafa grafalvarlegar afleiðingar fyrir framtíð hans. Í 6. grein Barnasáttmálans er fjallað um skyldur stjórnvalda þegar að kemur að því að sjá til þess að börn fái að lifa góðu lífi og þroskast, líkamlega, andlega og félagslega. Áður en Yazan kom til Íslands hafði hann takmarkað aðgengi að skóla, félagslífi og heilbrigðis þjónustu sem setur hans líf og þroska í hættu. Þetta breyttist þó við komu hans til landsins og hefur hann fengið aukinn aðgang að þeirri þjónustu sem hann þarfnast og segir, „Hér er það allt annað. Ég fæ að fara með krökkunum út að leika, fæ að vera í íþróttum. Ég er með hreint borð og mér líður vel þarna.“ Hér á landi hefur hann því fengið að þroskast eins og hann á rétt á. Hægt er að nefna margar aðrar greinar Barnasáttmálans sem stjórnvöld myndu brjóta ef af þessari brottvísun verður. Eins og sést er virkilega mikilvægt fyrir heilsu og þroska Yazan að hann fái að vera áfram á Íslandi þar sem að hann fær viðeigandi stuðning vegna fötlunar sinnar. Við skorum því Útlendingastofnun, Guðrúnu Hafsteinsdóttur, dómsmálaráðherra og Ásmund Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, að sjá til þess að Yazan fái að búa hér á landi áfram og tryggja þannig aðgang hans að lífsnauðsynlegri þjónustu. Höfundar eru Ungmennaráð UNICEF á Íslandi. Brynjar Bragi Einarsson, formaður Sara Jóhanna Geirsdóttir Waage, varaformaður Anh Ngoc Bui Arndís Rut Sigurðardóttir Bergþóra Hildur Andradóttir Dagur Björgvin Jónsson Gerður María Sveinsdóttir Guðrún Baldursdóttir Gunnhildur Daðadóttir Rebekka Lind Kristinsdóttir Snæ Humadóttir Sólveig Hjörleifsdóttir Ylfa Blöndal Egilsdóttir Þröstur Flóki Klemensson
Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Við viljum jafnan rétt foreldra Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir,Bryndís Haraldsdóttir,Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun
Opið bréf til borgarstjórnar: Foreldrar kalla eftir ákvörðun á fimmtudaginn! Foreldrar barna í leikskólanum Öskju og Barnaskólanum í Reykjavík Skoðun
Hvers vegna tollar á innfluttar landbúnaðarvörur? Ágústa Ágústsdóttir,Eiríkur Svavarsson,Gunnar Bragi Sveinsson,Heiðbrá Ólafsdóttir,Jakob Frímann Magnússon,Þorsteinn Sæmundsson Skoðun
Börn, foreldrar og starfsfólk Hjallastefnunnar í Reykjavík kalla eftir ákvörðun á fimmtudag! Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun
Stúdentar – kjósum Silju Báru í dag! Katla Ólafsdóttir,Elín Karlsdóttir,Guðni Thorlacius,Gunnar Ásgrímsson,Georg Orlov Guðmundsson Skoðun
Skoðun Áskoranir og tækifæri alþjóðaviðskipta á óvissutímum Hildur Árnadóttir,Pétur Þ. Óskarsson skrifar
Skoðun Stúdentar – kjósum Silju Báru í dag! Katla Ólafsdóttir,Elín Karlsdóttir,Guðni Thorlacius,Gunnar Ásgrímsson,Georg Orlov Guðmundsson skrifar
Skoðun Netárásir án landamæra: Hvað getum við lært af nýrri netöryggisstefnu Bandaríkjanna? Valdimar Óskarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna tollar á innfluttar landbúnaðarvörur? Ágústa Ágústsdóttir,Eiríkur Svavarsson,Gunnar Bragi Sveinsson,Heiðbrá Ólafsdóttir,Jakob Frímann Magnússon,Þorsteinn Sæmundsson skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og starfsfólk Hjallastefnunnar í Reykjavík kalla eftir ákvörðun á fimmtudag! Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar: Foreldrar kalla eftir ákvörðun á fimmtudaginn! Foreldrar barna í leikskólanum Öskju og Barnaskólanum í Reykjavík skrifar
Skoðun Við viljum jafnan rétt foreldra Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir,Bryndís Haraldsdóttir,Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Matvælafræði - undirstaða verðmætasköpunar í íslensku atvinnulífi Axel Sigurðsson skrifar
Skoðun Samfélagslegur frumkvöðlakraftur Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra Bergljót Borg skrifar
Skoðun Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson skrifar
Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Við viljum jafnan rétt foreldra Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir,Bryndís Haraldsdóttir,Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun
Opið bréf til borgarstjórnar: Foreldrar kalla eftir ákvörðun á fimmtudaginn! Foreldrar barna í leikskólanum Öskju og Barnaskólanum í Reykjavík Skoðun
Hvers vegna tollar á innfluttar landbúnaðarvörur? Ágústa Ágústsdóttir,Eiríkur Svavarsson,Gunnar Bragi Sveinsson,Heiðbrá Ólafsdóttir,Jakob Frímann Magnússon,Þorsteinn Sæmundsson Skoðun
Börn, foreldrar og starfsfólk Hjallastefnunnar í Reykjavík kalla eftir ákvörðun á fimmtudag! Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun
Stúdentar – kjósum Silju Báru í dag! Katla Ólafsdóttir,Elín Karlsdóttir,Guðni Thorlacius,Gunnar Ásgrímsson,Georg Orlov Guðmundsson Skoðun