Forseti Íslands veifaði mér Fjóla Einarsdóttir skrifar 19. maí 2024 08:00 Nú þegar styttist í kosningar til forseta Íslands eru frambjóðendur að sannfæra kjósendur um þeirra eigið ágæti og hví þeir ættu að verða kosnir. Þvílík keyrsla. Ég fyllist aðdáunar á úthaldi hvers og eins, gott fólk upp til hópa og frambærilegt. Vildi að ég hefði fleiri atkvæði til að útdeila. Ég aftur á móti á bara eitt atkvæði og ætla að nýta það vel. Minn forseti er Baldur Þórhallsson. Ég var nemandi hjá honum í stjórnmálafræðinni rétt eftir aldamótin og þvílík áhrif sem hann hafði á mig. Hann vekur upp áhuga og virkilega hlustar á það sem er sagt og á hann er hlustað því hann sjálfur er fordómalaus og opinn fyrir þekkingu. Fyrir mig persónulega var hann mikill áhrifavaldur í mínu lífi og valdi ég mína leið í lífinu eftir lítið en mikilvægt verkefni hjá honum um alþjóðavæðingu í Afríku. Magnað að hugsa til baka og sjá hversu Baldur var mér góður kennari. Ég á honum mikið að þakka. Hann brennur fyrir mannréttindum og er einn helsti fræðimaður heimsins um smáríki. Við erum auðvitað stórasta land í heimi þó smáríki séum og mikilvægt að forsetinn okkar þyki vænt um sögu lands og þjóðar. Það hefur Baldur svo sannarlega og hefur sýnt það í verki með varðveislu sögu okkar á Suðurlandi með uppbyggingu hellana í Rangárvallasýslu með sinni fjölskyldu og fleiri verkum sem of langt er að telja upp í þessari grein. Sveitastrákur sem varð einn fremsti sérfræðingur í alþjóðastjórnmálum og vonandi næstkomandi forseti Íslands. Hversu magnað. Ég vissi ekkert um hans persónulegu hagi þegar ég var nemandi hans enda var aldrei spurt að því eða hann að tjá sig um sín mál að fyrra bragði. Ef ég hefði vitað á þessum tíma að Felix væri hans maki hefði ég sennilega lýst yfir aðdáun minni á góðu vali þar sem Felix ásamt Gunnari Helga svæfðu ungan son minn öll kvöld þessi ár með Traust og Trygg (á snældum). Sem var dásamlegt fyrir einstæða móður í námi. Ég sá Felix í viðtali um daginn sem maki verðandi forseta og þvílíkt glæsimenni sem hann er. Vel að máli farinn, skemmtilegur, vitur og sanngjarn. Ég skrifa þessi orð því makinn skiptir auðvitað máli í stóra samhenginu og makinn hans Baldurs er einhver sem ég myndi vilja sjá á Bessastöðum. Að lokum langar mig til að segja litla sögu frá sveitinni minni, Hjaltadal í Skagafirði. Forsetinn hefur í gegnum tíðina verið þar tíður gestur enda Hólar í Hjaltadal með mikla og langa sögu. Árið var 1990, ég var 12 ára og í ein í reiðtúr sem og oft á Heimi mínum, skírður auðvitað í höfuðið á karlakórnum hans pabba, þegar forsetabíllinn keyrir framhjá. Bíllinn hægir á sér og Vigdís skrúfar niður aftur rúðuna og veifar mér. Ég veifaði henni á móti og fannst ég vera fræg fyrir að forseti Íslands hefði veifað mér. Allir sem vildu heyra og hinir líka fengu að heyra söguna þegar Vigdís veifaði mér. Þið sjáið að ég lifi enn á þessu. Ég veit að Baldur mun hlusta, sýna fólki áhuga og tala við alla sem á hans vegi verða. Hann er fordómalaus maður sem hefur áhuga á hvað fólk hefur að segja og fram að færa. Ég hlakka til að kjósa Baldur 1. júní næstkomandi og veit að hann mun skrúfa niður rúðuna. Eitt lítið augnablik sem forsetinn veitir einhverjum athygli getur varað í lífstíð hjá viðkomandi. Embættið hefur þau áhrif. Munum það. Höfundur er þróunar- og stjórnmálafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Fjóla Einarsdóttir Mest lesið Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Sjá meira
Nú þegar styttist í kosningar til forseta Íslands eru frambjóðendur að sannfæra kjósendur um þeirra eigið ágæti og hví þeir ættu að verða kosnir. Þvílík keyrsla. Ég fyllist aðdáunar á úthaldi hvers og eins, gott fólk upp til hópa og frambærilegt. Vildi að ég hefði fleiri atkvæði til að útdeila. Ég aftur á móti á bara eitt atkvæði og ætla að nýta það vel. Minn forseti er Baldur Þórhallsson. Ég var nemandi hjá honum í stjórnmálafræðinni rétt eftir aldamótin og þvílík áhrif sem hann hafði á mig. Hann vekur upp áhuga og virkilega hlustar á það sem er sagt og á hann er hlustað því hann sjálfur er fordómalaus og opinn fyrir þekkingu. Fyrir mig persónulega var hann mikill áhrifavaldur í mínu lífi og valdi ég mína leið í lífinu eftir lítið en mikilvægt verkefni hjá honum um alþjóðavæðingu í Afríku. Magnað að hugsa til baka og sjá hversu Baldur var mér góður kennari. Ég á honum mikið að þakka. Hann brennur fyrir mannréttindum og er einn helsti fræðimaður heimsins um smáríki. Við erum auðvitað stórasta land í heimi þó smáríki séum og mikilvægt að forsetinn okkar þyki vænt um sögu lands og þjóðar. Það hefur Baldur svo sannarlega og hefur sýnt það í verki með varðveislu sögu okkar á Suðurlandi með uppbyggingu hellana í Rangárvallasýslu með sinni fjölskyldu og fleiri verkum sem of langt er að telja upp í þessari grein. Sveitastrákur sem varð einn fremsti sérfræðingur í alþjóðastjórnmálum og vonandi næstkomandi forseti Íslands. Hversu magnað. Ég vissi ekkert um hans persónulegu hagi þegar ég var nemandi hans enda var aldrei spurt að því eða hann að tjá sig um sín mál að fyrra bragði. Ef ég hefði vitað á þessum tíma að Felix væri hans maki hefði ég sennilega lýst yfir aðdáun minni á góðu vali þar sem Felix ásamt Gunnari Helga svæfðu ungan son minn öll kvöld þessi ár með Traust og Trygg (á snældum). Sem var dásamlegt fyrir einstæða móður í námi. Ég sá Felix í viðtali um daginn sem maki verðandi forseta og þvílíkt glæsimenni sem hann er. Vel að máli farinn, skemmtilegur, vitur og sanngjarn. Ég skrifa þessi orð því makinn skiptir auðvitað máli í stóra samhenginu og makinn hans Baldurs er einhver sem ég myndi vilja sjá á Bessastöðum. Að lokum langar mig til að segja litla sögu frá sveitinni minni, Hjaltadal í Skagafirði. Forsetinn hefur í gegnum tíðina verið þar tíður gestur enda Hólar í Hjaltadal með mikla og langa sögu. Árið var 1990, ég var 12 ára og í ein í reiðtúr sem og oft á Heimi mínum, skírður auðvitað í höfuðið á karlakórnum hans pabba, þegar forsetabíllinn keyrir framhjá. Bíllinn hægir á sér og Vigdís skrúfar niður aftur rúðuna og veifar mér. Ég veifaði henni á móti og fannst ég vera fræg fyrir að forseti Íslands hefði veifað mér. Allir sem vildu heyra og hinir líka fengu að heyra söguna þegar Vigdís veifaði mér. Þið sjáið að ég lifi enn á þessu. Ég veit að Baldur mun hlusta, sýna fólki áhuga og tala við alla sem á hans vegi verða. Hann er fordómalaus maður sem hefur áhuga á hvað fólk hefur að segja og fram að færa. Ég hlakka til að kjósa Baldur 1. júní næstkomandi og veit að hann mun skrúfa niður rúðuna. Eitt lítið augnablik sem forsetinn veitir einhverjum athygli getur varað í lífstíð hjá viðkomandi. Embættið hefur þau áhrif. Munum það. Höfundur er þróunar- og stjórnmálafræðingur.
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun